HANN GELTIR ÞEGAR HONUM ER SIGAÐ........................................

Enn einu sinni kemur varðhundur LÍÚ fram á sjónarsviðið með gjörsamlega órökstuddar og mjög svo umdeildar fullyrðingar.  Og enn alvarlegra er að hann er aldrei rukkaður um neinar útskýringar á því sem hann er að "gjamma" enda er eins og flestir geri sér grein fyrir trúverðugleika mannsins..........
mbl.is Leiðir til gjaldþrota í sjávarútvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

"oft getur kjöftugum ratað satt á munn" segir máltækið,ekki ver svona svartsýnn Jóhann/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 30.1.2011 kl. 21:50

2 identicon

Já hann geltir þegar honum er sigað, það er greinilegt.

Fiskveiðikerfinu þarf að breyta. Flokksgæðingar, kvótakóngur og útvegsfjölskyldur eiga ekki að sitja að auðlind þjóðarinnar og verða af henni milljarðamæringar.

Þessir trúðar eru búnir að veðsetja óveiddan fisk og skuldir þessar útvegsfyrirtækja eru stjarnfræðilegar.

Þetta þarf að stoppa. Auðlindin á að vera í eign þjóðarinnar.

Einar (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 21:54

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Halli minn ég hef það eftir mönnum sem hafa mjög mikið vit á þessum málum og ég tek mun meira mark á en "GJAMMARANUM" að breytingar geti frekar orðið til þess að auka samkeppnishæfni sjávarútvegsins, en sumir eru bara hræddir við allt sem heitir breytingar.

Jóhann Elíasson, 30.1.2011 kl. 22:02

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Björn Valur Gíslason þarf að fara á námskeið í rökstuðningi ásamt fjölda annarra stjórnmálamanna. Meðan hann kann ekki að rökstyðja þessa gömlu og innantómu rullu er hann minna trúverðugur en trúður á sviði barnaleikhúss.

 Verst hvað hann gerir lítið úr sjálfum sér greyjið að halda að þetta gangi í almenning. LÍÚ er búið að tapa stríðinu fyrirfram, því lýsingarnar hjá Birni Val eiga við fortíðina, en ekki framtíðina. Brandari trúðsins er að ef einhver ráðherra/almenningur vogar sér að nýta þjóðareignina/þýfið án leyfis þjófanna.

 Strákgreyið er eins og klæðalaus keisari og aumkunarverður. Maður verður bara hálf-vandræðalegur að sjá og heyra til hans og barnslegs trúnaðartrausts hans á LÍÚ-guðina sína. Hann verður líklega að fara að trúa á almættið þegar gervi-guðirnir hans eru orðnir valdalausir og dæmdir þjófar sem svikið hafa undan háum upphæðum handa sjálfum sér í skjólum erlendis? Og trúa að það komist ekki upp! 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.1.2011 kl. 22:16

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

verð að segja það sem maður hefur áður sagt:það er misjafn sauður i mörgu fé og einnig hja´okkur mönnunum ,og það á að laga!!! þetta vars vona en er ekki lengur, annmarkana má af þessi má´,en að setja allt á hausinn er ekki á mynni könnu núna fyrst er að koma sér á lappirnar skoða þetta í þrepum en ekki svona,Jóhann þú hafur ekki samfært mig,því siður Anna Sigríður,alls ekki Einar/en Kveðja og góðar stundir öll

Haraldur Haraldsson, 30.1.2011 kl. 22:27

6 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Ef kvótinn væri boðinn sem árlegur leigukvóti á uppboði, kæmi raunveruleg greiðslugeta útgerðar í ljós. Engin hætta er á að leigugjaldið færi fram úr greiðslugetu útgerðarinnar.

Útgerðir sem geta einungis þrifist í skjóli sérréttinda og gjafakvóta mega missa sig. Það er nóg til af öðrum útgerðum sem fara létt með að veiða allan þann fisk sem hægt er að veiða við Ísland.

Finnur Hrafn Jónsson, 31.1.2011 kl. 02:12

7 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Finnur Hrafn

þú segir 

"Útgerðir sem geta einungis þrifist í skjóli sérréttinda og gjafakvóta mega missa sig"

hvað græða menn á því að setja útgerðir á hausinn.

enn og aftur er talað um þennan blessaða "gjafakvóta", en hvað með þá sem að hafa einfaldlega verið að spila leikinn í kvótakerfinu sem að hefur verið löglegur,  það er, auka við sig kvóta til þess að halda lífi og við það að auka við sig kvóta, þá einnig að auka við skuldir sínar.

aðeins að ath það að þeir sem að hafa verið að kaupa kvóta eru að kaupa hann til þess að veiða hann, það er gríðarlega sjaldgæft að menn kaupi kvóta til þess að verða kvótakóngar.

og já, hvað græða menn á því að  setja fyrirtæki sem að hafa verið að fjárfesta í greininni á hausinn ?

afskriftir á lánum og ekkert annað.

fólk er sjálfsagt svona rosalega ánægt með það.

það er nefnilega stórmunur á kvótakóng og kvótaeigenda. það þarf aðeins að átta sig á því.

kvótakóngur situr á sínum kvóta og leigir hann frá sér, 

kvótaeigandi sendir skip sitt á sjó og veiðir sinn kvóta.

og svona áður en menn fara að missa sig yfir því að ég eigi kvóta eða fjölskylda mín.

þá á ég ekki kvóta, það á enginn í minni fjölskyldu kvóta.

það er nákvæmlega ekkert að kvótakerfinu sem slíku.

vandamálið við það er framsalið á veiðiheimildum (sem að má nú geta að var sett á 1991, þegar að bæði steingrímur og jóhanna voru í ríkisstjórn)

alveg hægt að bjarga þessu kvótakerfi án þess að innkalla allan kvóta.

finna út hverjir hafa veitt þann afla síðustu ár.

90% af þeirra afla er þeirra kvóti, veiðiskylda á 80% af því og rest skipt á milli tegunda, ekki framseljanleg.

restin af kvótanum sem að eftir er, og síðan viðbætur við kvótann mundu síðan fara í pott sem að nýjir aðilar(nú eða þeir sömu) gætu sótt um að fá leigðan.

Árni Sigurður Pétursson, 31.1.2011 kl. 08:13

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Hvað græða menn á því að setja útgerðir á hausinn?" Það vinnst heilmikið við það að illa rekin útgerð fari á hausinn. Ef t.d. útgerð sem samanstendur af tveim trillubátum með 500 tonna kvóta þarf að fá afskrifaðar tæpar 3 milljónir þá er slík útgerð illa rekin og þjóðhagslegt slys. Þið vitið öll um hvaða útgerð ég er að tala og munið líka aðþarna voru eigendur nýbúnir að greiða sér út 600 milljónir í arð!

Hjá svona útgerð á að innkalla kvóta tafarlaust og setja fyrirbærið á hausinn.

Ekki veit ég sönnur á því að útgerð Þórunnar Sveinsdóttur hafi greitt nýsmíðina með leigu á kvóta á meðan á smíðinni stóð og tekið hálfan milljarð tilsín aukalega. Sagan er hins vegar skelfileg og ef hún er að einhverju leyti sönn þá er nóg komið af svona sukki.

Auðvitað á ekki að setja vel reknar útgerðir á hausinn, enda ekki minnsta hætta á að það verði gert.

Árni Gunnarsson, 31.1.2011 kl. 10:28

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Slys!!!!!! ......þarf að fá afskrifaða......ekki þrjár milljónir....tæpa 3 milljarða.

Árni Gunnarsson, 31.1.2011 kl. 10:29

10 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

já það vinnst alveg hellingur á því að illa rekin útgerð fari á hausinn.

sjálfsagt.

en við það að útgerð fari á hausinn þá gerist akkurat það sem að þú ert að gagnrýna svo svakalega.

afskriftir á afskriftir ofan.

Árni Sigurður Pétursson, 1.2.2011 kl. 00:57

11 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Það er þjóðarnauðsyn að ofurskuldsettum útgerðum sem hafa engan rekstrargrundvöll nema fá gjafakvóta, verði leyft að fara á hausinn.

Annars fer auðlindarentan sem þessar útgerðir fá, beint í vasa erlendra kröfuhafa gömlu bankanna eins og Deutche Bank.

Deutche Bank o.fl. geta sjálfum sér kennt um ef þeir tapa á þessum lánum. Áhættustýring sem tekur kvóta gildan sem veð án þess að lögð séu fram skjöl sem sanna eignaréttinn er ekki upp á marga fiska.

Ef kvótinn verður settur á uppboð fær þjóðin auðlindarentuna en ekki bankarnir.

Þeir sem hafa keypt kvóta voru ekki að gera það í góðri trú. Lögum samkvæmt er bannað að framselja réttindi sem ríkið veitir. Í lögum um fiskveiðar stendur skýrum stöfum að úthlutun samkvæmt þeim veiti ekki réttindi til úthlutunar í framtíðinni. Verðmunurinn á ársleigukvóta og langtíma kvóta lengst af, gaf til kynna að menn teldu að gjafakvótakerfið gæti enst í fimm ár í viðbót.

Kvótauppboð hafa eftirfarandi kosti:
 - Jafnræðis er gætt, allir hafa möguleika á að reyna fyrir sér
 - Pólitísk afskipti af því hverjir veiða eru í lágmarki
 - Mesta hagkvæmni næst í veiðunum, hæfustu útgerðarmennirnir veiða fiskinn
 - Hámarks auðlindarenta skilar sér til þjóðarinnar samhliða því að greiðslugetu útgerðar er ekki ofboðið.
 - Svæðisbundnir uppboðspottar tryggja stöðuleika í veiðum úti í byggðum landsins

Uppboð á kvóta leiða fljótlega til þess að útgerðin verður stunduð af hæfum aðilum sem njóta eðlilegs arðs af fjárfestingu og vinnu sinni, samhliða því að skila eðlilegri auðlindarentu til þjóðarinnar.

Gott dæmi um jákvæð áhrif uppboðsmarkaða eru fiskmarkaðirnir sem var komið á fyrir ca. 20 árum. Fram að því töldu fiskverkendur öll tormerki á því að greiða gott verð fyrir fiskinn. Markaðirnir væru erfiðir og kostnaður mikill við að vinna fiskinn. Síðan þegar fiskmarkaðirnir voru settir á fót gátu þessir sömu aðilar greitt miklu hærra verð fyrir fisk upp úr sjó, jafnvel 50% hærra. Fljótlega komu inn nýir aðilar sem gátu borgað enn hærra verð.

Sjá dæmi um útfærslu uppboðsleiðar á http://www.uppbod.net

Finnur Hrafn Jónsson, 2.2.2011 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband