ÞARNA FER VERÐUGUR TALSMAÐUR ALMENNINGS...............

Eygló Harðardóttir hefur alveg síðan hún settist á alþingi, vaxið alveg gríðarlega og verið skelegg og málefnaleg í málflutningi sínum.  Hún hefur mjög oft vakið máls á hlutum sem betur mættu fara og unnið vel fyrir almenning þessa lands.  Almenningur í þessu landi væri mun betur settur ef fleiri væru á þingi eins og Eygló Harðardóttir.
mbl.is Vill draga úr valdheimildum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessu er ég hjartanlega sammála, en til þess að fá fleira slíkt fólk á þing þarf líka að kjósa samkvæmt því. Og þá er ég ekkert endilega að meina framsókn.

Fólk er síkvartandi yfir skorti á nýjum og öðrum valkostum en fjórflokknum, en slíkir kostir eru þó til staðar og fá samt sem áður takmarkaðar undirtektir (hingað til).

Með fyllstu virðingu treysti ég því að þú sért yfir slíkan tvískinnung hafinn, kjósandi góður. :)

Guðmundur Ásgeirsson, 14.8.2011 kl. 15:40

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er svo algjörlega á sama máli Guðmundur.  Því miður er það svo með fjórflokkinn að hinn almenni kjósandi hefur lítið sem ekkert um það að segja hverjir veljast á þing því "örugg" þingsæti eru yfirleitt FRÁTEKIN fyrir einhverja "flokksgæðinga" þetta höfum við látið yfir okkur ganga  OF LENGI..

Jóhann Elíasson, 14.8.2011 kl. 15:54

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það eru engin þingsæti frátekin fyrir einn eða neinn. Fólk fær það sem það kýs. T.d. ef enginn kýs Samfylkinguna fer enginn úr Samfylkingunni á þing o.s.frv. Sama gildir um nýja flokka, á meðan enginn skráir sig í þá munu þeir ekki bjóða fram og meðan enginn kýs þá munu þeir ekki komast á þing og þá fær fjórflokkurinn að sitja óhaggaður.

Hinn almenni kjósandi hefur allt um það að segja hvort hann skráir sig í stjórnmálaflokk og hvaða. (Einnig getur hann sagt sig úr flokki líki honum ekki stefna hans.)

Hinn almenni kjósandi hefur full tök á að hafa áhrif á það hvaða frambjóðendur hans flokkur velur. (Sumt fólk skráir sig í alla flokka gagngert í þessum tilgangi.)

Hinn almenni kjósandi hefur alla burði til að gefa kost á sér í forvali á frambjóðendum síns flokks. (Frá þessu eru undantekningar en þær eru ekki almennar.)

Hinn almenni kjósandi hefur líka frelsi til að stofna nýtt stjórnmálaafl ef honum líkar ekki þeir valkostir sem eru í boði. (Það þarf ekki einu sinni að kosta neitt.)

Hinn almenni kjósandi má styrkja hvaða stjórnmálahreyfingu sem hann vill, þó að hámarki 200þús á ári undir nafnleynd eða 400þús opinberlega.

Hinn almenni kjósandi hefur loks öll ráð í hendi sér um hvort hann mætir á kjörstað og hvað ef eitthvað hann ritar á kjörseðilinn.

Að halda því fram að hinn almenni kjósandi hafi ekkert um þetta að segja, er í raun uppgjöf fyrir þaulsetu fjórflokksins.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.8.2011 kl. 21:31

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Miðað við það sem þú skrifar hefur þú ekki kynnt þér innra starf stjórnmálaflokkanna mjög vel. Hefur þú aldrei heirt af deilum um það hvort eigi að halda prófkjör eða ekki????? Að sjálfsögðu geta menn boðið sig fram fyrir ákveðinn flokkk en það hafa ekki allir það fjármagn eða annað sem til þarf til að ná fram sínum málum.

Jóhann Elíasson, 14.8.2011 kl. 22:21

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Miðað við það sem þú skrifar hefur þú ekki kynnt þér innra starf stjórnmálaflokkanna mjög vel.

Það vill svo til að ég er stofnfélagi og stjórnarmaður í einum slíkum. Reyndar þeim eina sem er með löglegar fjárreiður en það er önnur saga.

Hefur þú aldrei heirt af deilum um það hvort eigi að halda prófkjör eða ekki?????

Vissulega. Enda tók ég það fram að frá frjálsu prófkjöri væru til undantekningar, þó þær væru ekki almennar. En ef hinn almenni kjósandi er ósáttur við ákvarðanatöku þar að lútandi getur hann alltaf skipt um flokk eða stofnað nýjan. Þessar hindranir eru ekki óyfirstíganlegar og ég stend því við ummæli mín um þetta atriði.

það hafa ekki allir það fjármagn eða annað sem til þarf til að ná fram sínum málum

Eins og ég benti á þá má hinn almenni kjósandi styrkja hvaða stjórnmálahreyfingu sem hann vill upp að ákveðnum mörkum. En tilgangurinn með því að bjóða sig fram til þáttöku í stjórnmálum á aldrei að einskorðast við að ná fram "sínum málum", heldur er maður að sækja um vinnu hjá kjósendum og ber að starfa í þágu þeirra nái maður kjöri. Ef málefnin eru þess verðug og að baki þeim liggur sannfæring er hægt að gera miklu meira en með peningum einum saman. Til að nefna dæmi þá hefur þrýstihópi sem ég tilheyri tekist að hafa áhrif á orðalag lagafrumvarps á Alþingi, sem gæti haft úrslitaþýðingu um mikla hagsmuni ef það verður að lögum, en sá hópur er ekki einu sinni með kennitölu hvað þá bankareikning. Auk þess má ég til með að minna á að einhver merkilegasti kosningasigur frá stofnun lýðveldisins var unninn fyrr á þessu ári, fyrir næstum engan pening. Á vissan hátt tókst þar með góðra vina hjálp að ná fram niðurstöðu í mikilvægu máli án teljandi kostnaðar fyrir mig sjálfan.

Svo kostar það ekki krónu að merkja við eitthvað annað en fjórflokkinn þegar í kjörklefann er komið, kjósandi góður.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.8.2011 kl. 02:44

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú varst stofnandi að öðrum flokki en þeim sem tilheyra hinum svokallaða fjórflokki og er nýtt stjórnmálaafl sem ætlar sér að forðast þá drullupytti sem "hefðbundnu" stjórnmálaflokkarnir féllu í og hafa starfað hér síðan fyrir lýðveldisstofnun, það vill svo til að ég starfaði innan eins þeirra og þekki ágætlega innviðina svo á þeim vettvangi veit ég nokkuð vel um hvað fer þar fram.

Jóhann Elíasson, 15.8.2011 kl. 08:27

7 identicon

Þar sem þið eruð báðir í stjórnmálum, þá hljótið þið að vita, að þingmaður sem kemst úr stjórnarandstöðu í stjórn breytir um skoðun og stefnu um leið.(Það er samið í bakherbergjunum). Ég man ekki betur en Steingrímur hafi verið sí gapandi í stjórnarandstöðu og hefði hann örugglega stutt Eygló af fullri einlægni með þessa tillögu ef hann væri í stjórnarandstöðu í dag. Ég verð að segja eins og er, að mér finnst þið afskaplega barnalegir í hugsun gagnvart pólutík, miðað við þá reynslu sem Þið hafið. Ef eitthvað fólk er svikult og sérgott, þá eru það þingmenn.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 10:48

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

V. Jóhansson. þingmaður sem kemst úr stjórnarandstöðu í stjórn breytir um skoðun og stefnu um leið

Þetta er einmitt vandamálið: að fjórflokkurinn og meðlimir hans standa ekki við þá sannfæringu sem kosið er út á. Þú skalt ekki halda að ég sé svo barnalegur að gera mér ekki fulla grein fyrir þessu. Það sem ég er einmitt að benda á hér er hvað þarf að gera til að breyta þessu: kjósa til valda annað fólk og aðra flokka sem eru tilbúnir að standa við sína sannfæringu. En á meðan þið haldið áfram að kjósa fjórflokkinn mun nákvæmlega engin breyting verða á þessu.

Ef eitthvað fólk er svikult og sérgott, þá eru það þingmenn.

Ef eitthvað er barnalegt er það einmitt slík hegðun. Að vilja breytingu þar á er ekki barnalegt, nema það þyki orðið barnalegt að vera réttsýnn. Til að framkvæma slíka breytingu þarf einfaldlega að kjósa fólk sem er yfir svona sviksemi hafið. Slík breytingar munu aldrei verða nema þú greiðir slíku fólki atkvæði þitt.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.8.2011 kl. 15:05

9 identicon

Guðmundur Ásgeirsson - Þú veist að það er hópþrystingurinn sem er vandamálið. Ef þú ert ekki sammála tillögu sem er borin fram t.d. í miðstjórn, þá ert þú beittur þrystingi af meirihlutanum til að samþykkja gegn þinni samvisku eða einfaldlega flæmdur út. Þetta er m.a. ástæðan fyrir því að heiðarlegt fólk gefst upp á að vera í stjórnmálum, því það hefur einfaldlega ekki sálrænt geð að taka þátt í ósómanum og þjóðin situr uppi með þessa sérgóðu eiginhagsmunapotara sem svívast einskis við að maka krókinn á meðan þeir hafa völdin.Við þurfum ekki að nefna nein dæmi, þau blasa við hvern einasta dag.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 19:26

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

VJ. Þetta er barasta tóm vitleysa. Ég hef oft verið ósammála tillögum sem hafa verið greidd atkvæði um á stjórnarfundum. Aldrei hef ég verið flæmdur út.

Kannski vegna þess að ég starfa helst ekki með fólki sem hagar sér eins og smákrakkar í sandkassanum á leikskóla. 

Hópþrýstingur virkar aðeins á þá hégómagjörnu. Mútur virka aðeins á þá eigingjörnu. Hótanir virka aðeins á rolur.

Ef það er staðan innan fjórflokkanna að ykkar mati, eru það einmitt sterk rök fyrir því að kjósa eitthvað annað.

Að standa við sína sannfæringu, jafnvel undir hópþrýstingi, er það sem skilur á milli þess að vera maður eða mús!

Guðmundur Ásgeirsson, 16.8.2011 kl. 03:48

11 identicon

Ef Samtök fullveldisins lifa áfram, þá þróast þau í flokk af sama meiði og hinir flokkarnir.Þetta er einfalt lögmál. Því miður. Það eru þeir freku og eigingjörnu í flokknum, sem ná fram sínum málum, hvort sem þú ert sammála eða ekki og þeir svíkja jafnvel sína bestu til að ná fram sínum málum, sem eru völd og áhrif og peningar sem þeim fylgja. Samtökin eru ný og hafa ekki þróast ennþá og ekki veit ég hverjir sita í stjórninni, en sá frekasti ( cyniski )ræður ferðinni. Þetta er bara þannig, því miður. Í framhjáhlaupi má nefna Davíð Oddson og Bjarna heitin Benediktsson, sem voru vanheilir af frekju og náðu fram því sem þeir vildu og ekkert múður. Þeir réðu jafnvel yfir hinum flokkunum líka. Þú veist ekkert í hverskonar ljónagryfju þú ert að fara út í, en til hamingju með framtíðina.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband