AÐFÖRIN AÐ LÍFEYRISSPARNAÐI ER KOMIN FRÁ STJÓRNUM SJÓÐANNA..

Voru það ekki ákvarðanir stjórna lífeyrissjóðanna sem urðu til þess að þeir TÖPUÐU stórum hluta LÍFEYRISSPARNAÐAR félagsmanna sinna?????  Og svo leyfa "sukkararnir", sem stóðu fyrir stærstum hluta tapsins, sér að tala um aðför að lífeyrissparnaði..  Þessir "glæpamenn" eru með öllu lausir við allt sem heitir siðferðiskennd og þeir sjá ekki að þeir hafi nokkuð gert rangt í sínum störfum.  Hversu lengi á eiginlega að viðgangast að þessir menn gangi lausir um eins og ekkert sé og almenningur ætlar að láta það óátalið að þessir menn , sem eru með milljónatekjur á mánuði, "semji" um lífsviðurværi fólks og ákveði það að 130.000 eigi að vera nóg fyrir venjulegan mann,á mánuði til að lifa af????  Ættu þessir menn ekki að vera á þeim launum, sem þeir sjálfir semja um fyrir aðra????
mbl.is „Aðför að lífeyrissparnaði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sko þig Jóhann -

þetta sama fólk hefur ávaxtað fé sjóðanna og eflt þá í gegnum árin - en gleymum því bara - það hentar einkar vel að taka þína afstöðu - það er svo þægilegt - þá er ekki verið að tala um algjörlega vanhæfa ríkisstjórn á meðan.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.10.2010 kl. 07:15

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hefur þetta fólk "eflt" sjóðina í gegnum árin?????  Þetta eru nú öfugmæli og ef þú veist það ekki skaltu kynna þér málin.....  Og talandi um vanhæfa ríkisstjórn, það virðist allt hníga í sömu átt í þessu þjóðfélagi.

Jóhann Elíasson, 15.10.2010 kl. 07:38

3 Smámynd: Friðrik Jónsson

þetta sama fólk hefur ávaxtað fé sjóðanna og eflt þá í gegnum árin - en gleymum því bara.....

Það er rosalega erfitt að  átta sig á hvað fær menn til að skrifa svona dellu....Hvar liggur arðurinn sem þessir gullkálfar hafa skapað venjulegum efirlaunaþega?

Það er ekki hægt að lifa á venjulegum eftirlaunum á íslandi ef fólk á ekki sjóði til að ganga í og fyrir það fólk sem er að verða ansi stór hópur eru það staðreyndir lífsins,hvernig á fólk sem hefur unnið allt sitt líf heiðalega vinnu og aldrei sukkað að skilja svona dellu eins og þú skrifar Ólafur Ingi.

Í landi eins og Íslandi ætti enginn að þurfa að líða skort og ættu að geta átt ánæjuleg lokaár á eftirlaunum en svo er ekki hér.

Stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa sukkað ótæpilega gegnum árin og ættu að svara til saka fyrir það,arðsemi lífeyrissjóða á ekki að vera hröð hún á að byggjast á öruggum fjárfestingum sem duga til að sjá um sitt fólk með sóma.

Það á ekki á neinum tíma að taka áhættu með sjóðina eins og þessir aðilar hafa stundað og skilur eftir sig sviðna jörð.

Það á að vera opið bókhald sem sjóðsfélagar hafa aðgang að á öllum tímum,það er ekki.

Það á að skaffa stjórnendum sjóðanna mannsæmandi laun sem eru í takt við fólkið í landinu,ekki stórforstjóralaun eins og gert er í dag,það á að takmarka vald þeirra og hafa virka stjórn venjulegra sjóðsfélaga.

Þessir menn sem stjórna sjóðunum hafa vaðið áfram eins og auðmenn,tekið áhættur með sjóðina og verið með of mikla hagsmuni í fyrirtækjum.

Ég myndi vilja sjá alla stjórnendur rekna strax og að sjóðirnir verði sameignaðir í einn sterkan sjóð sem gerir vel við sína eigendur sem hafa unnið til þess,þá værum við flott í samanburði við aðrar þjóðir og gætum verið stolt af því að kalla okkur Íslendinga.

Friðrik Jónsson, 15.10.2010 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband