20 MÍLUR - ER EKKI VERIÐ AÐ GRÍNAST??????

Ekki þarf nú að fara langt til þess að fara út fyrir 20 mílurnar.  Það gefur auga leið að svo til ALLUR togarafloti landsmanna og STÓR HLUTIannarra fiskiskipa stundar veiðar utan þessara marka.  Það tók MÖRG ÁR að fá hingað til lands stóra og öfluga björgunarþyrlu og eftir að Bandaríski herinn fór með þyrlurnar af Miðnesheiðinni, hefur ekki verið hægt að sækja mikið slasaða menn t.d á Reykjaneshrygg.  En nú eru fjárframlögin til LHG alltaf að lækka og Gæslan verður að draga saman og alltaf verður niðurstaðan sú að þjónusta til sjómanna er dregin saman.  Hversu lengi ætla sjómenn að láta bjóða sér þetta og hvernig stendur á því að sjómannaforystan lætur ekkert í sér heyra um þessi mál?
mbl.is Skipstjórum hrýs hugur við úthafinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Það verður að stokka upp flugrekstur gæslunnar.

Hún stendur í umferðareftirliti og allskonar verkefnum tengdum við land, sem hefur ekkert með landhelgisgæsluna að gera.

Einar Örn Einarsson, 29.4.2010 kl. 13:09

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Algjörlega sammála þér Einar.  Gæslan þarf að fara að finna sig, einhvers staðar hefur það farið upp fyrir hvert hlutverk hennar er.  Hún er ekki til að "skutla" ráðherrum og öðrum fyrirmennum á milli staða og fara með þá í útsýnisflug, það virðast vera til nægir peningar í svoleiðis lagað.

Jóhann Elíasson, 29.4.2010 kl. 13:32

3 identicon

Sjómenn SIGLIÐ Í LAND OG LÁTUM ÞESAR HELVÍTIS HÓRUR VITA HVERJIR HALDA ÞESSU ÞJÓÐFÉLAGI Á FLOTI

EKKI GERIR PUNGHÓRAN ÞAÐ EÐA HITT DRULLUPAKKIР ÉG STIÐ YKKUR  HEILSHUGAR

Björn Karl Þórðarson (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 20:53

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvenig væri að þeir fengju eitthvað af því sem sett er í þykistuleikinn þjóðkirkjuna. Það er þrisvar sinnu meira en gæslan hefur til umráða.  Þetta er alveg stjörnugalið að slíkt teljist bara allt í lagi á 21 öldinni.  Við höldum úti 110 prestum á meðan sýslumönnum er t.d. fækkað úr 24 í 7.  Svo voru prelátarnir að kvarta um að þeir hefðu ekki nóg.

Rekstur ríkisútvarpsins kostar helmingi minna, svo það má reka bæði gæsluna og Rúv-Sjónvarp fyrir sama pening. Sjá menn glóru í þessu?

Jón Steinar Ragnarsson, 30.4.2010 kl. 00:03

5 Smámynd: Árni R

Þetta er ekki fjárskorti einum um að kenna. Eitt sinn var ein þyrla til staðar hérna og hún fór út fyrir 20 sml. Málið er það að núna er LHG búið að apa upp eftir kananum frá því að hann var hérna að fara ekki út fyrir 20sml með eina þyrlu. En kaninnn gerði það vegna þess að þeirra þyrlur höfðu ekki flot ef eitthvað kæmi uppá. Allar okkar þyrlur eru með floti og þess vegna er þetta algjört kjaftæði hjá þeim þarna hjá LHG að setja einhverja öryggislínu við 20sml.

Árni R, 30.4.2010 kl. 05:45

6 identicon

Málið er þannig að flugdeild lhg þarf að hafa flugrekstrarleyfi vegna þess að þetta er borgaraleg stofnun. Til þess að hafa þetta flugrekstrarleyfi þarf að fara eftir svokölluðum JAR reglum en það er eitthvað sam evrópskt bullshit. Og þar stendur þetta víst bara svart á hvítu hvað má og hvað ekki. LHG er ekkert að setja sér einhverjar sér reglur afþví að þeir nenna ekki að fljúga langt. Hin þyrlan þarf ekki einusinni að fara í loftið ef önnur fer út fyrir 20 mílur, hún þarf bara að vera til staðar og áhöfn á vakt til þess að fljúga.

Nú Þekki ég það ekki alveg en ef gæslan væri ekki borgaraleg stofnun þyrfti hún sennilega ekki að fara eins stíft eftir þessu. En ef hún væri ekki borgaraleg þá væri ún hernaðarleg og ég er ekki viss um að margir gúdderi það hérna á klakanum enda eru Íslendingar alveg svakalega feimnir við allt sem gæti tengst her, en það er nú annað mál.

Gæslan er bara stofnun sem vinnur í umboði ráðherra og stjórnvalda þannig að ábyrgðin liggur endanlega hjá því fólki.

Krummi (IP-tala skráð) 1.5.2010 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband