ÞETTA ÆTTI AÐ VERÐA TIL ÞESS AÐ EINHVERJIR FARI AÐ HUGSA SINN GANG

Segir þetta ekki nokkuð mikið um "orku(jóla)pakkana" frá ESB?  Dettur engum í hug að skoða orkupakka fjögur í samhengi við orkupakka þrjú?  Í orkupakka fjögur er fyrirvari Utanríkisraðherra, sleginn út af borðinu í einum vettvangi og ætla menn samt að styðja þingsályktunartillöguna um orkupakka þrjú?  Eftir því sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu, þá var þessi fyrirvari forsenda þess að þeir studdu málið.  Skyldi vera einhver önnur forsenda fyrir stuðningnum???????????


mbl.is Úrsögn vegna 3. orkupakkans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Þegar hinn eini sanni skörungur Halldóra Bjarnadóttir varð 100 ára, kom til hennar fréttamaður útvarps og tók við hana viðtal.  Það kom fréttamanninum verulega á óvart hvað hin aldna kona var vel að sér um allt sem var að gerast í þjóðfélaginu og fannst honum að margir henni yngri mættu vera ánægðir með að búa yfir hennar andlegu heilsu.  Fréttamaðurinn endaði viðtalið við hana á þeim orðum að hann ætlaði að koma til hennar í heimsókn þegar hún yrði 150 ára. 

Þá varð þögn í smá stund en svo sagði hún: "Hu, þú verður löngu dauður".


Bloggfærslur 19. júlí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband