ER "BESTA LÍFEYRISSJÓÐAKERFI Í HEIMI" EITTHVAÐ AÐ GEFA SIG???

Því hefur lengi verið haldið fram að lífeyrissjóðakerfið á Íslandi væri það BESTA sem til væri og hingað horfðu aðrar þjóðir öfundaraugum.  En væri ekki ráð að skoða hversu "gott" þetta kerfi er í raun og veru?

  • Hér eru 18 sjóðir undir eftirliti FME, sem þýðir að þessir sjóðir eru með mjög mikla veltu og það sem meira er að hver og einn þeirra hefur yfir sér stjórn og dýrt stjórnunarbatterí.  Það má reikna með að upp undir fimm % af veltu þeirra fari í rekstur sjóðsins (þetta er varlega áætlað).  Fyrir utan þessa átján sjóði, sem eru undir eftirliti FME eru tugir smásjóða, sem hægt er að segja að lúti engu eftirliti (það hefur komið í ljós að áritun endurskoðenda er ekki einhver "gæðastimpill" sem tekur af allan vafa í sambandi við góðan rekstur).
  • Allir sjóðirnir eru með einhverjar "sér lög" um lífeyrisgreiðslur til maka ef lífeyrisþegi fellur frá (í flestum tilfellum fær maki 60% af réttindum lífeyrisþega en falli maki svo frá, falla réttindin alveg niður.  Hversu mikið ætli sé um að ógiftir einstaklingar falli frá sem hafa greitt háar fjárhæðir til lífeyrissjóða????  En ég verð að segja eins og er eftir að hafa skoðað ársreikninga nokkurra lífeyrissjóða að ég sé hvergi nokkurs staðar staf þess efnis að þeir hafi greitt erfðafjárskatt.
  • Vegna gjaldeyrishaftanna, er okkur sagt að lífeyrissjóðirnir þurfi að fjárfesta í atvinnulífinu, til þess að geta fengið "viðunandi ávöxtun" á eignir sínar.  En gengur það alveg upp að á meðan  lífeyrissjóðirnir eiga gríðarlegar eignir að þá verði sífellt að hækka lífeyrisaldurinn og skerða lífeyrisgreiðslur, er ekki einhver skekkja í dæminu????
  • Vinnuveitendur eru í stjórn lífeyrissjóðanna í krafti þess að þeir greiði svokallað mótframlag í sjóðina og vegna þess að "mótframlagið" er stærsti hluti lífeyrisgjaldanna eru þeir yfirleitt með stjórnarformennskuna á sinni hendi.  En hefur það aldrei hvarflað að neinum að í raun og veru borga atvinnurekendur ekki eina einustu krónu í lífeyrissjóðina því "mótframlagið" er hluti af launakjörum starfsmannsins.......

Nú er verið að væla út hækkun á lífeyrisaldrinum og lækkun lífeyris og þá verið að undirbúa einhverja meiriháttar breytingu, svo smám saman verði réttindi lífeyrisþega 0.  Er ekki tími til kominn að gerðar verði róttækar breytingar á lífeyrissjóðunum áður en þeir verða að óviðráðanlegu "skrímsli", sem stjórnar þjóðfélaginu meira og minna og það í meira mæli en er í dag????


mbl.is 595 milljarða vantar í lífeyrissjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Þetta er góður pistill hjá þér Jóhann um lífeyrissjóðina. Tek undir méð þér að þessi lífeyrissjóðsmál eru engan vegin í lagi. Það er kominn tími til að endurskoða þessa hluti og koma atvinnurekendum út úr stjórnum þessara sjóða.

Takk fyrir þessi skrif Jóhann 

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 25.6.2014 kl. 10:03

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir Sigmar en ég held nú að flestir ef ekki allir séu fyrir löngu búnir að átta sig á því að það er eitthvað mikið bogið við þetta lífeyrissjóðakerfi okkar.

Jóhann Elíasson, 25.6.2014 kl. 11:05

3 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Já Jóhann það eru flestir búnir að átta sig á þessu, en það virðist ekki vera neinn áhugi hjá þingmönnum né forustumönnum stéttafélaga til að taka á þessum málum.  Sennilega vilja forustumenn stéttafélaga ekki hrófla við kerfinu vegna þess að þeir sjálfir hagnast vel á þessu fyrirkomulagi.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 25.6.2014 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband