"NÚ RÍÐUR Á AÐ LÁTA EKKI STANDA Á SÉR"..................

Sagði Ólafur Kr. Kristjánsson, skólastjóri Flensborgarskólans fyrir mörgum árum þegar hann var að eggja nemendur sína til dáða fyrir vorprófin eitt sinn og bætti svo við:  "EKKI STENDUR Á MÉR".  Þessi orð rifjuðust upp fyrir mér nú þegar ég hugsa um ástandið hjá bændum á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti á vegna gossins í Eyjafjalljökli.  Í fréttum í kvöld var sagt frá því að búfé hafi drepist vegna aðstæðnanna sem hafa skapast.  ÞAÐ ER ÞVÍ SKYLDA OG Á ÁBYRGÐ OKKAR ALLRA AÐ GERA ALLT SEM Í OKKAR VALDI STENDUR TIL AÐ HJÁLPA FÓLKINU Á ÞESSUM SVÆÐUM TIL ÞESS AÐ LÍF ÞEIRRA OG BÚFÉNAÐAR ÞEIRRA GETI ORÐIÐ SEM BÆRILEGAST.  ÉG VIL HVETJA ALLA, SEM MÖGULEGA GETA, TIL AÐ RÉTTA HJÁLPARHÖND.
mbl.is Kolniðamyrkur við jökulinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Heyr Heyr ! Jóhann ! en við vitum báðir að "landinn" bregst ekki þegar veruleg vá og lífshætta er á ferðum, bara ekki sofa á verðinum.

Reikna með þú hafir "kíkt" á "training" 1 og 2 frá Monaco í dag, athyglisvert !!

KV að Utan

KH

Kristján Hilmarsson, 13.5.2010 kl. 21:57

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér innlitið Kristján jú ég kíkti aðeins á æfinarnar.  Mér fannst nú ekki alveg þörf á því að ná mikið niður "hraðanum" á þessari braut.....

Jóhann Elíasson, 13.5.2010 kl. 22:33

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það á að rýma svæðið tafarlaust! Við þetta ástand ætti engin að þurfa að búa, við ráðum ekki við þessar hamfarir til þess eru þær of stórar!

Sigurður Haraldsson, 14.5.2010 kl. 00:40

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er sko alveg rétt hjá þér Sigurður og það þarf að koma skepnunum fyrir á öruggum stað.

Jóhann Elíasson, 14.5.2010 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband