Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2015

ERU MENN AÐ NÁ SÉR Í VINSÆLDIR MEÐ ÞVÍ AÐ GRÍPA TIL OFNOTAÐRA "FRASA"?????

Það er nefnilega leiðinda misskilningur að VERÐTRYGGINGIN sé vandamálið það er VERÐBÓLGAN sem er vandamálið.  Hvort ætli komi á undan hænan eða eggið?  Vegna verðbólgunnar hækka verðtryggðu lánin.  Þess vegna hefur afnám verðtryggingar ein og sér afskaplega lítil áhrif á skuldirnar en ef stjórnmálamennirnir vinna í því að halda verðbólgunni í skefjum, þá yrði þar mesta kjarabótin sem landsmenn geta fengið.  En á meðan menn skilja ekki grundvallaratriðin þá er ekki hægt að reikna með miklu.............


mbl.is Vandinn er verðtryggingin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ENGIN VIÐBRÖGÐ ENN - Á BARA AÐ "GREINA" HVAÐ ER AÐ GERAST????

Og tala um hve slæmt ástandið geti orðið ef hitt og þetta gerist? Nú er runninn upp annar dagurinn þar sem þetta fall er á mörkuðum beggja megin Atlantshafsins (reyndar er ekki búið að opna markaði í Bandaríkjunum en það er ekki hægt að reikna með að staðan verði nokkuð öðruvísi þar).  Ekki er hægt að segja að neitt nýtt sé á ferðinni því mánudaginn 27.07 síðastliðinn, varð mikið verðfall á mörkuðum í Kína.  Í kjölfarið lækkuðu Kínverjar gengi Yuansins tvo daga í röð en það dugði ekki til og nú hefur lífeyrissjóðum verið heimilað að fjárfesta erlendis.  Þær aðgerðir koma heldur ekki til með að duga því vandi Kínverja er að mestu leiti fólginn í því að "eðlilegt" flæði fjármagns er ekki til staðar með öðrum orðum fjármagnið kemst inn í landið og þar verður verðmætaaukning þar stoppar fjármagnið og ekkert fjármagn kemst út úr landinu.  KANNSKI KÍNVERJAR ÆTTU BARA AÐ GERA EINS OG MÁR.... tongue-out BARA AÐ HÆKKA STÝRIVEXTINA undecided cool OG VONA ÞAÐ BESTA.  En það er nokkuð ljóst að ekki dugar, í þessu ástandi, að sitja bara og klóra sér í hausnum yfir því sem er að gerast.  Það er önnur fjármálakreppa á leiðinni, það er hægt að milda áhrifin af henni með aðgerðum en hún verður ekki algjörlega umflúin...


mbl.is Fallið heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EN HVAR EIGA FLÓTTAMENN AÐ BÚA ÞAR TIL MÁL ÞEIRRA HEFUR VERIÐ AFGREITT???

Um þetta finnst ekki einn einasti stafur í viðkomandi frumvarpsdrögum.   Eina vitið er að það verði keyptar tvær til þrjár "blokkir" á Ásbrú, þær girtar af og flóttamennirnir fari ekki út fyrir girðingu fyrr en mál þeirra hafa verið afgreidd og þeir hafa fengið Íslensk skilríki.


mbl.is Hætti að tala um hælisleitendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SENNILEGA ER ÞETTA BARA BYRJUNIN

Vandamálið í Kína er meira en svo að það dugi að leyfa nokkrum lífeyrissjóðum að fjárfesta í erlendum hlutabréfum.  Ekki hefur verið tilkynnt um nein viðbrögð frá Evrópulöndunum, enda markaðir nýlega búnir að opna.  Verði sama lækkun á Bandaríkjamarkaði, þegar hann opnar, má gefa sér það að staðan er grafalvarleg og verði ekkert mikið gert á  þetta bara eftir að versna og þá styttist verulega í næstu fjármálakreppu....


mbl.is Fjárfestar óttaslegnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ YRÐI BARA EINS OG AÐ LIVERPOOL YNNI Í LOTTÓI EF AF YRÐI

Ef Ítalirnir eru tilbúnir til að taka við honum aftur yrði það eins og algjör himnasending fyrir Liverpool og yrði til að Brendan Rodgers gæti hætt að ganga með veggjum vegna þessara misheppnuðustu leikmannakaupa allra tíma.  Skaðinn af þeim myndi aðeins minnka en þessi hneisa gleymist seint ef nokkurn tíma.


mbl.is Balotelli aftur í ítalska boltann?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG ÞÁ KEPPIR VETTEL Í 150 SKIPTIÐ Í FORMÚLU 1 Á MORGUN

Þau voru honum dýr, þau tvö akstursmistök sem hann gerði í þriðja hluta tímatökunnar í dag.  En hann "læsti"hægra framhjólinu hressilega og í framhaldi af því tók hann beygjuna strax á eftir mjög "vítt".  Þetta varð til þess að hann varð aðeins í níunda sæti en vegna refsingar, sem Roman Grosjan hlaut, fyrir gírkassaskipti, færist hann upp í áttunda sætið. Hann benti nú á að það er á morgun sem nenn taka stigin og það er útlit fyrir að það verði EINHVERJAR skúrir, sem eru aðstæður sem henta honum alveg fullkomlega.  Það virðist vera að óheppnin elti Raikkonen, því í öðrum hluta tímatökunnar varð vélarbilun hjá honum og hann varð að hætta keppni, en það er huggun harmi gegn að hann endurnýjaði samning sinn við Ferrarí til loka næsta árs. Og enn halda "hremmingar" McLaren manna áfram, en í sumarstoppinu var skipt um bókstaflega allt sem hægt var að skipta um í báðum bílunum.   Þetta varð til að þeim var báðum refsað og hefja þeir leik aftast á ráslínunni á morgun.


mbl.is 900. kappakstur Ferrari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TVÆR SKÓFLUR - SEX SKÓFLUR - FJÖLDINN ER EKKI AÐALMÁLIÐ

Heldur er verið að vekja athygli á meðförum fjármagns, sem borgin innheimtir frá borgurunum.  Það virðist bara vera að ekki sé alltaf verið að spá í ódýrustu og hagkvæmustu leiðina við ráðstöfun fjármuna hjá því opinbera, það virðist ekki skipta máli hver á í hlut. Kannski er það vegna þess að verið er að ráðstafa fé sem er frá öðrum komið?


mbl.is Borgin hafnar ásökunum um bruðl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Hjón voru á leið austur fyrir fjall. Á miðri Hellisheiði valt bíllinn og karlinn lenti undir bílnum, töluvert slasaður. Bílinn hafði lent við álfahól. Út úr hólnum kom álfur. Eitthvað hefur álfurinn vorkennt karlinum svo hann sagðist gefa karli tvær óskir. Æ, ég vildi nú komast undan bílnum heill heilsu, stundi karlinn. Ekkert mál, sagði álfurinn og undan komst karlinn heill heilsu. Hver er hin óskin? spurði álfurinn. Ja, mikið vildi ég geta pissað dýrindis kampavíni í hvert skipti sem ég þarf að pissa, sagði karlinn. Ekkert mál, sagði álfurinn og hvarf á braut. Hjónin komust með hjálp aftur í bæinn og þegar karlinn fór næst á klósettið heima hjá sér, þá mundi hann eftir síðari óskinni svo hann hrópaði "Magga, Magga komdu með glas. Síðan pissaði karlinn í glasið og fékk sér sopa. Jú, dýrindis kampavín var í glasinu. Magga bað nú um að fá að smakka og rétti karlinn henni glasið og fékk Magga sér sopa. Karlinn hélt síðan áfram að sötra þetta eðalvín og var duglegur að bæta í glasið. Nú vildi Magga fá meira kampavín úr glasinu > að drekka en karlinn leit á hana yfir glasbarminn og sagði: Nei, Magga mín, ef þig langar í meira þá drekkur þú af stút !!!!!


HVAÐ SKYLDI ÞAÐ VERA SEM HRJÁIR MANNINN?????????

Oft hefur manni nú fundist ummæli mannsins vera alveg á mörkum þess sem heilbrigður maður myndi láta frá sér fara en þarna get ég bara ómögulega séð annað en hann fari LANGT yfir strikið................


mbl.is Vestmannaeyjar ekki hluti Íslands?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÚ SÉR BUTTON AÐ FERLINUM Í FORMÚLU 1 SÉ LOKIÐ.....

Þá tekur hann sig til og lærir að keyra rally-cross bíl hjá Petter Solberg SJÁ HÉR.  Ekki er nú hægt að segja að ferill Buttons í Formúlu 1 hafi verið neitt sérstaklega glæsilegur.  Hann hefur "hangið" í meðalmennskunni og jafnvel fyrir neðan hana, nema árið sem hann vann heimsmeistaratitilinn fyrir Brawn-liðið (sem er nú Mercedes).  Yfirburðir bílsins voru svo algjörir og langan tíma tók fyrir FIFA að úrskurða hvort bíllinn væri löglegur og svo þegar úrskurðurinn loksins kom, var svo lítið eftir af keppnistímabilinu að hinn liðin sáu sér ekki neinn hag í því að taka upp sams konar framvængi og Brawn-bílarnir voru með.  Vonandi gerir Button betri hluti í rally-crossinu en í fomúlunni....


mbl.is Vandoorne í stað Buttons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband