....OG HVAÐ SVO??????

Alveg er þetta dæmigert fyrir málflutning LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR.  Heilög Jóhanna og hennar lið, hefur (loksins) uppgötvað að stór hluti þjóðarinnar er andvígur núverandi fisveiðistjórnunarkerfi, þá er SAGT að "kerfið" eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu og hvað á svo að GERA að þjóðaratkvæðagreiðslunni lokinni??  Kannski það sama og eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Ices(L)ave EKKI NEITT????  Hentar kvótakerfið betur til þjóðaratkvæðagreiðslu en Ices(L)ave-lögin???  Ég er alfarið á MÓTI núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi en að mínu áliti er hinn svokallaða fyrningarleið EKKI til úrbóta nema síður sé.  Þetta útspil er ekkert annað en innantóm froða, sem hefur því miður einkennt málflutning Heilagrar Jóhönnu og viðhengja hennar, alveg frá því að kosningabaráttan fyrir kosningarnar 25 apríl voru og eins og fólki er kunnugt voru úrslit þeirra kosninga mikill harmleikur og verður þjóðin mörg ár að jafna sig eftir afleiðingar þeirra.  Vonandi er þessu "ríkisstjórnarsamstarfi" alveg að ljúka og okkur beri þá gæfa til að hér verði skipuð UTANÞINGSSTJÓRN í framhaldi af því verði passað upp á það að allir alþingismenn verði inni í þinghúsinu og það verði INNSIGLAÐ svo enginn fari þaðan út og þjóðin fái FRIÐ fyrir þessum vitleysingum í einhvern tíma.  Þeir geta haldið áfram í sínum "sandkassaleik" án þess að valda þjóðinni miklum skaða.  Svo væri kannski hægt að gera ferð frá mæðrastyrksnefnd einu sinni í mánuði og henda mat inn til þeirra.
mbl.is Samfylkingin vill þjóðaratkvæði um fiskveiðistjórnunarkerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta eru óþarflega hvatvísleg viðbrögð Jóhann og ef þau ná að breiðast út þá hafa efni til efni til væntinga um tímamót í mesta réttlætismáli þessarar þjóðar verið eyðilögð.

Við megum ekki láta pólitíska óvild skekkja fyrir okkur skynsemina og afstöðu til raunveruleikans. LÍÚ  hirðin er komin í hræðsluáróður og óttinn er bundinn við það að hverjar breytingar sem kynnu að verða framkvæmdar eru fyrsta skref að fullum ósigri.

Nú ber öllum þeim sem krafist hafa afnámi þessa þrælahalds LÍÚ að fagna þessari ræðu og láta Jóhönnu forsætisráðherra finna það að þeir ætlist til þess að þessari ræðu verði fylgt eftir í verki.

Ef LÍÚ nær vopnum sínum á ný með einhverri undankomuleið þá hefur mikið slys orðið og hver sá sem leggur hönd að því slysi má finna til mikillar sektar þegar tímar líða fram.

Ég vil leggja það til að nú verði gengin heiðursfylking að heimili Jóhönnu Sig. og líka að heimili Ólínu Þorvarðardóttur. Þar verði þeim fluttar þakkaræður og blóm afhent. 

Árni Gunnarsson, 28.3.2010 kl. 14:56

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

afsökunar beiðst á innsláttarvillum í hita færslunnar!

Árni Gunnarsson, 28.3.2010 kl. 14:57

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er nú ekki mikill Íslenskumaður og kannski þess vegna sem ég fann engar innsláttarvillur og hvort eð er hefði ég ekki kippt mér upp við einhverjar.  Pistill þinn var mjög góður, enda ekki við öðru að búast frá þér, en ég vil ekki viðurkenna að pólitísk óvild liggi að baki pistli mínum, þarna er ég bara að segja mína skoðun á hlutunum, það má vel vera að ég sé ekki nógu og góður í að fara milli skers og báru en ég vona að það lagist með tímanum.

Jóhann Elíasson, 28.3.2010 kl. 15:16

4 identicon

Ladu Gaga vill að vil í þjóðaratkvæðagreiðslu gerum það sem hún gæti aldrei gert sjálf.

Rænt okkur í dagsbirtu.

Óskar G (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 16:30

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þakka þér góð orð til mín. Við verðun nú samt líklega báðir að viðurkenna að pólitískur hlýhugur okkar í garð Samf. og Jóhönnu er nú á köflum nokkuð blendinn

Fer ég ekki rétt með það?

Árni Gunnarsson, 28.3.2010 kl. 17:56

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú jú Árni þetta er alveg rétt hjá þér.

Jóhann Elíasson, 28.3.2010 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband