ROTTURNAR FLÝJA SÖKKVANDI SKIP............

Er það virkilega svo að læknar séu það illa haldnir, í launum og öðrum kjörum, að þeir verði að forða sér til annarra landa?  Nei, þarna er eitthvað annað að baki og eins og sagt er "illa launar kálfurinn ofeldið".  Kannski er ekki sanngjarnt að tala um ofeldi í þessu tilfelli en það er búið að kosta miklu til við að mennta þetta fólk og er ekki hægt að ætlast til að þeir meti það að einhverju leiti?  Og svo kemur þetta eilífðar spursmál:  Er hægt að ætlast til þess að 320.000 manna þjóð sé með heilbrigðiskerfi eins og stórþjóð?  Væri ekki bararáð að skera þannig niður í heilbrigðiskerfinu, að við séum ekkert að rembast við að veita þessa þjónustu, sem kallar á dýrar og flóknar aðgerðir og útvistum þeim til ríkis, sem ræður almennilega við að veita þá þjónustu?  Þannig verður líka komið að miklu leiti í veg fyrir það að örfáir aðilar geti haldið þjóðinni meira og minna í gíslingu, eins og læknar gera í dag.........


mbl.is 4 meltingarlæknar hafa hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Ég skil ekki, hvað þetta fólk er að hugsa. Það er afar slæmt, þegar læknar láta aðeins peningahugsjón ráða því, hvort þeir vilja vinna hér á landi eða ekki. Maður getur skilið, að þeir séu óánægðir með aðrar aðstæður svo sem húsnæðið og gömul og úr sér gengin lækningatæki, en að fara bara vegna þess, að þeir fá ekki nógu mikil laun fyrir vinnu sína, og vilja himinhá laun, sem eru úr takti við allt annað, er óskiljanlegt. Þá væri hægt að spyrja, hvað réði vali þeirra á námsgrein í háskólanum - löngun til að líkna og hjálpa öðru fólki eða von um einhvern gróða? Að menn skuli ekki koma aftur heim úr námi erlendis og miða allt við stóra bróður úti í heimi leyfi ég mér að segja, að jaðri við heimsku. Minnir dálítið á ævintýri Andersens, Litli Kláus og stóri Kláus. Ég hélt einmitt, að fólk ætti að geta gert sér grein fyrir því, að hér á landi er ekki hægt að lifa við sömu skilyrði og úti í heimi hjá milljónaþjóðum, eins og þú segir réttilega. Hvað er þetta fólk eiginlega að hugsa? Mér finnst það vanta alla jarðtengingu, þegar það hugsar svona. Þetta gengur ekki.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 11:17

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér kærlega fyrir innlitið Guðbjörg Snót Jónsdóttir og gott innlit.  Ég var hræddur um að ég væri einn á þessari skoðun og það kæmu eingöngu athugasemdir sem endurspegluðu það....

Jóhann Elíasson, 1.12.2014 kl. 11:33

3 identicon

Sæl veriði Jóhann og Guðbjörg Snót.  Ég heiti Kristbjörg og er barnalæknir í Svíþjóð.  Ein af þessum sem þið kallið heimska.  Ég vinn á barnaspítala á vökudeild, líkna og lækna veikum nýfæddum börnum á hverjum degi og geri allt sem ég geti til að hjálpa foreldrum þeirra að komast í gegnum þennan erfiða tíma, þetta er erfitt starf en mjög gefandi að geta hjálpað fólki, enda þess vegna sem ég varð læknir.  Ég lærði læknisfræði á Íslandi í 6 ár, var á námslánum sem ég er núna búin að borga tilbaka, með vöxtum, vann líka með náminu og mjög mikið eftir námið.  Ég vissi fljótlega að ég vildi verða nýburalæknir, það var algjörglega mín hugsjón en fyrst þarf maður að verða barnalæknir. Það er hins vegar ekki hægt að hvorki hægt að verða barnalæknir né nýburalæknir á Íslandi, maður verður að flytja til útlanda til þess, þess vegna flutti ég til Svíþjóðar.  Eftir 7 ára sérfræðinám á kostnað sænska ríkisins er ég núna barnalæknir og nýburalæknir, sænska ríkið borgaði allt sérfræðinámið mitt og ég skulda sænska ríkinu mun meiri pening en því íslenska ef við ættum að fara út í það.  

Grunnkaupið mitt í Svíþjóð er 2 x hærra en ég fengi á Íslandi fyrir sömu vinnu, ég vinn fullt af vöktum í Svíþjóð en fæ hluta þess borgað í fríi.  Þess vegna finnst mér allt í lagi að vinna mjög mikið á tímabilum, kannski allt upp í 100 t á viku af því að í staðinn á ég svo frí í heila viku af og til yfir árið fyrir utan sumarfríið, það á maður ekki sem læknir á Íslandi.  Vaktafrísvikurnar nota ég mér oft til að koma heim til Íslands og nýt lífsins, nýt þess að vera með fjölskyldu og vinum í heila viku.  Það gæti ég ekki ef ég byggi á Íslandi því ég væri alltaf í vinnunni, nema kannski í sumarfríinu.

Í Svíþjóð borga ég 1,75% vexti af húsnæðisláninu mínu, á Íslandi myndi ég borga einhverstaðar á bilinu 4,75- 7,5% vexti svona ca eftir því hvaða lán ég væri með, er það ekki?  Ég borga líka niður sænska lánið mitt, það hækkar ekki með tímanum heldur lækkar.  Þess vegna get ég leyft mér að njóta lífsins í frítímanum mínum og þarf ekki að vera í endalausri aukavinnu enda er lífið ekki bara vinna ekki satt ? Finnst ykkur ég samt heimsk?  

Mig grunar á skrifum ykkar að enginn nákominn ykkur sé læknir annars mynduð þið hafa betri innsýn inn í líf lækna á Íslandi, hversu mikið þeir þurfa að vinna, hversu mörg kvöld, nætur, helgar, hátíðisdaga og hvað þeir vinna oft frameftir kauplaust, einmitt af samvisku við sjúklinga sína.  Þið mynduð þá heldur ekki kalla þá rottur.  Það læðist jafnvel að mér sá grunur að þið hafið sloppið við að þurfa að nýta ykkur læknisþjónustu í stórum stíl en ég hef kannski rangt fyrir mér, enda kalliði mig heimska.

Þú spyrð Jóhann hvort hægt sé að ætlast til að Ísland sé með almennilegt heilbrigðiskerfi eins og aðrar þjóðir.  Hvaða þjónustu myndirðu vilja skera niður, hvaða sjúklingahóp á að senda til útlanda?  Alla meltingarfærasjúklinga, alla sem þurfa í hjartaþræðingu, krabbameinsveik börn?  fullorðna krabbameinssjúklinga?  Geðsjúklinga? Það er reyndar alveg örugglega dýrara fyrir ríkið en það mun koma í ljós á næstu árum því það er það sem blasir við íslenska heilbrigðiskerfinu.  

Launin eru eitt af mörgum vandamálunum við heilbrigðiskerfið á Íslandi. Eins og þið kannski hafið lesið hafa laun lækna ekki fylgt þróun annarra háskólamenntaðra stétta undanfarin ár,  á bara að kyngja því af því að starfið er göfugt?  Má ekki vinna göfugt starf og fá réttlát laun fyrir mv menntun og ábyrgð og mv aðrar stéttir hjá ríkinu með svipaða menntun?

Ég biðst afsökunar ef ég er dónaleg og hvað ég er hörundssár en mér ofbauð hvað þið talið illa um mig.  Kallið mig rottu, fégráðuga og segið mig heimska, þið þekkið mig ekki neitt.  Ef læknar á Íslandi létu bara peningahugsjón ráða, þá væru þar engir.

kveðja Kristbjörg

sem er ekki á leiðinni heim í núverandi ástand og skammast mín ekkert fyrir það

ps hér er útlistað hvað læknir kostar íslenska ríkið, veit ekki hvað td verkfræðingur kostar, eða hjúkrunarfræðingur sem fer líka til útlanda og vinnur í staðinn fyrir að vinna á Íslandi.  http://www.visir.is/hvad-kostar-laeknir-og-hver-borgar-/article/2013711149975

Kristbjörg (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 19:02

4 identicon

"það er búið að kosta miklu til við að mennta þetta fólk og er ekki hægt að ætlast til að þeir meti það að einhverju leiti?" 

Sérnám lækna, sem þeir fá í útlöndum, kostar viðkomandi ríki u.þ.b. tífalt það sem grunnámið kostar á Íslandi. Hverjum skulda þeir hvað?

Friðrik (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 21:51

5 identicon

"Heimska" væri að húka hér á þessu landi með ömurleg laun og glataðan vinnutíma út af einhverri þjóðernishyggju þegar þú getur haft það margfallt betra í nágrannalöndum. En kannski er það bara ég?

Sævar (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 22:18

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Kristbjörg, bentu mér á hvar ég kallaði ykkur lækna heimska og er einhver að sækjast eftir því að fá þig aftur til Íslands?  Þú varst ekki kölluð rotta Kristbjörg heldur var þér líkt við slíka á þessu er munur.  Ekki hef ég getað séð að læknar beri nokkra ábyrgð á mistökum sem þeir gera í starfi heldur er læknastéttin fræg fyrir að hylma yfir með starfsfélögunum.  Ég held ég hafi komið ágætlega inná það hvaða þjónustu ég vil skera niður og ég þarf ekkert á þínum tillögum að halda í því efni, sem ég get ekki betur séð en að hafi þann tilgang einan að gera lítið úr því sem ég skrifa.  Friðrik, hver var að tala um sérnámið heldur er verið að tala um læknadeild HÍ og allan þann kostnað sem henni fylgir en þú virðist telja það alveg sjálfsagt að halda henni óbreyttri úti.

Jóhann Elíasson, 1.12.2014 kl. 22:34

7 identicon

Rek augun í að þú ert fyrverandi stýrimaður, iðnrekstrarfræðingur og rekstrarfræðingur. Það nám getur nú varla verið ókeypis og sjávarútvegurinn er ein helsta stoð Íslands. Er það ekki skilda þín að sækja sjóinn fyrir Ísland og heilbrigðiskerfið?

Þórir Már Björgúlfsson (IP-tala skráð) 1.12.2014 kl. 23:10

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þórir, hvað hefur sjómennska að gera með heilbrigðiskerfið??

Jóhann Elíasson, 1.12.2014 kl. 23:28

9 identicon

Þú virðist líta svo á að þeir sem hafi ákveðið að mennta sig sem lækna beri skyldu til að starfa sem slíkir hér á landi. Nú ert þú stýrimaður og sjávarútvegurinn ein meginstoð íslensks efnahags sem meðal annars borgar að hluta fyrir heilbrigðiskerfið. Ef það er skylda lækna að starfa Íslandi þar sem þeir sóttu menntun sína þangað afhverju gildir það sama ekki fyrir þig eða aðrar stéttir á Íslandi. Afhverju mátt þú skipta um starsvettvang sem færa má rök fyrir að sé mikilvægur fyrir íslenskt efnahagslíf en ef læknir gerir það þá er hann kallaður rotta.

Þórir Már Björgúlfsson (IP-tala skráð) 2.12.2014 kl. 00:02

10 identicon

Guðbjörg heldur þú að viðskiptafræðingur hafi farið í sitt nám einvörðungu af hugsjón?  Eða er heimskan jafn mikil hjá þér?

Ég held Jóhann að þú þurfir að leita þér rottu, nei fyrirgefðu, læknis.

Að líkja heilli starfsstétt við rottur sýnir hvað þú ert sjúkur elsku kallinn minn. Og síðan mættir þú láta líta á sjónina hjá þér líka þar sem þú virðist ekki hafa séð hvað sú heimska kona G. Snót Jónsdóttir skrifaði.

thin (IP-tala skráð) 2.12.2014 kl. 00:21

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Thin, ekki lagast þú með aldrinum.  Mikið óskaplega vorkenni ég fjölskyldu þinni, sem þarf að umgangast þig og þola vitleysuna í þér daglega.............

Jóhann Elíasson, 2.12.2014 kl. 08:10

12 identicon

Jóhann minn ég veit að þér er það eðlislægt að vera dónalegur og kasta skít í alla sem eru þér ekki sammála. En reyndu nú einu sinni að vera málefnalegur í umræðunni.

thin (IP-tala skráð) 2.12.2014 kl. 08:20

13 identicon

Elsku Íslenskir laeknar!

Thid eru innilega velkomin til Svíthjódar, vid elskum ykkur og vid kunnum ad meta ykkur sem laekna og manneskur!! Thid eru ekki bara betra laeknar en margir hér í Svíthjód thid eru líka mjög vinsael sem kennarar og rannsóknalaeknar. Hér sjáum vid íslenska laekna hátt uppsettir alls stadar. Stóran knús til ykkar!!

kristin hjörleifsdottir steiner (IP-tala skráð) 2.12.2014 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband