Hef ákveðið að bjóða mig EKKI fram til setu á stjórnlagaþingi...............

Ég hef orðið var við það hérna á blogginu að menn og konur hafa verið að tilkynna um framboð sitt til stjórnlagaþings og því get ég ekki séð nokkuð því til fyrirstöðu að ég tilkynni það að ég sé EKKI í framboði til stjórnlagaþingsins.  En hugmyndin um stjórnlagaþing er allra góðra gjalda verð og er í sjálfu sér ágæt og það fólk sem hefur verið valið til að hrinda hugmyndinni í framkvæmd er örugglega hið besta fólk sem vill vel og vinnur samkvæmt bestu getu, en því miður held ég að það dugi ekki til.  Eins og ég hef sagt áður hér á blogginu, tel ég, að núverandi stjórnarskrá sé í öllum aðalatriðum mjög góð og fullnægi reglum og þörfum lýðveldisins nokkuð vel, það er þörf á smávægilegum breytingum þó aðallega til að skerpa á nokkrum greinum og skýra þær betur út, EN HELSTA VANDAMÁLIÐ ER Á ALÞINGI EÐA RÉTTARA SAGT HJÁ ÞEIM SEM EIGA AÐ FRAMFYLGJA STJÓRNARSKRÁNNI, ÞAR ER ENDURBÓTA ÞÖRF OG ÞAR KEMUR STJÓRNLAGAÞING EKKI TIL MEÐ AÐ GETA BREYTT NEINU.
mbl.is „Stjórnarskráin er góð eins og hún er“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Stjónarskráin er sjálf er kannski ekki alveg handónýt. Hitt hefur orðið með hverju ári meira áberandi að þegar á stjórnarskrána reynir þá lítur stjórnsýsluklanið svo á að hún sé fremur til viðmiðunar en að hún mæli fyrir um verklag. Það er auðvitað ekki viðunandi.

Þess vegna tel ég að stjórnarskránni þurfi að breyta með það fyrst og fremst í huga að skerpa á stjórnsýsluábyrgð og setja skýr viðurlög ef stjórnvöld ganga gegn beinum stjórnarskrárákvæðum eins og t.d. þegar tveir ráðherrar studdu í nafni þjóðarinnar innrásina í Írak. Þarna var gengið gegn ákvæðum stjórnarskrár og ekkert óljóst í því efni.

Síðan þarf greinilega að skipa annað dómsvald og öðruvísi en Landsdóminn sem Alþingi tókst að gera að fáránleika fáránleikans.

Auk þess rýmka nokkuð möguleika til þjóðaratkvæðagreiðslu um mikilvæg mál.

Alþingi er mjög farið að sýna lýðræðishugsjóninni ofbeldisfull vinnubrögð og um það bara sæmileg sátt milli allra gömlu stjórnmálaflokkanna.

Árni Gunnarsson, 16.10.2010 kl. 11:44

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna er ég sammála þér Árni, en ég er ekki alveg á því að það þurfi að gera efnislegar breytingar heldur þarf að skerpa á nokkrum greinum hennar og gera skýrari og eins og þú segir á "ekkert að vera óljóst".  Í mínum huga er það ekki nokkur vafi að þessir tveir ráðherra brutu lög og það gróflega og er nánast alveg með eindæmum að þeir skyldu komast upp með það.  Að mínum dómi er Landsdómur algjörlega misheppnað dæmi og þá aðallega framkvæmd laganna og aðkoma Alþingis.

Jóhann Elíasson, 16.10.2010 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband