EIGA LÍFEYRISSJÓÐIRNIR EKKI FYRST OG FREMST AÐ HUGSA UM HAG FÉLAGSMANNA??????

Það er alveg með ólíkindum hvaða vitleysu menn geta látið fara frá sér og þá sérstaklega þegar menn í verkalýðsforystunni gera sig seka um svona óvitaskap.  Það er engu líkara en sumir menn séu ekki með það á hreinu hvert hlutverk lífeyrissjóðanna er og hefur verið.  Hlutverk þeirra er fyrst og fremst að ávaxta pund félagsmanna sinna og sjá til þess að þeir fái notið sem best þeirra fjármuna sem þeir hafa lagt til hliðar af launum sínum í gegnum árin.  En eitthvað hefur þetta hlutverk tekið breytingum í áranna rás.  Lífeyrissjóðirnir, eru farnir að fjárfesta "grimmt" í atvinnulífinu hér á landi og segir í tilkynningu frá þeim (Framtakssjóði Lífeyrissjóðanna) að þarna hafi verið um "áhugaverðan" fjárfestingakost að ræða, án þess að útskýra það neitt frekar og það sem verra er enginn spyr neitt frekar um málið.  Til dæmis verslaði Framtakssjóðurinn stóran hlut í Icelandair.  Ekki fór nú hjá því að mér þætti þessi fjárfesting svolítið furðuleg því um daginn var ég að glugga í bók eftir Michael Porter sem heitir "On Competition", þessi bók var endurútgefin árið 2008 með þeim breytingum sem á tímabilinu hafa orðið en kom upphaflega út árið 19885.  Í þessari bók er borin saman arðsemi hinna ýmsu greina og þar er rekstur flugfélaga lang neðstur  með 5,9% arðsemi, þetta hefur örugglega ekki lagast síðan þetta var skrifað.  Þess vegna er  alveg með ólíkindum að verkalýðsforingjar skuli hefja máls á því að lífeyrissjóðirnir skuli notaðir sem einhver "félagsmálapakki" þó svo að um tímabundið ástand sé að ræða.  Svo hefur það aldrei komið á hreint hversu mikið raunverulegt tap lífeyrissjóðanna var við bankahrunið og hversu miklu af eigum almennra félagsmanna var sóað í einhver gæluverkefni og einkabruðl...........
mbl.is Vill aðkomu lífeyrissjóða að þyrlukaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Walter Ehrat

"Það er alveg með ólíkindum hvaða vitleysu menn geta látið fara frá sér og þá sérstaklega þegar menn í verkalýðsforystunni gera sig seka um svona óvitaskap."

Það er verið að tala um að gefa út skuldabréf með ríkisábyrgð og vöxtum! Þetta er einmitt hagstætt og öruggur kostur fyrir sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna auk þess að vera ódýrari kostur fyrir ríkissjóð og þar með mig og þig.

Þú ættir kannski að bíða eftir blaðamannafundinum og hlusta eftir hvað er verið að tala um áður en þú vænir menn um óvitaskap.

Walter Ehrat, 28.9.2011 kl. 10:30

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Walter, það er ekki til NEITT sem heitir alveg öruggt og blaðamannafundur réttlætir ekki svona "fávitahugmyndir".

Jóhann Elíasson, 28.9.2011 kl. 10:35

3 Smámynd: Walter Ehrat

Ég sé að þú ert svona bloggröflari. Þú ert bara að grafa þér dýpri holu með þessu svari.

Walter Ehrat, 28.9.2011 kl. 12:02

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Walter, óskaplega ert þú nú málefnalegur eða hitt þó heldur...  

Jóhann Elíasson, 28.9.2011 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband