KEPPNIN Á MORGUN ER NÁNAST FORMSATRIÐI HJÁ VETTEL............

Til þess að halda í vonina um titilinn þetta árið þarf Alonso annað hvort að vinna eða að verða í öðru sæti á morgun og þá þarf Vettel annaðhvort að klára utan stigasætis eða falla úr keppni.  Líkurnar á að eitthvað af þessu gerist eru stjarnfræðilega litlar.  En það sem kom mest á óvart í tímatökunni í morgun, var klúðrið í dekkjavalinu hjá Grosjean.  Hvort sem um var að ræða mistök hans eða liðsins er um alveg ótrúlegt dómgreindarleysi að ræða og þetta gæti orðið til þess að hann verði án stiga í kappakstrinum á morgun.  Það gæti orðið svo að þetta verði síðasta keppnin á Indlandi þó svo að forráðamenn brautarinnar fullyrði að Indlandskappaksturinn komi aftur inn 2015.  Indlandskappaksturinn er ekki á mótaröðinni 2014 og er fullyrt að Indland uppfylli ekki öll skilyrði þess að kappaksturinn verði haldinn þar og forráðamenn formúlunnar séu orðnir langþreyttir á að bíða endurbóta.  Þá er fullyrt að fjárfestar, sem standa að baki Maldonado séu búnir að missa þolinmæðina gagnvart slöku gengi Williams og er víst æstum fullvíst að hann fari til Lotus á næsta ári og í stað hans hjá Williams komi Massa.
mbl.is Vettel á ráspól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband