"RUMPULÝÐUR"!!!!!!!!!!

Með þessu háttalagi er þetta lið bara að undirstrika það að því finnst í lagi að brjóta lög, ganga í skrokk á fólki og skemma verðmæti, ef þetta er gert í þágu einhvers "málstaðs".  Það er lítið annað að gera en taka á þessu dóti og láta svo lögin hafa sinn gang gagnvart þessum nímenningum sem ákærðir eru.  Að öðrum kosti á þessi "rumpulýður" sem kallar sig "aðgerðarsinna" bara eftir að færa sig upp á skaftið.  Hvað verður næst hjá þeim??????????


mbl.is Mikill mannfjöldi í héraðsdómi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Caps lock takkinn er aftur fastur inni á tölvunni þinni Jóhann.....og gæsalappatakkinn er eitthvað bilaður líka.

Kannski taka þau völdin og 1000 ára ríkið mun upp rísa, ég efa það vissulega en hver veit?

Hvað eyðir þú að jafnaði löngum tíma í að mynda þér skoðun á hlutunum og hvað liggur að baki? Lestu eitthvað? Er þetta allt byggt á margra ára þjálfun í rökhugsun eða einhverri afar sterkri einhliða málefnastefnu sjálfs þíns eða einhvers flokks sem lánar þér skoðanir þínar/sínar?

Er það bara að undirstrika að það vilji brjóta lög?

Ég er sko að spyrja í alvöru, ég er alls ekki að hæðast að þér eða reyna a´nokkurn hátt að gera lítið úr þér, þú gerir mig bara svo forvitinn.

Eitt í viðbót, viltu klippa á borðann þegar við í Bezta flokknum opnum fyrir ísbjarnargryfjuna í Húsdýragarðinum?

Beztu kveðjur Einvher Ágúst 13 sæti Bezta flokksins

Einhver Ágúst, 12.5.2010 kl. 14:00

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er þekkt staðreynd að ofstópamenn og rumpulýður nýtir sér friðsöm mótmæli til að fá útrás kennda sinna. Það er einnig staðreynd að aðgerðir þessa fólks skaðar alltaf málstað hinna sem eru friðsamari.

Ég óttast hinsvegar haustið, ef ekki verður komin ný stjórn, stjórn sem tekur á vandamálum heimilanna og stuðlar að raunhæfum rekstrargrundvelli fyrir fyrirtækin svo hægt verði að skaffa fólki atvinnu, mun alda mótmæla skella á okkur. Þá er hætt við að þessi rumparalýður nái sér á strik, afleiðingarnar gætu orðið hörmulegar.

Gunnar Heiðarsson, 12.5.2010 kl. 14:01

3 Smámynd: Skúli Víkingsson

Það er að vísu bannað að ráðast á Alþingi og trufla störf þess. En þarna fór fólk með hinar réttu skoðanir. Þá hlýtur að gilda eitthvað allt annað.

Skúli Víkingsson, 12.5.2010 kl. 14:04

4 identicon

Hef aldrei vitað um annan eins smáborgara og þig Jóhann. Þú ert hræddur lítill smáborgari.

Rakel (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 14:13

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Rakel, þá tek ég mér stöðu við hlið Jóhanns sem lítill smáborgari sem ekki vill una skemmdarvörgum að eyðileggja friðsöm mótmæli með eyðileggingu eigna. En við erum örugglega hvorugur hæddur, hvað þá við þig.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.5.2010 kl. 14:20

6 Smámynd: Einhver Ágúst

Ég rétti hémeð upp hönd sem einn af þeim sem var á staðnum....ef það hefur eitthvað að segja...ss varð vitni að þessum atburðum án þess að taka beinann þátt í þeim á nokkurn hátt sem handtekinn eða handtakandi.

Einhver Ágúst, 12.5.2010 kl. 14:23

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Einhver Ágúst??, ég segi þarna að þetta lið undirstriki það að því finnist í lagi að brjóta lög ekki að það vilji brjóta lög.  Á þessu tvennu er mikill munur.  Ég verð bara að segja þér að ég hef sterkar skoðanir á mörgu og tel mig alveg geta séð muninn á réttu og röngu án þess að leggjast í langar og miklar "pælingar" um viðkomandi málefni.  Svo leikur mér forvitni að vita hvort þú hafir eitthvað umboð til að úthluta verkefnum sem Bezti flokkurinn stendur fyrir????

Gunnar, ég er þér alveg sammála en að mínu mati leysir það engan vanda að ástunda ofbeldi.  Ekki skilaði hin svokallaða "búsáhaldabylting" neinu betra.

Skúli, hver segir að þetta fólk sé með hinar réttu skoðanir???  Gilda ekki sömu lög fyrir alla????

Jóhann Elíasson, 12.5.2010 kl. 14:30

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Rakel, þú hefur aldrei hitt mig.  

Jóhann Elíasson, 12.5.2010 kl. 14:32

9 identicon

Axel, hvaða eignir voru eyðilagðar? Þú veist ekkert hvað þú ert að tala um því það voru engar eignir eyðilagðar í Alþingishúsinu þennan dag.

 Auk þess voru þessi mótmæli friðsamari en flest önnur eins og t.a.m. í Alþingisgarðinum í Janúar 2009. Það er seint hægt að kalla einn teygðan þumal stórslys.

Rakel (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 14:33

10 identicon

Nei, en ég hef lesið bloggið þitt og þú virðist vera þvílíkur froðuhaus.

Rakel (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 14:36

11 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Rakel, það er betra að vera lítill smáborgari en ofstópamaður. Litlir smáborgarar eru kjarkmeiri en ofstópamenn og hafa að auki hreina samvisku.

Gunnar Heiðarsson, 12.5.2010 kl. 14:36

12 identicon

Íslenskur almenningur (elítan ekki tekin með) hefur frá því land byggðist, sett heimsmet í undirlægjuhætti gagnvart elítunni hér. Það er hægt að uppnefna þá sem láta ekki bjóða sér það rumpulýð og ofstopamenn en þá ertu um leið að kóa með elítuni sem hlær að þér.

„Ævinlega voru Íslendingar reiðubúnir að kyssa þann vöndinn er sárast beit og trúa því að kaldrifjaðasti böðullinn væri sönnust hjálp þeirra og öruggast skjól.“

Halldór Laxness 1933

Rakel (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 14:43

13 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta var DJÚPT hjá þér Rakel.

Jóhann Elíasson, 12.5.2010 kl. 14:47

14 identicon

Ég er sammála ykkur strákar. það getur aldrei réttlæt neitt að meiða eða skemma í þágu málstaðar. Hvar værum við stödd sem samfélag ef við leyfðum það. Eigum við þá að samþykkja heiðursmorð af því að þau eru í þágu einhvers málstaðar. Eigum við að samþykkja að eiturlyf verði seld á hverju götuhorni af því að einhverjir nýta þau.

Það hefur alls ekkert með undirlægjuhátt að gera að virða lögin þó einhver annar brjóti þau. Við getum ekki valið hvað við teljum að megi brjóta, því við höfum misjafnar skoðanir á því hvað er réttlætanlegt.  Fólk sem var bara í vinnunni sinni í Alþingishúsinu urðu einhverjir fyrir varanlegum meiðslum og fólk telur það réttlætanlegt. Það mundi hvína í fólki ef ráðist yrði á þeirra vinnustað og þau slösuð. Fólk einfaldlega missti stjórn á sér margir hverjir í þessum aðstæðum.

Sigrún (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 15:34

15 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sigrún, ég þakka mjög svo gott og málefnalegt innlegg.  Þarna komstu með þann punkt í umræðuna sem hefur vantað hjá flestum.

Jóhann Elíasson, 12.5.2010 kl. 15:40

16 Smámynd: Sævar Einarsson

Stofnum bara feisbúkk og mótmælum ... við værum ennþá í torfkofum ef fólk mótmælir með því að kalla vanhæf ríkisstjórn, haldi einhver að það hafi splundrað síðustu stjórn þá er sá hinn sami asni, kveikt var í jólatrénu, aðsúgur gerður að lögreglu ofl, það var þá loksins sem yfirvaldið skildi að hér var alvara á ferð, það þarf að stuða yfirvaldið til að það hlusti.

Sævar Einarsson, 12.5.2010 kl. 16:20

17 Smámynd: Einhver Ágúst

Ég er frambjóðandi hjá Bezta flokknum sit þar í 13 sæti og var bara að velta upp skemmtilegri hugmynd að samstarfi......annars var nú Bjarni Karls ágætur í fréttunum áðan, orðaði þetta allt saman varlega og gerði vel grein fyrir skoðunum sínum. Hafið það sem allra Bezt öll sömul og njótum Æ-tíðarinnar með Bezta flokknum.

Einhver Ágúst, 12.5.2010 kl. 19:34

18 identicon

Heill og sæll Jóhann; sem og þið önnur, hér á síðu hans !

Jóhann Elíasson !

Ertu ekki enn; farinn að átta þig á, að hérlendis ríkir byltingarástand ?

Undir slíkum kringumstæðum; eru ALLAR aðferðir leyfilegar, til þess að koma gráðugri og morkinni valdastéttinni frá völdum, ágæti drengur.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 21:59

19 Smámynd: Jóhann Elíasson

Óskar þakka þér fyrir innlitið en ég verð eiginlega að koma einu að: Aðferðirnar eru ekki leyfilegar fyrr en bylting hefur átt sér stað - þá eru þær réttlættar.

Jóhann Elíasson, 13.5.2010 kl. 00:09

20 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Jóhann !

ÖLLUM; öllum ráðum, skal beita, á hvaða stigi sem er, til þess að losna við helvítis meinsemdirnar, úr þjóðlífi okkar, ágæti drengur.

Megi hin Djöfullegu; í Víti engjast, allt til enda !

Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 02:02

21 identicon

Hefur einhver sagt að hann telji í lagi að þingvörður hafi orðið fyrir meiðslum?

Meiðslin voru slys sem átti sér stað þegar þingvörðurinn meinaði fólki með mótmælaspjöld aðgangi að opnu þinghaldi. Opnu skv. lögum.

ákæran sem um ræðir er fyrir það að mótmælendurnir umræddu hafi „ógnað sjálfræði alþingis.“ Segið mér hvernig í ósköpunum nokkrir háværir krakkar með mótmælaspjöld geti ógnað sjálfræði alþingis?

Sigrún (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband