OG NÚ GETUR SANDKASSALEIKURINN HALDIÐ ÁFRAM...................

Það skal haldið áfram að berjast við vindmyllurnar.  hvernig sem verður dælt upp úr þessum "sandkassa" mun sandurinn og straumarnir alltaf hafa betur það er bara spurningin hvenær, þeir sem fara með stjórnunina, viðurkenna það.......................
mbl.is Búið að ná rörinu upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Á þessi maraþondæling að vera einhver fyndni eða hvað? Það hljóta að vera bandvitlausir menn sem leyfa sér að fíflast með fjármuni þjóðarinnar í verkefni sem enginn lifandi maður trúir lengur að beri minnsta árangur.

Árni Gunnarsson, 30.10.2010 kl. 22:23

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er alveg sammála þér Árni en það vefst örugglega fyrir þeim að finna sökudólg til að taka ábyrgð á "klúðrinu".

Jóhann Elíasson, 30.10.2010 kl. 22:34

3 identicon

Maraþondæling??? Bíddu, ekki myndi ég kalla það maraþondælingu þegar skipið situr alltaf við bryggju, skipið er ekkert að dæla þarna, það er vandinn, þetta skip sem getur ekki starfað ef það er meira en 3cm ölduhæð og 2m á sek í vind er ekki dæluskip. Annars má benda á að það tók þorlákshöfn 2 ár að byrja virka..

Halldór (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 23:17

4 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Úr því þið eruð að gera grín, þá er ekki úr vegi að spyrja ykkur að því herramenn, var ekki alltaf gaman í sandkassa þegar þið voruð litlir peyjar?????

Svo langar mig að leiðrétta Halldór, það er alltaf talað um að liggja við bryggju, svo er það einn metri sem ölduhæðin má vera í mestalagi og síðast en ekki síst kemur staðar vindur ekki alltaf nálægt ölduhæð, það er að segja þegar lægð er suður í hafi þá getur hún skapað allt upp í þriggja metra ölduhæð við suðurströndina. En annars er ég sammála þér Halldór.

Árni og Jóhann, ég er sammála því sem þið skrifið hér að ofan.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 30.10.2010 kl. 23:49

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir það ber enginn ábyrgð á þessu landi æða bara áfram í blindni!

Sigurður Haraldsson, 31.10.2010 kl. 07:13

6 identicon

Það að þessi höfn hafi verið gerð er eitt en að hafa Herjólf þarna áfram er annað mál.

Ég myndi halda að í þessari stöðu væri best að salta sanddælinguna og nota það fé frekar til kaupa á nýju og hentugra skipi.

 Svo þolir Perla vart meira en gráð til að geta verið við störf, það eru fátíðar aðstæður við suður ströndina.

Þegar að Árni J. gefst upp á þessu,  þá kæmi mér ekki á óvart að hann nái fram kláfum á milli Lands og Eyja, sem væri kannski ekki svo galið miðað við allt. :)

Fáfnir Árnason (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 09:36

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir þitt innlegg Fáfnir.  Ég hef oft viðrað þá hugmynd, hér á blogginu, að hætta bara hreinlega við þessa hugmynd, viðurkenna bara strax að þetta voru mistök og setja þá peninga sem áttu að fara í sanddælingu í stærri og gangbetri ferju sem gengi milli Eyja og Þorlákshafnar.  Og svo mætti að sjálfsögðu skoða þann möguleika að hafa minni farþegabáta í ferðum milli Eyja og Landeyjarhafnar, þessir báta myndu að sjálfsögðu aðeins nýtast yfir sumartímann og þegar Landeyjahöfn yrði fær í fáa daga yfir vetrartímann, svo yrði haft gott skip í vöruflutningum og bílaflutningum milli Eyja og Þorlákshafnar.  Reyndar hef ég ekki alveg náð þessari miklu bílaeign í Eyjum.

Jóhann Elíasson, 31.10.2010 kl. 10:00

8 identicon

Ég hugsa að bílaeign í Eyjum sé ekkert meiri eða minni en gengur og gerist. Sumir eiga engan og sumir eiga tvo. Það er þannig líka í Rvk. Við flytjum sum matinn okkar heim í bílum alveg eins og fólk í Rvk. Svo að það er ekkert óeðlilegra við það að eiga bíl í eyjum en í Rvk. Þætti í raun óeðlilegra að eiga bíl í Rvk þar sem fólk getur tekið strætó. En það er nú ekki málefnið. Heldur Landeyjalón og þessi sandkassaleikur hjá Siglingastofnun.

Sko höfnin kostaði tæpa 4 milljarða. Nýtt skip átti að kosta 9 milljarða. Landeyjahöfn á að duga í 100 ár. Núna strax á fyrstu þremur mánuðunum þarf að eyða rúmum 300 milljónum í lagfæringar. Ef þetta verður daglegt brauð þessi sandmokstur þá verður nýtt skip ekki lengi að verða ódýrara. Ef við gefum okkur að það taki 2 ár að græja Landeyjalón, þá eru það 2,4 milljarðar ef við áframreiknum það sem fer í lagfæringu fyrstu 3 mánuðina. þá erum við komin í 6,2 milljarða. ATH eitt Herjólfur er kominn á tíma svo að það þarf að fara smíða nýjan og það mun kosta nokkra milljarða í viðbót. Þá erum við búin að jafna þetta ævintýrilega bull sem Landeyjalón er. Siglum 3 ferðir milli Land og Eyja á nýju og öflugu skipi í stað þess að halda við Landeyjalóni, þurfa smíða nýja (minni) ferju (eins og Elliði og Siglingastofnun vill) og hvað á að gera þegar það verður ófært svo dögum skiptir í Landeyjalón? Á þá að bjóða fólki að sigla til Þorlákshafnar í 4-5 tíma í vitleysu veðri og engar kojur og engin þjónusta um borð??? Það er það sem ég segi þetta en vanhugsað frá upphafi til enda!!! Og það er alveg með ólíkindum að svona menn sem reiknuðu þetta Landeyjalón skuli dirfast að kalla sig fræðinga.

Birkir Ingason (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 11:07

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Birkir, eitthvað virðist þú hafa misskilið mig í sambandi við bílaeignina (eða ég vona það).  Ég er alls ekki að setja út á það að Eyjamenn eigi bíla heldur er ég að segja að fjarlægðirnar í Eyjum eru ekki það miklar að það er varla þörf á mikilli bílaeign þar.  Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki verið nógu og skýr í fyrri færslu minni.  Að öðru leyti tek ég alveg undir með þér.

Jóhann Elíasson, 31.10.2010 kl. 11:25

10 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Jóhann, ég get ekki þagað á lyklaborðinu við lesturs athugasemda frá honum Birkir vini mínum og fyrrum skipsfélaga. Málið er Birkir! Tölurnar sem þú er að fara þarna með eru alltof háar, kostnaðaráætlun hljóðaði upp á rúma fimm miljarða í smíði skips og hafnar, þeir hafa gefið það út að höfnin er undir áætlun upp á sexhundruð miljónir, sem er náttúrulega gott mál og er til fyrirmynda hjá öðrum embættismönnum. Og svo Birkir minn höfnin heitir víst Landeyjarhöfn, ég vildi skíra hana Bakkafjöruhöfn, því hún er á Bakkafjöru.

Jóhann, mér er sagt að farartækja eign okkar Eyjamanna sem um 2400 stykki.

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 31.10.2010 kl. 13:04

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Eins og ég sagði áður Helgi, þá er ég alls ekki að setja út á það að Eyjamenn eigi bíla einungis að setja það fram að kannski sé ekki svo mikil þörf á að staðsetja bílana í Eyjum en svo má örugglega segja að aðstæður í Eyjum eru mikið breyttar og kannski er þörfin meiri en ég geri mér grein fyrir.

Jóhann Elíasson, 31.10.2010 kl. 13:48

12 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Já Jóhann ég skildi alveg hvað þú varst að fara hér að ofan, ég vildi bara segja þér hvað það eru mörg faratæki í Eyjum, þörfin fyrir ferju er nokkuð mikil, við sjáum það á flutningum hjá Herjólfi í dag og síðustu ár. Þegar ég var á Herjólfi í fyrravetur þá var oft hissa á hvað það væri mikill flækingur á Eyjamönnum upp á land, en svona er Ísland í dag, allir vilja hreyfa sig, og auðvita eigum við öll rétt á því, um það snýst þetta þras um bættar samgöngur til Eyja.

kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 31.10.2010 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband