ÞETTA HEFUR VERIÐ LJÓST Í LANGAN TÍMA................

Allir sem eitthvað fylgjast með hefur verið ljóst að ágreiningur er innan VINSTRI GLUNDROÐA og hefur verið lengi.  En eitt verður að viðurkennast "að það er kraftaverki líkast að Steingrími Júdasi skuli hafa tekist að halda þessu ósamstíga liði saman hingað til".  En allt tekur enda því það er ekki hægt að kynda endalaust undir pottinum án þess að suðan komi upp.  Spurningin er verður út úr þessu til "annar"flokkur og getur það verið rétt að Steingrímur Júdas og Co séu á leið yfir í LANDRÁÐAFYLKINGUNA, en þar er eins og allir vita enginn forystumaður í sjónmáli (Nú verður Dagur fúll).  Heilög Jóhanna orðin gömul og þreytt það er haft fyrir satt að hún hafi viljað hætta fyrir síðustu kosningar (sem hún hefði betur gert því þá hefðu pólitísk eftirmæli hennar orðið önnur) en hún hafi látið undan miklum þrýstingi sá þrýstingur verði  ekki svo mikill núna.  Sagt er að Steingrímur Júdas verði kynntur sem nýr formaður Landráðafylkingarinnar.  Kannski má færa rök fyrir því að þá væri Steingrímur einungis að "koma heim aftur" (ætli verði slátrað kálfi hjá landráðafylkingunni?).  Menn hljóta að muna það hvernig VG varð til. "JÚ ÞAÐ VAR VEGNA ÞESS AÐ STEINGRÍMUR TAPAÐI FORMANNSKOSNINGU FYRIR MARGRÉTI FRÍMANNSDÓTTUR Í ALÞÝÐUBANDALAGINU GAMLA Á SÍNUM TÍMA, ÞETTA VARÐ TIL ÞESS AÐ HANN FÓR Í FÝLU OG STOFNAÐI VG.
mbl.is Djúpstæður klofningur hjá VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Ef að Steingrímur og co hefði ekki stofnað VG, þá hefði Ögmundur og hans fólk gert það. Ögmundur var jú óháður í framboði Alþýðubandalagsins 1995.

Sveinn Elías Hansson, 27.2.2010 kl. 11:18

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Svona uppnefni á fólki gera bara eitt...... gera þig að minni manni.

Anna Einarsdóttir, 27.2.2010 kl. 11:23

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hefði VG ekki verið betur stt með Ögmund við stjórnvölinn????

Jóhann Elíasson, 27.2.2010 kl. 11:24

4 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Jú ef að Vg hefði hlustað á hann, en ekki samfylkinguna.

Sveinn Elías Hansson, 27.2.2010 kl. 12:11

5 Smámynd: Rafn Gíslason

Jóhann þessi ágreiningur í VG stendur ekki um persónu SJS heldur hvernig forustan með hann í fararbroddi hefur farið með stefnu flokksins og kosningaloforð í mörgum málum í þessari ríkisstjórn. Það var alltaf mikil ágreiningur innan flokksins að gefa svona eftir í ESB málinu og ég er þess fullviss að flokks men voru blekktir í því máli til að ná saman starfshæfri ríkisstjórn vinstrimanna, sem reyndist þó borin von allt frá upphafi. Þegar forusta VG og þeir þingmenn sem ákváðu að veita ESB aðildinni brautagengi þrátt fyrir hávær áköll frá flokksmönum því í skoðanakönunum þá var 70% félagsmanna á móti því, Þá var hanskanum kastað og strax ljóst að mikil ágreiningur var til staðar um hvert skildi haldið í þessu samstarfi. Það hefur svo komið í ljós að ágreiningur innan þinghópsins er djúpstæðari en svo að hann verði lagfærður meðan þessi stjórn lifir og er með þessa stefnu í ESB málinu. Velji SJS að fara til Samfylkingarinnar eftir allt sem undan er gengið þá mun engin í VG sakna hans, en ég held að Steingrímur viti sem er að þar kærir sig engin um hann og ég hef meiri trú á að hann hætti frekar í pólitík.

Rafn Gíslason, 27.2.2010 kl. 14:09

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi ágreiningur innan VG stóð kannski ekki um persónu Steingríms í upphafi, þar er ég alveg sammála þér Rafn, en með verkum sínum undanfarið hefur hann persónugert þennan ágreining.  Ég vil þakka þér MJÖG SVO góðar athugasemdir og MÁLEFNALEGAR og engan þekki ég eða veit um, sem hefur verið með jafn góðar athugasemdir við pólitískar bloggfærslur mínar og þú hefur verið með.  Hafðu bestu þakkir fyrir.

Jóhann Elíasson, 27.2.2010 kl. 14:24

7 Smámynd: Rafn Gíslason

Þakka þér fyrir þessi góðu orð í minn garð Jóhann enda hefur alltaf verið gaman að skiptast á skoðunum við þig.

Allur sá ágreiningur sem hefur komið upp hjá VG eftir ESB malið var afgreitt á rætur sínar að rekja til þess. Forustan hefur viljað fórna miklu til að halda þessari vinstri stjórn saman og er ég því andvígur eins og þú veist. Það er ekki réttlætanlegt að fórna einu af sínum stærstu málum fyrir slíka stjórn er meira og minna óstarfhæf og hefur það komið berlega í ljós hjá VG.

Rafn Gíslason, 27.2.2010 kl. 14:44

8 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Sammála Rafni.

Sveinn Elías Hansson, 27.2.2010 kl. 21:03

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi greining á vandamáli VG held ég að allir geti skrifað uppá, enda þekkir þú málið mjög vel.

Jóhann Elíasson, 27.2.2010 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband