NÝTT "DULNEFNI" Á ÞVÍ AÐ VERA BETRI.............................

Heiner Brand er þekktur fyrir það að viðurkenna ALDREI að andstæðingurinn sé betri, þetta er það næsta sem hann hefur komist í því.  Á móti er hægt að segja að Íslenska liðið átti tvo alveg skelfilega kafla í leiknum en þeim tókst að vinna sig út úr þeim köflum og eiga þeir heiður skilinn fyrir það.  Vonandi gengur "strákunum okkar" betur í dag og það komi enginn "slæmur kafli" í leik þeirra.
mbl.is Brand: Íslendingar voru klókari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þeir sýndu mikinn karakter en alls engan stórleik, en þeir gerðu nóg. Þeir geta gert mun betur. Það verður gaman að fylgjast með leiknum á eftir.

Guðmundur Pétursson, 10.1.2010 kl. 13:04

2 identicon

Komið þið sælir,

 Vitið þið hvar hægt er að horfa á leikinn? Ég fæ ekki séð á ruv.is að ríkissjónvarpið ætli að sýna leikinn.

Tinna F (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 13:16

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, þetta er alveg rétt, því ef þeir hefðu sýnt einhvern stórleik hefðu Þjóðverjarnir litið MJÖG illa út.

Jóhann Elíasson, 10.1.2010 kl. 13:18

4 identicon

Gerðu það fyrir okkur hin að hætta að nota caps lock í fyrirsagnirnar þínar. Þú veist alveg að þú gerir þetta í von um að fá kannski 4 fleiri heimsóknir á dag, en í sannleika sagt gerir þetta litla "trikk" þitt þér meira illt en gott.

Ég hef því safnað saman um 60 þúsund undirskriftum þar sem skorað er á þig Jóhann Elíasson að hætta að nota caps lock í fyrirsagnir á annars mjög innihaldsríkum bloggum þínum.

Möguleiki er að fara með málið í þjóðaratkvæðagreiðslu og setja síðan lögbann á caps lock takkann þinn ef meirihluti fæst fyrir því.

En það þarf ekki að koma til þess, mundu að less is more. Notaðu takkann í hófi og enginn mun særast.

Fyrir hönd íslensku þjóðarinnar

Einar Sigurfinnsson

Einar (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 13:40

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er venjan að afhenda þær undirskriftir sem er safnað, Einar.

Jóhann Elíasson, 10.1.2010 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband