ÞESSIR MENN ÆTTU AÐ LÁTA SKOÐA Á SÉR HAUSINN - ÞVÍ ÞEIR VIRÐAST EKKERT MUNA EÐA VITA FRÁ DEGI TIL DAGS....

Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra, gekk þannig frá málum að þegar hann SLEIT viðræðunum við ESB árið 2012 að ekki yrði um viðræður að ræða fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðsluEn núna vilja INNLIMUNARSINNAR þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort EIGI að halda viðræðum áfram.  Til hvers væri sú þjóðaratkvæðagreiðsla eiginlega? Og á svo að halda AÐRA þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort eigi að fara í INNLIMUNARVIÐRÆÐUR við ESB og svo þá þriðju um það hvort fólk vill INNLIMAST ESB? Gera menn sér ekki nokkra grein fyrir því að ein þjóðaratkvæðagreiðsla kostar tugi ef ekki hundruði milljóna króna menn gera það ekki af gamni sínu að fara út í þannig lagað.  Þessi þjóðaratkvæðagreiðsla sem INNLIMUNARSINNAR vilja fá og boða í þessu væntanlega frumvarpi er með öllu óþörf og ekkert annað en bruðl með fjármuni almennings.


mbl.is Vilja að þjóðin fái að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Jóhann, þú segjir nákvæmlega allt sem segja þarf, án þess að gera þér grein fyrir því. Þegar Alþingi ákvað að hefja samningaviðræður við ESB, þá lá alltaf fyrir að setja samninginn í þjóðaratkvæði, en bara einu sinni, sem eðlilega var nóg. Fyrir kostningar 2009 voru allir flokkar með það á sinni stefnuskrá, utan VG að fara í viðræður við ESB. Þegar að stjórnarmyndun kom milli SF og VG þá lýsti VG því yfir að þeir væru á móti ESB, EN að fólkið í landinu ættu að fá að ráða í þjóðaratkvðagreiðslu um þann samning sem lægji á borðinu, mér vitanlega hefur VG ekki kvikað frá þeirri stefnu. 

Jónas Ómar Snorrason, 18.3.2015 kl. 17:06

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað geri ég mér fulla grein fyrir því að Alþingi ákvað að senda umsóknina.  En árið 2012 SLEIT fyrrverandi utanríkisráðherra viðræðunum við ESB.  HVERS VEGNA FÓR SÁ GJÖRNINGUR EKKI FYRIR ALÞINGI OG HVERS VEGNA VAR EKKI ÞEGAR Í STAÐ BOÐAÐ TIL ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLU?

Jóhann Elíasson, 18.3.2015 kl. 20:15

3 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Jóhann, ég hélt þú vildir halda þjóðarakvæðagreiðslum í lágmarki, segðu hug þinn, hvað viltu margar þjóðaratkvæðagreiðslur??? Ég er einn af 82% þjóðarinar sem vill ljúka samningaviðræðum, legjja síðan samning fyrir þjóðina punktur. Er bara ekkert að segja að ég sé hlintur að ganga í ESB, en vil klára þetta í eitt skipti fyrir öll, og fá að taka eigin ákvörðun. Þarf engan Gunnar Braga til þess fyrir mig.

Jónas Ómar Snorrason, 18.3.2015 kl. 20:34

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það sem ég er að segja þarna er það að stjórnarandstaðan er þarna komin í mótsögn við sjálfa sig með því að slíta viðræðunum árið 2012 og sjá ekki ástæðu til að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu en rjúka upp núna og heimta þjóðaratkvæðagreiðslu þegar þeir eru komnir í stjórnarandstöðu.  Það sést á athugasemd minni númer 2 að ég tel þessari þjóðaratkvæðagreiðslu, sem stjórnarandstaðan leggur til núna, ofaukið og þar sé um að ræða lýðsskrum og ekkert annað.  Ef VG vildi að þjóðin kæmi að þakvörðun í ESB málum, hvers vegna lagðist þá flokkurinn gegn því að þjóðin fengi að kjósa um hvort umsókn yrði send inn???????

Jóhann Elíasson, 18.3.2015 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband