Föstudagsgrín

Svo var það tígrisdýrið sem vaknaði einn morguninn og leið svona ASSGOTI vel.  Hvað um það, svo fór hann á morgungönguna sína og sá þar lítinn apa.  Tígri króaði apann af og öskraði á hann: “HVER ER STÆRSTUR OG STERKASTUR HÉR Í SKÓGINUM?    Aumingja litli apinn nötraði og skalf af hræðslu og svaraði: “þú, að sjálfsögðu, enginn er sterkari en þú”Skömmu síðar síðar þá króaði Tígri af lítið dádýr og öskraði á það: “HVER ER FLOTTASTUR OG STERKASTUR HÉR Í SKÓGINUM?”  Litla dádýrið nötraði og skalf af hræðslu og gat varla andað en það stamaði: “Ó, stóri tígri, þú ert flottastur allra í skóginum”.Tígra var nú farið að líða MJÖG vel og þar sem honum var nú farið að ganga virkilega vel þá rölti hann upp að fíl, sem var að narta í laufblöð og öskraði: “HVER ER STÆRSTUR ALLRA DÝRA HÉR Í SKÓGINUM?”  Nú jæja, fíllinn tók Tígra upp með rananum, lamdi honum utan í tré, hristi hann svo sundur og saman og endaði á því að henda honum upp í tré þar rétt hjá.  Tígri dröslaðist á fætur, leit til fílsins og sagði: “Það er nú óþarfi að brjálast svona þó svo að þú vitir ekki svarið”.


Bloggfærslur 27. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband