"KLAUSTURMÁLIÐ" FRÁ ÖÐRU SJÓNARHORNI

Það er kannski eins og að bera vatn í bakkafullan lækinn að vera að fjalla meira um þennan "farsa", sem Klausturmálið er orðið að.  Viss öfl í landinu eru búin að hafa þjóðina að algjörum fíflum í þessu máli og lágkúran varð svo algjör þegar Borgarleikhúsið stóð fyrir "leiklestri" um málið.  Það hefur hvergi komið fram hvar leikhúsið fékk gögn til að vinna með varðandi þetta mál?  Allt sem sagt hefur verið um tilurð þessa máls, er svo með ólíkindum að allt hugsandi fólk hlýtur að stoppa við og spyrja ýmissa spurninga.  T.d sagði Bára Halldórsdóttir í upphafi, þegar hún viðurkenndi að hafa tekið þetta upp og komið til fjölmiðla, að hún hafi verið að bíða eftir fólki (ekki var hægt að skilja annað en að um ferðamenn hefði verið að ræða.  Hún hafði meðferðis einhverja ferðabæklinga).  En eitthvað hefur þetta fólk, sem hún var að "bíða eftir", verið óstundvíst eða kannski hefur það bara ekki verið til því allt í einu hafði hún nægan tíma til að taka upp samtal þingmannanna, sem hún sagðist ekki hafa þekkt nema jú Sigmund Davíð.   Hún var þarna í á FJÓRÐU KLUKKUSTUND að taka upp og aldrei kom fólkið sem hún var að "bíða eftir".  Þá er það afraksturinn, þetta fór beinustu leið á "STUNDARBRJÁLÆÐIÐ", sem sá um að "búta" upptökuna niður og rífa allt úr samhengi og "matreiða" allt ofan í lesendur.  Aðrir fjölmiðlar stukku líka strax á vagninn og einhvern veginn hefur maður það á tilfinningunni að þessi þriggja og hálfs tíma upptaka hafi orðið mun lengri í meðförum STUNDARFÓLKS. Skyldi eitthvað breytast ef fólk fengi að heyra upphaflegu upptökuna???

EN HVERT VAR EIGINLEGA UPPHAFIÐ AÐ ÞESSU MÁLI?  Það er nokkuð sem þarfnast rannsóknar.  Mín kenning er sú að Jóhannes Kr. Kristjánsson og "STUNDARBRJÁLÆÐIÐ" standi á bak við heila málið.  Jóhannes Kr. getur ekki látið sjá sig opinberlega, því hann er orðinn það þekktur.  Það hafa verið skipulagðar "vaktir" á þessum bar, því það var vitað að hann var mikið sóttur af þingmönnum. Þetta er ekki í fyrsta og eina skipið, sem þessir aðilar reyna að hafa áhrif á stjórn landsins og SPURNINGIN ER SÚ HVORT ÞESSIR FJÖLMIÐLAR (STUNDIN OG REYKJAVIK MEDIA) SÉU EKKI AÐ MISSKILJA HLUTVERK FJÖLMIÐLA ALLHRAPPALEGA, ÞEIRRA HLUTVERK ER AÐ SEGJA FRÉTTIR - EKKI AÐ BÚA ÞÆR TIL OG ÁKVEÐA HVAÐ EIGI ERINDI TIL ALMENNINGS OG HVAÐ EKKI.

 


mbl.is „Mikilvægt“ að tryggja tilvist myndefnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband