ÞAÐ ER FYRST OG FREMST VINNUUMHVERFI KENNARA SEM ÞARF AÐ LAGA

Og af því leiðir að það verður að fjölga kennurum.  Að einn kennari skuli vera með 20-30 manna bekk og í þessum bekk eru kannski 20% börn af erlendum uppruna, sem eru engan vegin í stakk búin til þess að takast á við tungumálið, svo eru kannski önnur 20% eða jafnvel fleiri sem þurfa sérstaka athygli vegna námsörðugleika, 50% geta nokkurn veginn fylgst með og skila ásættanlegum árangri en svo eru 10% sem eru svokallaðir afburðanemendur og eru skotfljót að gera það sem fyrir þau er lagt.  Og þegar skólaárið er tæplega hálfnað eru þau búin að afgreiða námsefni skólaársins og hundleiðist bara það sem eftir er vetrar.  ÞAÐ SEM VANTAR ER SKÓLI MEÐ AÐGREININGU.  Eftir að þessi "einsetning" skólanna var tekin í gagnið, standa skólabyggingarnar að mestu auðar megnið af deginum.  Ef menn eiga þangað eitthvert erindi er ekki nokkur kjaftur þar eftir klukkan 14:00 á daginn. Ef vinnuumhverfið hjá kennurum yrði lagað þá væru launin allt í lagi eins og þau eru.............


mbl.is Skora á borgaryfirvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband