Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2015

FYRSTI SIGUR VETTELS Á HUNGARORING......

Og fyrsti sigur Ferrari þar, síðan Schumacher vann þar 2004.  Jafnframt jafnaði Sebastian Vettel met Ayrton Senna yfir fjölda mótssigra á ferlinum (minnir að sigranir séu 41).  Ræsingin hjá Ferrari-ökumönnunum var alveg stórkostleg hún var nánast endurtekning á ræsingu Williams-ökumannanna í Bretlandskappakstrinum.  Þetta var ekki dagurinn hans Raikkonens, þó svo að hann hafi byrjað alveg stórkostlega, en rétt áður en að öryggisbíllinn kom út tilkynnti hann um bilun og að hann væri að missa afl.  Þegar keppnin var rúmlega hálfnuð nýtti Rosberg sér bilunina hjá honum og tókst að komast framúr.  Nokkru síðar varð Raikkonen  að hætta keppni.  En Rosberg var ekki lengi í paradís því Ricciardo nálgaðist hratt og í slagnum um annað sætið lentu þeir í árekstri með þeim afleiðingum að Ricciardo skemmdi framvæng og hægra afturdekkið hjá Rosberg sprakk, þannig að báðir urðu að fara á þjónustusvæðið.  Þetta gerði það að verkum að Daniel Kyat komst í annað sætið en Ricciardo náði því þriðja en Rosberg féll niður í sjötta sætið.  Þetta var í fyrsta skipti á árinu sem Mercedes-liðið hafði hvorugan ökumann sinn á verðlaunapalli.  Þetta var mjög svekkjandi fyrir Raikkonen því það hefur verið mikil umræða um framtíð hans hjá Ferrari undanfarið og er jafnvel talað um að Ferrari sé að reyna að fá Bottas til liðsins næsta ár..........


ER ENDANLEG ÁKVÖRÐUN UM SVONA FRAMKVÆMDIR EKKI HJÁ STJÓRNINNI??????

Sem svo felur framkvæmdastjóranum/forstjóranum/bankastjóranum að fylgja henni eftir?  Þetta kemur rekstri bankans, til skamms tíma, ekki við svo endanleg ákvörðun hlýtur að vera stjórnar.  Auðvitað má ætla að við skattgreiðendur eigum einn eða fleiri fulltrúa í stjórn og má furðu sæta að fulltrúar okkar í stjórn hafi samþykkt þessa byggingu þegjandi og hljóðalaust.  Steinþór Pálsson hefur, að mestu leiti að ósekju, blandast inn í þessa umræðu og þá í líki vonda mannsins. Steinþór Pálsson er aðeins að sinna starfi sínu og eins og áður segir er þetta sennilega ekki frá honum komið.  Það væri ekki úr vegi að skoða vel störf stjórnar bankans og þar sem um opinbert fyrirtæki er að ræða ætti ekki að vera neitt stórmál að nálgast gögn um málið....


mbl.is Bankastjórinn „húskarl en ekki húsbóndi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FÆREYINGAR TAKA "BETUR" Á ÞESSUM HRYÐJUVERKASAMTÖKUM EN ÍSLENDINGAR

Færeyskir fjölmiðlar standa með baráttu heimamanna gegn SS-liðunum og fleirum í þeirra hópi en á meðan virðast þessir aðilar hafa komið sínu fólki inn á Íslenska fjölmiðla.


mbl.is Hvalaverndunarsinnar handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ANNAÐHVORT EÐA??????

Þvílíkt bull, að fólk skuli enn þann dag í dag vera "fast" í þessum skotgrafahernaði!  Árið 2008 gerðu nokkrir nemendur við Háskólann á Akureyri, rannsókn á því hvort hvalveiðar hefðu nokkur áhrif á hvalaskoðanir.  Niðurstaðan var sú að áhrifin væru ENGIN en það var fleira sem vakti athygli í þessari athugun t.d var að hvalaskoðunarbátarnir eru flestir gamlir og með fremur háværar dísilvélar og til að sjá hvalina sem best er siglt alveg upp að þeim.   Þetta veldur hvölunum truflunum og hávaðinn frá bátunum veldur þeim miklum skaða og vilja margir meina að þetta trufli og jafnvel valdi skemmdum á "staðsetningarkerfi" þeirra og valdi aukningu á árekstri hvala og skipa og því að þeir syndi meira á land en verið hefur, þeir hafi bara einfaldlega flúið til  að fá frið.  Þetta kemur fram í Kanadískri doktorsritgerð: "Corbelly, Claudio,(2006), AN EVALUATION OF COMMERCIAL WHALE WATCHING ON HUMBACK WHALES, MEGAPTERIA NOVAENGLAEA, IN NEWFOUNDLAND AND LABRADOR, AND THE EFFECTIVINESS OF VOLUNTARY CODE OF CONDUCT AS A MANAGEMENNT STRATEGY, University of New Foundland, New Foundland".  Kannski þarna sé ástæðan fyrir því að Norðursigling á Húsavík er að skipta yfir í seglbáta, sem knýja rafal sem aftur geta knúið vélar skipsins?


mbl.is Hvalaskoðun mikilvægari en hvalveiðar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SAMT SEM ÁÐUR RÍGHALDA MENN Í DRAUMINN UM AÐ LEGGJA LJÓSHUND TIL BRETLANDS????

Svo er það alveg sérstakt rannsóknarefni að "vinstri hjörðin" vill alls ekki að það sé nokkurs staðar virkjað en samt sem áður vilja þeir ný atvinnutækifæri í hverri sveit.  Er nokkuð atvinnutækifæri til sem ekki þarf á raforku að halda?  Svo er alveg lágmark að hægt verði að fullnægja eftirspurn eftir raforku innanlands áður en menn fara að viðra drauma um útflutning á raforku.............


mbl.is Líkur á raforkuskorti eftir 2 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FORSVARSMÖNNUM FERÐAÞJÓNUSTUFYRIRTÆKJA ÞYKIR ÞAÐ "SKÍTT" AÐ ÞESSI UMRÆÐA FÓR AF STAÐ

Enda er þetta ekki beint þeirra sök þótt einhverjir erlendir ferðamenn séu haldnir "skítlegu eðli" og séu ódannaðir.  En kannski þeir álíti bara að þetta sé gott fyrir gróðurinn, því það sé hvort eð er frekar lítið um hann.........


mbl.is Skaðar ímynd Íslands út á við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MERKILEGT - OG "KJÖT SEM ENGINN VILL"

Og "Umhverfis - Ayatollarnir" segja að vegna þess að enginn vilji borða kjötið sé enginn markaður til fyrir það.  Þessi frétt sýnir bara hvers konar rugludallar eru þarna á ferð.  En það versta er að þetta lið, öfga-umhverfisverndarsinnar, er svo gjörsamlega úr "takti" við náttúruna og heldur að allt kjöt, sem þeir borða, eigi uppbruna sinn í kjötborðum verslana.  Það að drepa dýr sér til matar beri bara vott um villimennsku og slæma umgengni um náttúruna..............


mbl.is Japana vantar hvalkjöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVERT Á EIGINLEGA HLUTVERK ÞESSARAR STARFSMANNALEIGU AÐ VERA?????

Samningar og launakjör hjúkrunarfræðinga breytast ekkert þótt einhver starfsmannaleiga sé sett á fót.  Og ef það er þannig að hjúkrunarfræðingar haldi að þeir fái bara uppsett verð fyrir vinnuna þá er það ekki alveg rétt, því þeir verða að athuga það að LÖGMÁL FRAMBOÐS OG EFTIRSPURNAR GILDIR Í BÁÐAR ÁTTIR.................


mbl.is Starfsmannaleiga í bígerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Roskin hjón komu til læknis. Vandamálið var það að maðurinn hafði bara ekki nokkra einustu löngun til að stunda kynlíf. Læknirinn hugsaði sig um í nokkra stund – en sagði svo varfærnislega: „Eins og er hef ég enga lausn á vandamáli ykkar – en ég er hérna með nýtt lyf, sem hefur ekki verið alveg fullprófað. Ef þið viljið taka áhættuna þá get ég látið ykkur hafa það en það verður alveg á ykkar ábyrgð.“

Hjónin ræddu málin en svo varð niðurstaðan sú að þau ákváðu að láta slag standa og prófa.

Læknirinn lét þau hafa hálfs mánaðar skammt og sagði að sennilega virkaði lyfið ekki fyrr en eftir nokkra daga. Jafnframt sagði hann við manninn að strax og hann fyndi til löngunar yrði hann að svara kallinu með það sama.

Eftir rúmar tvær vikur komu hjónin aftur til læknisins og auðvitað vildi hann vita hvernig lyfið hefði virkað. „Jú, jú það virkaði alveg eins og það átti að gera“ sagði maðurinn „En við megum aldrei aftur koma í Bónus á Völlunum í Hafnarfirði“.


NEI, NÚ ER HANN FARINN AÐ GANGA ANSI LANGT Í VIÐLEITNI SINNI VIÐ AÐ LOSNA VIÐ FLUGVÖLLINN ÚR VATNSMÝRINNI

Hefði hægri maður gert sig sekann um svona framgöngu og hunsað algerlega vilja kjósenda, væri "vinstri hjörðin" fyrir löngu búin að boða til mótmæla við Ráðhúsið og léti í sér heyra berjandi potta, pönnur og tómar tunnur og hrópandi slagorð um það hversu ÓHÆFUR VIÐKOMANDI VÆRIÁ virkilega að láta manninn komast upp með þessi vinnubrögð?????


mbl.is Stofni félag um nýjan flugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband