ÍSLENSKA OG ÚTLENDINGAR BÚSETTIR HÉR Á LANDI...

Nú get ég ekki lengur haldið aftur af mér.  Nokkuð oft kemur fyrir að það eru viðtöl í sjónvarpi, bæði á RUV og á Stöð2, nánast undantekningarlaust fara þessi viðtöl fram á ENSKU.  Ekki er langt síðan að ég horfði á viðtal við mann sem hafði búið hér á landi í yfir 20 ár og þar að auki var hann kvæntur Íslenskri konu en viðtalið við hann fór fram á "ENSKU".  Þetta er að sjálfsögðu fjölmiðlunum að kenna, þessir aðilar fá þann valkost að talað sé við þá á ensku og að sjálfsögðu taka þeir því opnum örmum.  Nú geri ég töluvert af því að horfa á fréttirnar í Norska sjónvarpinu (NRK) og þar eru ALLTAF viðtöl við þá sem eru útlendingar og búsettir í Noregi, Á NORSKU og ef þeir tala mjög "bjagaða" Norsku ÞÁ ER VIÐTALIÐ BARA TEXTAÐ.  ER EITTHVAÐ ÞVÍ TIL FYRIRSTÖÐU AÐ ÞESSI VINNUBRÖGÐ SÉU TEKIN UPP HÉR Á LANDI???????


Föstudagsgrín

Kennari var að kenna líffræði og hvernig blóðið ferðast um líkamann.  Hann reyndi að útskýra efnið og sagði að ef hann stæði á haus myndi blóðið renna í hausinn á honum og hann yrði rauður í framan  Þá spurði hann bekkinn, „ En af hverju verða þá ekki lappirnar ekki rauðar þegar ég stend í lappirnar?“  „ Nú það er vegna þess að lappirnar á þér eru ekki tómar eins og hausinn“, svaraði einn nemandinn.....


Bloggfærslur 4. október 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband