Færsluflokkur: Sveitarstjórnarkosningar

ER ÞARNA KOMIN SKÝRINGIN Á ÞVÍ AÐ FRAMSÓKN TÓK ÞÁTT Í AÐ ENDURREISA "GAMLA MEIRIHLUTANN"????

Mig setti algjörlega hljóðan eftir að hafa gluggað í þennan meirihlutasáttmála milli þessara flokka sem að þessum svikum við kjósendur, standa að.  Ég hef ekki tölu á því hversu oft hugtakið STEFNT SKAL AÐ kemur fyrir og UNNIÐ SKAL AÐ.  Eftir að hafa lesið þetta, þá verður niðurstaðan  sú UM HVAÐ VAR ÞETTA FÓLK AÐ SEMJA ALLAN ÞENNAN TÍMA?  Einar Þorsteinsson sagði alltaf að það yrði að VANDA SIG svo ekkert ætti eftir að koma á óvart.  Í það minnsta er ekki hægt að sú vandaða vinna sést ekki í þessu plaggi (kannski er þetta í einhverju lokuðu plaggi, sem verður opnað eftir 50 ár?).  Það kom sérstakleg á óvart að EKKERT skyldi vera fjallað um fjárhagsstöðu borgarinnar.  Með öðrum orðum sagt, þá er þessi "meirihlutasáttmáli" MJÖG almennur og ekkert þarna sem hönd er á festandi...... 


mbl.is „Framsóknarlegt að vilja bara borgarstjórastólinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

REYKVÍKINGAR FLAGGA Í HÁLFA STÖNG Í DAG.............

Og Framsókn skrifar undir "dánarvottorð" sitt.  Það sem er sorglegast við þetta er að kjósendur í Reykjavík trúði blaðrinu í Einari Þorsteinssyni, þegar hann boðaði BREYTINGAR í Reykjavík, en svo kom bara annað í ljós.  BREYTINGARNAR HANS FÓLUST Í ÞVÍ AÐ REISA VIÐ FALLINN "MEIRIHLUTA".  Hvernig skyldi hann sofa eða ætli hann fái nokkurn svefnfrið fyrir hlátrinum í Degi B. Eggertssyni?????????


mbl.is Meirihlutasamningur BSPC í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG ENN ER MAÐURINN AÐ REYNA AÐ "RÉTTLÆTA" SVIKIN FYRIR KJÓSENDUM

En heldur maðurinn virkilega að hann sé að fara að vilja kjósenda með þessu athæfi sínu? Hafa Framsóknarmenn ekkert fundað um þessi mál og spáð í þær afleyðingar sem þessi svik geta valdið flokknum?  Hefur Einar Þorsteinsson þá burði að hann geti staðið gegn Degi B. og klækjunum sem hann býr yfir?  Það verður að taka tillit til þess að Dagur B. hefur áratuga reynslu af klækjum og undirferli í stjórnmálum og það verður lítið mál fyrir hann að "fjarstýra" manni sem er algjörlega rennandi blautur á bak við eyru og hefur ekki neina reynslu á stjórnmálasviðinu og lifir bara á þeirri blekkingu að hann sé "stjórnmálafræðingur" en er ekki meðvitaður um að menn læra ekki allt af bókum......


mbl.is „Erum áfram að tala í gegnum málin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

PÓLITÍSKA "SJÁLFSMORÐIÐ" AÐ SKÝRAST.....

Eða er það bara svo "fastmótað" í DNA Framsóknarflokksins að það verði að fara á svig við vilja kjósenda??????


mbl.is Ræða stóru málin í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SKILJANLEGT, ÞAR SEM MEIRIHLUTINN HÉLT ÞÓ Í REYKJANESBÆ.....

Og var engin þörf á að stofna eitthvað "þrjóskubandalag" og beita fyrir sig einhverjum "klækjum" til þess að vera áfram við völd......


mbl.is Framsókn ræðir við S og Y, ekki D
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"PATTSTAÐA" Í REYKJAVÍK...........

Þannig að með þessu útspili Dags B. og liðsins sem skipaði fyrri "meirihluta" í Reykjavík, þá er verið að setja Einar Þorsteinsson í þá stöðu að ann "verði" að fremja pólitískt sjálfsmorð, með því að "neyða" hann til samstarfs við þau.  En nú er sko sannarlega farið að reyna á hvort Sanna Magdalena Mörtudóttir er með bein í nefinu og þrátt fyrir það að hún hafi gefið það út að hún myndi hvorki vinna með Sjálfstæðisflokknum eða Viðreisn, þá er það orðið ljóst, eftir "nýjustu sviptingarnar" í meirihlutamálunum í borgini, þá er komin upp sú staða AÐ HÚN VERÐUR ANNAÐHVORT AÐ VINNA MEÐ SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM EÐA VIÐREISN?  Hvor kosturinn skyldi verða ofaná hjá henni???


mbl.is Framsókn geti kallað fram breytingar í bandalaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SAMI "MEIRIHLUTI" = ÁFRAMHALD Á FÓLKSFLÓTTA ÚR REYKJAVÍK.......

Ætlar fólk virkilega að kjósa þetta yfir sig aftur?  Verði það svo þá er ég alveg hættur að vorkenna Reykvíkingum,því þeir fá bara í hausinn akkúrat það sem þeir vilja sjálfir.  Það er alveg stórkostlegt að hugsa til þess að "LANDRÁÐAFYLKINGIN" lagði mikið á sig til þess að Landspítali Háskólasjúkrahús yrði reist á umferðareyju á Hringbrautinni og ein helstu rökin fyrir því var NÁLÆGÐIN við Reykjavíkurflugvöll.  Svo þegar það staðsetning var í höfn, þá fara Dagur og félagar að vinna að því að flugvöllurinn verði annars staðar ÞÁ ALLT Í EINU SKIPTI NÁLÆGÐIN VIÐ LANDSPÍTALANN ENGU EINASTA MÁLI?  En landsmenn eru fljótir að gleyma og menn virðast komast upp með það endalaust að troða "kosningaloforðum" og oft á tíðum eru sömu kosningaloforðin ENDURNÝTT kjörtímabil eftir kjörtímabil og menn eru svo heiladauðir að þeir kjósa þessa sömu "LOFORÐAKÓNGA/DROTTNINGAR" með bros á vör kjörtímabil eftir kjörtímabil.... 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn í borginni skreppur saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband