DÆMIGERT FYRIR "FRÉTTAFLUTNINGINN" AF SVÆÐINU..........

Er ekki tími til kominn að menn fari að spyrja rökréttra spurninga varðandi þessi "friðsamlegu mótmæli" Palestínumanna??  Sem dæmi má nefna HVAÐ ER ÁTTA MÁNAÐA BARN AÐ GERA Á SVÆÐINU?  Svo var ég að lesa grein eftir Svein Rúnar Hauksson, í Morgunblaðinu í morgun, en þar fer hann með hverja rangfærsluna á fætur annarri í þeim tilgangi að "fegra" aðgerðir Palestínumanna á svæðinu.  En þar segir hann meðal annars: "VIÐBRÖGÐ ÍSRAELSSTJÓRNAR VORU AÐ GEFA 100 LEYNISKYTTUM ÍSRAELSHERS FRJÁLST SKOTLEYFI Á ÓVOPNAÐA MÓTMÆLENDUR." Eru grjót og bensínsprengjur ekki vopn?  Í það minnsta er þessu beitt sem vopnum.  Þá varð mér á að hlusta á Óðinn Jónsson í morgunútvarpinu á Rás 1 þar sem hann sagði meðal annars " OG ÍSRAELSHER ER AÐ SKJÓTA Á FÓLK SEM ER AÐ NÝTA SÉR RÉTT SINN TIL AРMÓTMÆLA Á "FRIÐSAMAN HÁTT".  Ég verð að segja eins og er að ég hef aldrei séð neitt FRIÐSAMLEGT við mótmæli Palestínumanna.......


mbl.is Táragasið drap ungbarn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband