SNEYPUFÖR ÓÞROSKAÐRA UNGLINGA - ÁBYRGÐIN ER HJÁ RÚV......

Og "fararstjóri" hópsins virðist vera á svipuðu þroskastigi og þessir krakkahálfvitar svo það var kannski ekki við miklu að búast.  Þessari uppákomu má að mestu skrifast á RÚV sjálft, vegna einhliða og "brenglaðs" fréttaflutnings af átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs og auðvitað gleypa þessi óþroskuðu krakkar þetta alveg hugsunarlaust.  Einhvern tíma var það til siðs að sýna gestgjöfunum virðingu en eitthvað hefur klikkað í uppeldinu hjá þessu liði...


mbl.is „Þetta voru mistök“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER ÞÁ EKKI ORÐIÐ FULLREYNT MEÐ AÐ SENDA SVONA "LISTRÆN" ATRIÐI Í SÖNGVAKEPPNINA?????

Íslendingar hafa hingað til sent TVÖ atriði í söngvakeppnina, sem áttu að hafa einhvern boðskap (sem enginn nema viðkomandi "listamenn" gátu fundið út hver væri en allir léku með, minnir svolítið á visst ævintýri eftir H.C.Andersen), svo áttu þessi atriði að vera eitthvað fyndin en voru svo bara hlægileg þegar upp var staðið.  Ég hélt að Íslendingar hefðu lært eitthvað þegar Sylvía Nótt fór út.  En það virðist ekki vera, nú voru valdir viðlíka "apakettir" (ég bið apakettina afsökunar á þessari samlíkingu), sem urðu landi og þjóð til skammar með framkomu sinni og ömurlegum tilburðum og eins og fram kemur í fréttinni, sem bloggað er við, er ekki vitað hverjar afleiðingarnar verða eða hvort þær verða einhverjar núna þegar þetta er skrifað.  Svo væri ekki úr vegi að foreldrar tækju símana af krökkum yngri en 16 ára, þegar verið er að velja framlag landsins í Eurovision, þannig væri hægt að koma í veg fyrir svona "slys" í framtíðinni...........


mbl.is Jon Ola Sand talaði strax við Felix
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband