ÞETTA OG OF MIKILL FARÞEGAFJÖLDI HEFUR VERIÐ STÓRT VANDAMÁL Í "HVALASKOÐUNARBRANSANUM" FRÁ UPPHAFI

En það hefur ekki mátt minnast á þetta.  Ég hef oft fylgst með ýmsum hvalaskoðunarbátum fara úr höfn og oft á tíðum hefur fólkið verið eins og síld í tunnu og ekki möguleiki að koma einum einasta manni í viðbót um borð.  Báturinn er svo "svagur" með allt þetta fólk um borð, þegar öll þessi þyngsli eru kominn fyrir ofan sjólínu er nokkuð augljóst að þyngdarpunkturinn er kominn ansi ofarlega (jafnvel lengst upp í mastur).  Þá er komið að alvarlegasta hlutnum; ER TIL BJÖRGUNARBÚNAÐUR FYRIR ALLA UM BORÐ EF EITTHVAÐ KEMUR UPPÁ???  Eins og segir í meðfylgjandi frétt. þá hafði báturinn leyfi fyrir 12 farþegum en var með 27.  Semsagt hafa sennilega eingöngu verið 12 flotgallar um borð.  Hvað hefðu þeir 15 sem voru eftir átt að gera??????  Það er full ástæða til að taka hart á þessum málum því slysin gera sjaldan boð á undan sér.................


mbl.is Fór ítrekað yfir leyfilegt farsvið sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MERKILEGT HVAÐ ÞETTA "ÖFGA VINSTRA LIÐ" FÆR Í GEGN MEÐ HÁVAÐA OG LÁTUM

Og um leið er það svo skyni skroppið að það skaðar sjálft sig mest í látunum.  Þegar þingið kom saman eftir síðustu Alþingiskosningar, var stjórnarandstöðunni "úthlutað" formennsku í þremur fastanefndum þingsins.  Nú hefur þessu "Öfga Vinstra Liði" tekist að glutra formennsku í einni af þessum nefndum til stjórnarflokkanna og þegar þetta er einu sinni komið þá getur þetta lið verið alveg visst um að það verða ekki neinar breytingar þar fyrr en eftir næst Alþingiskosningar.  Og nú verður stjórnarandstaðan að bíta í það súra epli að hafa formennsku í tveimur fastanefndum þingsins.  TIL HAMINGJU MEÐ UPPHLAUPIÐ OG ÁRANGURINN........


mbl.is Bergþór lætur af formennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband