HVERNIG VÆRI NÚ AÐ MENN FÆRU AÐ SAMEINAST UM AÐ GERA ÞAÐ SEM ALLIR VITA AÐ ÞARF AÐ GERA?????

En einhverra hluta vegna þá eru þeir hlutir ALDREI gerðir.  Það vita það allir að svo til eina aðgerðin sem nýtist best fyrir þá sem eru á lægstu laununum ER AÐ HÆKKA PERSÓNUAFSLÁTTINN ÞAÐ MIKIÐ AÐ EKKI SÉU GREIDDIR SKATTAR AF LAUNUM UNDIR 250.000.  Ef þessi leið yrði farin væri lítið mál að "réttlæta" launahækkanir uppá 2% og alls ekki væri hægt að tala um einhverja verðbólgusamninga..............
mbl.is Tilraun sem verður að takast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hverjir eiga að taka höndum saman um það? Sú sem valdið hefur  þeim efnum, ríkisstjórnin, segir nei! Á þeim bænum eru skattalækkanir til lægstu tekjuhópanna undir engum kringumstæðum á dagskrá, allt svigrúm sem skapast er nýtt í skattalækkanir og ívilnanir til þeirra sem síst þurfa þess með. Það verður ekki hægt að halda því fram að þessu sinni að kauphækkun lægstu hópanna sprengi upp verðbólguna. Ég segi það og skrifa að þeir sem standa svona að málum eru haldnir því sem kallast skítlegt eðli.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.12.2013 kl. 14:05

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég veit ósköp vel að ríkisstjórnin hefur valdið.  En ekki verður séð að NEINN þrýstingur hafi verið á ríkisstjórnina í þessu efni, hvorki frá ASÍ eða SA og ekki hef ég séð neitt frá öðrum verkalýðsfélögum í þessa átt helst að eitthvað komi frá verkalýðsfélaginu á Akranesi.  Það er ekki eingöngu hægt að velta öllu á ríkisstjórnina, hún lætur undan þrýstingi ef hann er til staðar og er nægur.................

Jóhann Elíasson, 23.12.2013 kl. 14:30

3 Smámynd: Hjalti Tómasson

Þeir sem eiga að taka höndum saman er verkalýðshreyfingin. Hún hefur, ef allt væri með felldu, þann þunga og þau tæki sem þarf til að knýja á um breytingar. Hún hefur hinsvegar ekki haft þann dug sem þarf til að sameinast um kröfur sínar heldur situr hver smákóngurinn í sínu horni og ætlast til að tekið sé mark á honum. Bæði atvinnurekendur og ríkisvald vita að eins og staðan er núna er borin von til þess að það náist nokkur samstaða um eitt eða neitt inna verkalýðshreyfingarinnar. Forystan er veik og ekki til þess fallin að fylkja sínu fólki saman. Því miður.

Hjalti Tómasson, 23.12.2013 kl. 14:45

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Hef haldið því fram skattahagræðingar hefðu átt að öllu leiti að koma í staðinn fyrir krónuhækkanir að þessu sinni. Bendi á að með því að ríkið kosti til hækkun persónuafsláttar og lægri prósentutölu til launþega hefði það getað sparað sér skattalækkanir til fyrirtækjanna. Fyrirtækin hefðu einfaldlega fengið ígildi þessara lækkana í því að þurfa ekki að bæta við launakostnaði og reyndar líka hækkun fjármagnskostnaðar sem óhjákvæmilega kemur til þegar launahækkanir fara út í verðlagið sökum verðtryggingarinnar.

Jósef Smári Ásmundsson, 23.12.2013 kl. 16:46

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég gef nú ekki mikið fyrir þá rotnu myglusveppi sem hlaða sjálfviljugir undir rassgatið á auðmönnum en þarf svo að neyða eða beita þingunum til að þeir fáist til að laga kjör þeirra sem lepja dauðann úr skel. Að kjósa svoleiðis menn yfir sig einu sinni getur flokkast sem óhapp, en að gera það aftur er ásetningur  og ítrekað er það glæpsamlegt.

Hjalti, verkalýðurinn hefur afl til að hreyfa við hlutunum, kjósi menn svo. En eftir höfðinu dansa limirnir  og forysta verkalýðsfélagana er afar slöpp með örfáum undantekningum. ASÍ hagfræðingaslektið allt er liðónýtt drasl, verra en ekki neitt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.12.2013 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband