Bloggfærslur mánaðarins, september 2014

HVER ERU EIGINLEGA RÖKIN FYRIR VIÐSKIPTAÞVINGUNUM Á ÍSRAEL?

Það sem hefur helst verið öllu þessu til trafala er að menn ræða þessi málefni meira á tilfinningalegum nótum heldur en að beita málefnalegum rökum.  Hver er munurinn á tilfinningalegum rökum og málefnalegum rökum?  Jú, sá munur er nokkuð stór.  Um leið og þú ferð að ræða mál út frá tilfinningum þínum, til þess, ert þú búin(n)að missa sjónar á málefnalegum þætti málsins og ferð að halda fram hlutum sem ÞÉR finnst að eigi við í þessu máli.  Þegar ég fylgist með umræðum í þinginu, er þetta ótrúlega oft raunin, þegar rædd eru hin ýmsu mál.  Þetta er sérstaklega áberandi hjá þingmönnum sem hafa lagt í vana sinn að "steyta" hnefa út í loftið og leggja þannig áherslu á mál sitt og líka þeim sem hafa reynt að lítillækka aðra í ræðum sínum.  Ég nefni engin nöfn en flestir hljóta að vita við hverja er átt.
mbl.is Beitir sér ekki fyrir þvingunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EINS OG RISPUÐ PLATA

Er ekki tími til kominn að ASÍ, með sinn handónýta formann, fari að koma með eitthvað annað en þessa "gömlu tuggu", sem þeir hafa þulið undanfarin rúm 20 ár, misjafnlega mikið eftir því hverjir hafa verið í ríkisstjórn.  Á síðasta kjörtímabili, var hér á landi ríkisstjórn, sem var þessum sjálftökuklúbbi þóknanleg og þá var þessi söngur minna kyrjaður en nú finnst þeim allt í lagi að söngla......................
mbl.is Fjárlögin „aðför að launafólki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVERNIG STENDUR Á AÐ ÞETTA HEFUR EKKI KOMIÐ FRAM ÁÐUR????

Getur verið að það sé rétt eftir allt saman að þarna hafi verið á ferðinni LJÓTUR PÓLITÍSKUR LEIKUR? Kannski það komi fram við réttarhöldin hver upphafsmaðurinn að öllu þessu moldviðri er og hvaða refsingu ætli hann/hún hljóti  eða kannski verða vinstri menn ekkert svo áfjáðir í refsingu ef í ljós kemur að hægri öflin voru ekkert að verki þarna????
mbl.is Skjalið opnað undir morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ERU TIL EINHVERJAR RANNSÓKNIR Á GÆÐUM HJALLASTEFNUNNAR?

Fyrir nokkru síðan var fjallað mikið um hversu illa Íslenskir nemendur komu út úr PISA-könnuninni og þá sérstaklega að um 25% drengja voru svo til ólæsir að loknu grunnskólanámi.   Jú það urðu um þetta nokkrar umræður í svolítinn tíma en hljóðnuðu svo alveg.  Hefði þessu verið þannig farið að 25% stúlkna hefðu verið ólæsar að loknu grunnskólanámi er nokkuð víst að umræðan hefði orðið á annan veg.  Það er nokkuð víst að það hefði hreinlega allt orðið vitlaust í landinu og verið talað um það að karlar væru að tryggja það að konur gætu ekki náð sér í þá menntun sem þyrfti til að koma sér í toppstöður.  Hvernig stendur á því að ekkert er gert til að leiðrétta þetta, getur ástæðan verið sú að yfirgnæfandi meirihluti kennara í grunnskólum eru konur og þær hreinlega skilji það ekki að drengir og stúlkur nálgast hlutina á misjafnan hátt?  Einmitt þetta er grunnurinn að Hjallastefnunni og hefur Margrét Pála unnið mikið og þarft frumkvöðlastarf, sem kannski hefur ekki fengið þá athygli, sem það á skilið.  Kannski á þessi spurning, sem ég varpa fram í fyrirsögninni ekki rétt á sér, vegna þess að ég held að ennþá hafi Hjallastefnan ekki útskrifað neina nemendur ennþá.  En ég er ekki í vafa um að það verður gaman að fylgjast með hvernig nemendum Hjallastefnunnar reiðir af í framtíðinni. 
mbl.is Skólakerfið er á niðurleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ ERU ENGAR BREYTINGAR SJÁANLEGAR........

Það er ekki ofsögum sagt að maðurinn gengur ekki á öllum og alveg augljóst að hann er stórlega að ofmeta eigin hlut í stjórnmálalífinu hér.  Það eina sem hann segir rétt til um er að hann sé trúður............
mbl.is Trúðurinn sem bjargaði Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐ HANS MATI ER GJALDEYRISSTEFNA TIL FRAMTÍÐAR BARA HANS FRAMTÍÐARSÝN

Og sú stefna er að ganga í ESB og taka upp evruÞað virðist engin önnur stefna vera til í hans huga.....
mbl.is Móti gjaldmiðlastefnu til framtíðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SUMIR ÞURFA AÐ HUGSA ÁÐUR EN ÞEIR FRAMKVÆMA.......

Jú, kannski láta menn blekkjast af þessum "fagurgala" í frumvarpinu, en þarna er ansi margt vanhugsað og nokkuð ljóst að áfengisverð HÆKKAR VERULEGA MIKIÐ Í VERÐI, verði þessi óskapnaður að veruleika.  Það er ljóst að MIKILL kostnaður mun falla á smásöluverslanir þegar þær uppfylla skáyrðin fyrir sölu áfengis og hvar halda flutningsmenn frumvarpsins að sá kostnaður lendi???? Dreifing vörunnar verður að sjálfsögðu með öðrum hætti en er í dag og ekki verður hún með öllu ókeypis.  Hver skyldi eiga að greiða fyrir hana????  Gjaldið sem á að taka fyrir leyfi til áfengissmásölu því verður sjálfsagt velt út í verðlagið.  Þó svo að upphæðin sé lág t.d hér á höfuðborgarsvæðinu þá tekur þetta í hjá smáum sveitarfélögum t.d. á Bakkafirði og Kópaskeri svo einhverjir staðir séu nefndir.  Ríkið þarf að öllum líkindum að koma upp eftirlitsstofnun, sem sæi um að framkvæmdin yrði samkvæmt lögum og reglum.  Hvaðan á það fjármagn að koma?????  Nei ég get ekki betur séð en  að þessu frumvarpi hafi verið klastrað saman í flýti og án nokkurrar hugsunar og við lestur þess var mér bara hugsað: ER NOKKUR FURÐA ÞÓTT VIRÐING ALÞINGIS SKORI EKKI HÁTT?????????????
mbl.is ÁTVR verði Tóbaksverslun ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Einu sinni var maður sem hét Guðmundur. Hann var þeim galla búinn að þegar vinnufélagarnir töluðu um einhvern þá þóttist hann þekkja hann. Einn daginn í vinnunni í kaffihléinu voru menn að tala um Björk Guðmundsdóttur. Þá heyrðist í Guðmundi: "Já, Björk, hún er nú góð stelpa"
Vinnufélagi: "Guðmundur, þekkir þú Björk?"
Guðmundur: "Já hún er mjög fín"
Vinnufélagi: "Djöfuls... kjaftæði Guðmundur. Við erum komnir með nóg af þessu, þú þykist þekkja alla. Í guðanna bænum hættu þessu kjaftæði og haltu þessu fyrir sjálfan þig".
Nokkrum dögum síðar í vinnunni.
Vinnufélagi: "Strákar, Svíakonungur er víst að koma til landsins á morgun".
Guðmundur: "Svíakonungur, það er nú góður karl".
Vinnufélagi: "Þekkir þú líka Svíakonung?"
Guðmundur: "Já,já ég þekki hann mjög vel"
Eins og áður sagði voru vinnufélagarnir löngu búnir að fá sig fullsadda af þessu kjaftæði í Guðmundi og létu þetta sem vind um eyru þjóta. Daginn eftir var Guðmundur ekki í vinnunni og þótti mönnum það mjög einkennilegt. Sama kvöld í fréttum sást Guðmundur ásamt ríkisstjórninni á REK flugvelli að taka á móti Svíakonungi, og heilsuðust Guðmundur og Svíakonungur með virktum. Vinnufélagarnir voru mjög hissa og sumir meira að segja trúðu núna þessum sögum Guðmundar. Tveimur dögum síðar tilkynnti yfirmaður vinnunnar að hann, ásamt konu sinni, væri að fara til Ítalíu og ætlaði að sjá páfann í Vatíkaninu.
Þá heyrðist í Guðmundi: "Páfinn, já, það er nú góður maður".
Yfirmaður: "Guðmundur, þekkir þú páfann líka?"
Guðmundur: "Já, já, ansi fínn karl en svolítið gamall".
Yfirmaður: "Guðmundur nú geri ég við þig samning. Þú kemur með okkur til Ítalíu og kynnir mig fyrir páfanum. Ef þú þekkir hann skal ég splæsa á þig ferðinni, ef hann þekkir þig ekki splæsir þú".
Guðmundur: "Ok".
Á Ítalíu: Guðmundur og yfirmaðurinn voru komnir í Vatíkanið í messu og var kirkjan fullsetin. Þegar messan var búin gekk Guðmundur í gegnum mannþröngina og upp að púltinu þar sem páfinn var. Þeir heilsuðust með virktum og töluðu í smá stund saman. Síðan er Guðmundi litið yfir mannþröngina en sér yfirmanninn ekki í fyrstu, loksins kemur hann auga á hann þar sem hann liggur á gólfinu með óráði og fólk stumrandi yfir honum. Guðmundur hleypur strax til yfirmanns síns og kemur að honum þegar hann er að vakna aftur til lífsins.
Guðmundur: "Hvað gerðist? Varstu svona hissa á þvi að ég þekkti páfann?"
Yfirmaður: "Nei, nei - þegar þú varst að tala við páfann bankaði Robert DeNiro á öxlina á mér og spurði mig: "Who is that guy standing beside Guðmundur?"


LÁN AÐ FYRRVERANDI RÍKISSTJÓRN HAFÐI ÞAÐ EKKI Í GEGN AÐ INNLIMA ÍSLAND Í ESB.....

Hvað sem olli því, þá varð það lán þjóðarinnar að öðrum kosti væri atvinnuleysið sennilega á pari við það sem það er að meðaltali í ríkjum ESB...........
mbl.is Minnst atvinnuleysi á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LOKSINS Á AÐ VIRÐA STJÓRNARSÁTTMÁLANN.......

En það er nokkuð víst að INNLIMUNARSINNAR reyni að halda lyginni um að stjórnarflokkarnir hafi lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um málið  áfram. 
mbl.is Stefnt að afturköllun umsóknarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband