HVER ERU EIGINLEGA RÖKIN FYRIR VIÐSKIPTAÞVINGUNUM Á ÍSRAEL?

Það sem hefur helst verið öllu þessu til trafala er að menn ræða þessi málefni meira á tilfinningalegum nótum heldur en að beita málefnalegum rökum.  Hver er munurinn á tilfinningalegum rökum og málefnalegum rökum?  Jú, sá munur er nokkuð stór.  Um leið og þú ferð að ræða mál út frá tilfinningum þínum, til þess, ert þú búin(n)að missa sjónar á málefnalegum þætti málsins og ferð að halda fram hlutum sem ÞÉR finnst að eigi við í þessu máli.  Þegar ég fylgist með umræðum í þinginu, er þetta ótrúlega oft raunin, þegar rædd eru hin ýmsu mál.  Þetta er sérstaklega áberandi hjá þingmönnum sem hafa lagt í vana sinn að "steyta" hnefa út í loftið og leggja þannig áherslu á mál sitt og líka þeim sem hafa reynt að lítillækka aðra í ræðum sínum.  Ég nefni engin nöfn en flestir hljóta að vita við hverja er átt.
mbl.is Beitir sér ekki fyrir þvingunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

,,Steyta,, hnefa og beita í tilfellum!

Helga Kristjánsdóttir, 18.9.2014 kl. 12:11

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Nú, þeir eru á móti hvalveiðum íslendinga. Og bara vegna þess að hvalur gleypti einhvern Jónas.

Jósef Smári Ásmundsson, 18.9.2014 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband