GAMALL BITUR "LAUMUKRATI"....

Var að horfa á viðræðuþátt á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, þar sem sósíaldemókratinn Jón Baldvin Hannibalsson og "laumukratinn" Þorsteinn Pálsson, létu ljós sitt skína.  Að venju var Jón Baldvin hress og skemmtilegur og tókst honum bara ágætlega upp við að færa málefni dagsins og þá aðallega pólitíkina, í skemmtilegan búning.  En þegar kom að málefnum ESB og þá aðallega BREXIT, varð málatilbúnaðurinn í hæsta lagi hlægilegur en þó oftast aumkunarverður.  En eins og svo oft áður þá var Þorsteinn Pálsson þannig að það "láku" af honum leiðindin og greinilegt að hann er ekki en búinn að jafna sig á því að honum var HAFNAÐ af Sjálfstæðisflokknum.  Þetta sást best á því að hann þóttist hafa lesið það út úr einhverjum Landsfundarsamþykktum flokksins, "AÐ DRAGA SAMAN FRAMLÖG TIL VELFERÐARMÁLA UM 20%.  Ég var búinn að fara yfir Landsfundarsamþykktir flokksins og sá þetta hvergi.  Hann hlýtur að hafa verið að lesa Landsfundarsamþykktir Viðreisnar.  Og annað sem frá honum kom undirstrikaði hversu gamall og bitur hann er.  Og þegar hann fór að tala um ESB fór hann alveg með það......


OG HARMA ÞANN DAUÐA EKKI ÝKJA MARGIR ÞEGAR UPP ER STAÐIÐ.......

Enda þetta frumvarp einhver sú almesta þvæla sem nokkrum hefur dottið i hug að senda frá sér.  Það heyrir til mikillar undantekningar ef 16 ára krakki hefur myndað með sér einverja sjálfstæða pólitíska skoðun, á þessum aldri eru þau upptekin af allt öðrum og mun skemmtilegri málum og sem þau álíta mun mikilvægari.  Ef þetta frumvarp hefði náð fram að ganga, hefði það orðið til þess að sá flokkur sem hefði sett það á stefnuskrá sína "HALAÐ INN 6.000 - 8.000 (sem er um það bil sá fjöldi sem hefði komið nýr inn á kjörskrá) ATKVÆÐUM OG ÞANNIG FENGIÐ NOKKRA FULLTRÚA INN Í NOKKRA SVEITASTJÓRNIR.  Hver væri svo ávinningurinn??????  Andrés Ingi heldur því fram að stuðningurinn við þetta hafi verið ÞVERT Á FLOKKA, það var vissulega rétt að einhverju leiti. En var ekki stuðningurinn þetta mikil vegna þess að málið var líklegt til vinsælda að mati einhverra þingmanna???  Þá komum við að öðru atriði.  MÁ BÚAST VIÐ FLEIRUM SVONA "VINSÆLDAFRUMVÖRPUM, SEM FÁ STUÐNING VEGNA HUGSANLEGRA VINSÆLDA"????????


mbl.is Frumvarpið í raun dautt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband