VERÐUR EKKI AÐ FARA AÐ VIÐURKENNA STAÐREYNDIR???????????????

Þessi "höfn" nýtist, í besta falli, sem smábátahöfn í júní, júlí og ágúst og ef verða góð veður verður stundum hægt að nota hana í september.  En þetta kemur til með að kosta þó nokkra fjármuni en þó verður kostnaðurinn aðeins hluti þess ef á að þrjóskast við að "reyna" að halda henni opinni fyrir Herjólf allt árið.  Því fjármagni yrði mun betur varið í hraðskreiðari ferju sem gengi milli Eyja og Þorlákshafnar.
mbl.is Enn óljóst með Landeyjahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, ég var að hugsa mig um að kvitta bara fyrir þessu innliti, en svo get ég ekki neitað mér um að skrifa hérna inn hjá þér smá, því þú villt hraðskreiðari ferju til Þorlákshafnar, jú skoðun út af fyrir sig og á rétt á sér, en það sem vakir yfir mér með slíkri ferju er að þá yrði í mesta lagi hægt að fara þrjár ferðir á sólahring, nema með því að fá skip sem sigldi á tuttugu og tveggja til tuttugu og fimm mílna hraða á klukkustund, það er ferða tíðnin sem er aðal samgöngubótin, við eigum rétt á því hér í Eyjum að hafa ferðafrelsi eins og allir Íslendingar. Hraðskreið ferja kostar mikla peninga og rekstur hennar líka. Ægisdyr fengu Háskóla Íslands til að reikna þetta allt saman, og er það aðgengilegt á heimasíðu Ægisdyra.

kær kveðja frá Eyjum

Helgi Þór Gunnarsson, 24.10.2010 kl. 18:29

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég held að hraðskreiðari og stærri ferja og rekstur á henni, komi til með að kosta MINNA en að "reyna" að halda Landeyjahöfn opinni allt árið fyrir Herjólf.

Jóhann Elíasson, 24.10.2010 kl. 18:32

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Jóhann samála með að það er ekki nokkurt vit í að reina að halda þessu sandfangi opnu!

Sigurður Haraldsson, 24.10.2010 kl. 21:23

4 identicon

Sælir höfðingjar.

Ég hef aldrei getað skilið þetta brjáluðu samgöngubót hans Elliða. Jújú fleiri ferðir og bara rétt á bakkann hinu megin við sundið. Og keyra svo í tæpa 2 tíma. Við skulum athuga það að það mun snjóa, rigna og frysta á vegunum í vetur og þá langar mér ekki að vera 4 tíma á leiðinni í blindbyl og hálku til rvk eða til Landeyjalóns. Mikið frekar er ég til í að sitja í bíósalnum í Herjólfi mínum og glápa eina ræmu og dotta í góðum öldudal á leiðinni. En það sýndi sig hjá honum Páli Imsland veðurfræðingi að þetta mun verða eilíft stríð við sand. Maður fer að spyrja sig æ oftar: Hversu mikið er að marka þessa stærðfræðinga hjá Siglingastofnun þegar það bregðast allir útreikningar hjá þeim.

Helgi minn þú segir að ferðatíðnin sé samgöngubótin. Jú það er rétt. En er ekki betra að vera með skip sem siglir 3 ferðir í Þorlákshöfn heldur en skip sem getur bara alls ekki farið inn í Landeyjalón því það er alltaf fullt af sandi og ekki þverfótað þar fyrir helstu grafskipum íslands.

Verst er að núna er höfnin komin upp (amk hafnargarðarnir) og það verður ekki hætt að ausa í þetta milljónum og milljónum ofan fyrr en Herjólfur nær að smeygja sér þarna inn. Þetta er flott trillihöfn fyrir bændurna í nærsveitunum og tækifæri fyrir þá að bridda upp á tilveruna og skella sér á sumarkropp á trillunum sínum. Síðan græjum við Nýjan öflugari Herjólf og siglum á fullu spani 3 ferðir í Þorlákshöfn allan ársins hring.

Kveðja Birkir Ingason

Eyjamaður í húð og hár

Birkir Ingason (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 21:58

5 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Nú ætla ég að heilsa fleirum en þér Jóhann, en ég vill svara ykkur öllum Jóhann, Sigurður og Birkir: Island og þar með talið Vestmannaeyjar hefðu aldrei byggst upp hefði ykkar hugsunarháttur viðgengist og fengið að ráða öllu í landinu!!!!!!!!

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 24.10.2010 kl. 22:44

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nú tekur þú svolítið stórt upp í þig Helgi, ég hef aldrei verið á móti framförum og nýjungum en ég sé hvað er óraunhæft.

Jóhann Elíasson, 24.10.2010 kl. 22:51

7 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 24.10.2010 kl. 22:53

8 identicon

Ég er svolítið hissa á að vera með þennan fókus á BARA HERJÓLF á Landeyjahöfn annars vegar (Hún er fær núna fyrir minni ferjur) og svo það að halda að þessi höfn af öllum haldi sér sandfrírri.

Öll suðurströndin er meira og minna sandur sem ferðast til og frá. Og víðar þarf að dæla en þarna, t.d. í REYKJAVÍKURHÖFN. 

 Leyfi mér að halda því fram að Herjólfur ætti að halda sér við Þorlákshöfn í bili, á meðan verið er að glíma við þetta, og á meðan mættu minni skip keyra á Landeyjar.

Og Birkir..... Það munar minna í keyrslu frá Landeyjahöfn til R.Víkur heldur en um mismuninn á siglingartímanum. Nema að þú akir um á Ford T með ekkert kort og heimsmet í áttleysi. Svo vill einnig til að sumir setja 3ja tíma siglingu fyrir sig vegna sjóveiki. Ég reddaði flugfari til Eyja um daginn fyrir farþega sem treystu sér ekki í 3ja tíma siglingu.

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.10.2010 kl. 23:07

9 Smámynd: Teitur Haraldsson

Var athugað hvað brú kostaði?

Ef svo, hvað átti hún að kosta?

Teitur Haraldsson, 24.10.2010 kl. 23:44

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Helgi sem betur fer eru Vestmannaeyjar byggðar upp af hrauni og föstum gosefnum og munu standa þarna um eilífð. Fallegur staður og virkilega gaman að koma til eyja. En öðru máli gegnir með þessa fáránlegu framkvæmd sem Landeyjarhöfn er það þarf ekki skarpa menn til að sjá það!

Sigurður Haraldsson, 25.10.2010 kl. 14:22

11 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, ég vill biðja þig fyrirgefningar á því ef ég tók of stórt upp í mig hér að ofan, en þetta eru staðreyndir sem mér finnst liggja augljósar fyrir. Auðvita veit ég það Jóhann að þú ert ekki á móti framförum, en mér finnst þú á köflum vera svartsýnn, en mjög oft réttsýnn þó. Það sem ég er alltaf að reyna að segja með athugasemdum mínum er "víðsýni" en engin er fullkomin og þar af leiðandi ég ekki heldur.

Ekki er ég viss um að Birkir og Jón Logi sjái þessar athugasemdir, því þeir eru ekki bloggarar, en þeir hefðu gott af því, ég þekki kauðana báða, hef róið með þeim á sjó :-)

Einhvern tíman sagði ég við framkvæmdastjóra Skipalyftuna hérna í Eyjum, þá kenningu um Bakkafjöruhöfn, og þá komumst við að þeirri niðurstöðu að það væri ekkert mál að byggja garða sitt hvoru megin við álin og svo brú yfir álin þar sem hann er dýpstur, og það sem meira var að viðmælandi minn taldi snjallræði að gera got á garðana og framleiða rafmagn á hafstraumunum. Þannig að það er nokkuð til í þessu hjá honum Teit hér að ofan, en það var athugað hvað þetta kostar, ég bara veit það ekki.

Helgi Þór Gunnarsson, 25.10.2010 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband