REIKNAÐI HANN KANNSKI MEÐ ÞVÍ AÐ HÆGT YRÐI AÐ AFLÉTTA HÖFTUM ÁN NOKKURRA AFLEIÐINGA?????

Til þess að minnka þau áhryf sem aflétting hafta hefur á hagkerfið, er farið í þær aðgerðir sem taldar eru bestar.  Nú  hillir undir einhverjar framkvæmdir í þá veru að losun hafta verði að veruleika, sem er mun meira en gerðist í fjármálaráðherratíð Gunnarsstaða Móra.  Kannski er það vegna þess að núverandi ríkisstjórn hefur sýnt það að hún tekur á málunum og framkvæmir öfugt við fyrri ríkisstjórn, að Gunnarsstaða Móri sér sig knúinn til að gagnrýna öll hennar verk...............


mbl.is Afnámið gæti þýtt vaxtahækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þarf ekki að rökstyðja það fyrst afhverju eigi yfir höfuð að leyfa hömlulausa fjármagnsflutninga?

Síðast þegar það var gert þá varð nefninlega bankahrun og þriðja stærsta gjaldþrot mannkynssögunnar.

Ef þú hefðir lent í alvarlegu umferðarslysi vegna þess að búið var að taka bremsurnar af bílnum þínum, myndirðu þá gera það þitt fyrsta verk þegar þú værir kominn út af spítalanum og búinn að fá nýjan bíl, að taka bremsurnar af honum líka? Ef einhverjum þykir það skynsamlegt ætti hann kannski ekki að vera í umferðinni...

Guðmundur Ásgeirsson, 14.4.2015 kl. 11:10

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Vinstraliðið hefur talað um það undanfarin tvö ár að það kosti landið stór fé að vera með gjaldeyrishöft og veinaði um það hvar og hvenær sem þau gátu um aðgerðarleysi Núverandi Rikisstjórnar um aðgerðaleysi.

Nú þegar Ríkisstjórnin hefur tilkynnt að höftin verði tekin af á næstu vikum, þá veinar vinstraliðið að þetta sé algjör della og eigi ekki að fara út í svona vafasamar aðgerðir.

Hvað með allt þetta fé sem tapast meðan höftin eru í gildi?

Hvernig er hægt að vinna með svona fólki sem veit ekki hvað það vill.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 14.4.2015 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband