ÞAÐ ER EKKI EIN BÁRAN STÖK VARÐANDI ÞETTA LANDEYJAHAFNARÆVINTÝRI

Allt þetta mál með "nýja Herjólf" er svo með ólíkindum, að skoði maður þetta frá upphafi til enda, þá er þetta eins og mögnuð lygasaga.  Í skáldsögu gæti svona vitleysa aldrei gerst.  Fyrir það fyrsta var höfninni KLÚÐRAÐ strax í upphafi en ENGINN hefur viðurkennt það og að sjálfsögðu ber ENGINN ábyrgð á því.  Það er búið að vera að KLÚÐRA ferjunni ALLAN smíðatímann og líka áður.  Það er náttúrlega alveg með ólíkindum að það hefur verið á HANNA "nýja Herjólf" ALLAN smíðatímann og auðvitað hefur þetta áhrif á siglingahæfni skipsins og auðvitað hefur þetta áhrif á smíðaverðið. Halda menn virkilega að svona vitleysa sé ókeypis, halda menn virkilega að menn komist upp með að borga ekki fyrir breytingarnar?  Svo hef ég miklar áhyggjur af því að skipið, verði  ekki þeim eiginleikum búið að það verði "HÆFT" til að sigla milli Þorlákshafnar og Eyja á veturna, þegar verstu veðrin verða.  Kannski það sé hugsunin að nota "gamla Herjólf" þá? Og alltaf verðu þetta Landeyja-KLÚÐUR stærra og stærra.................


mbl.is Innkölluðu bankaábyrgðir vegna Herjólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband