AÐ SJÁLFSÖGÐU ÞURFTI VINSTRI HJÖRÐIN AÐ FINNA AÐ AÐGERÐUM RÍKISSTJÓRNARINNAR, Í TENGSLUM VIÐ KJARASAMNINGANA

En eins og allir vita þá er þessi órói á vinnumarkaði pólitískt hryðjuverk runnið undan rifjum vinstri manna og handbenda þeirra.  Þegar vinstri sjórnin (Ríkisstjórn Fólksins, eins og Heilög Jóhanna sagði) reyndi aldrei á hana í vinnudeilum en þá var notað tækifærið og skattar og gjöld voru hækkuð út í það óendanlega (sjálfsagt að Norrænni fyrirmynd) og svo þegar núverandi ríkisstjórn LÆKKAR þá aftur, talar Gunnarsstaða Móri um að verið sé að aðlaga skattkerfið að FjálshyggunniÞvílíkur bullari sem maðurinn getur verið.


mbl.is Lægsta þrepið verður lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta er nú meira bullið hjá þér. Staðreyndinrnar eru þessar. Í kjölfar einhvers mesta hruns í heiminum sem orsakaðist af stjórnarstefnu núverandi stjórnarflokka í 12 ár frá 1995 til 2007 stóð ríkissjóður uppi með 216 milljarða halla. Sú ríkisstjórn sem þá tók við þurfti að takast á við þann halla og það var ekki gert öðruvísi en með blandaðri leið skattahækkana og sparnaðar í ríkisútgjöldum. Í þeim aðgerðum var tekjulægsta fólkinu hlíft ens og kostur vaar enda minnkaði tekjuójöfnuður mikið á seinasta kjörtímabili en hann hafði aukist mikið á kjörtímabilinu á undan og einnig það sem af er núverandi kjörtímabili. Þessi mikli samdráttur í tekjuójöfnuði var að stærstum hluta til vegna aðgerða fyrri ríkisstjórnar. Þennig stóð ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir svo sannarlega við loforðið um "skjaldborg um heimilin" þó ýmsir séu að reyna að telja fólki trú um annað.

Stéttafélögin höfðu skilning á ástandinu og vissu að verkföll við þær aðstæður sköðuðu alla og þá sérstaklega þá sem voru að berjast í bökkum við að standa í skilum og halda húseingum sínum. Þau vissu einnig sð stór hluti fyrirtækja barðist í bökkum og því væri hætta á að það mikla atvinnuleysi sem þá var eftir gjaldþrot stjórnarstefnu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarfloks og því væri ljóst að verkföll og miklar launahækkanir myndu auka atvinnuleys enn frekar.

Seinustu ríisstjórn tókst að eyða halla ríkissjóðs sem var rekin hallalaus árið 2013 sem var síðasta árið sem unnið var eftir fjárlögum hennar auk þess að eyða að mestu því mikla atvinnuleyusi sem var þegar hún tók við. Það að stéttafélögin gæfu henni ráðrúm til þess skipti miklu máli.

Nú þegar fyrirtækin eru farin að græða aftur vegna þess hversu vel seiustu ríkisstjórn tóks til við að endurreysa efnahag þjóðarinnar eftir þær rústir sem stjórarstefna Sjálfstæðisfloksk og Frmsóknarflokks skildi eftir sig vilja launþegar eðlilega fá sinn skerf að bættum efnahag. Þeir réttu ríkisstjórninni útrétta hönd með tilboði um þjóðastátt með hóflegum kjarasamningum á seinasta ári með samningum þar sem stjórnvöld komu að með fullt að loforðum um aðgerðir stjórnvalda. Þannig var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks boðið upp í dans af stéttarfélögunum í gerð þjóðarsáttar. Það sem síðan hefur gerst er að ríkisstjónrin hefur svikið nánast öll loforðin sem hún gerði við stéttafélögin þannig að nú segja forráðarmenn þeira að þeir taki loforð ríkisstjórnarinnar varlega og taki þau ekki í stað launahækkana.

Þetta er ástæða þess hversu mikil harka er í kjarasamningnum núna. Það er sök ríkistjórnarinnar sem hefur upp á sitt eindæmi kastað stríðshanska ganvart stéttafélögunum bæði með sviknum loforðum og einnig með aðgerðum sem fyrst og fremst gagnast þeim betur settu í þjóðfélaginu. Í þann flokk fellur skuldaniðurgreiðslan sem fyrst og fremst gangnast þeim betur settu en þeir verr settu borga brúan núna í formi hærri vaxta en annars væri.

Svo til að bæta gráu ofan á svart kynnir ríkisstjórnin nú skattalækkanir sem fyrst og femst gagnast þeim tekjuhæstu. Staðryndin er sú að lækkun á skattpósentu gagnast fyrst og fremst þeim tekjuhæstu jafnvel þó um sé að ræða lækkun á skattprósendu læsta þrepsins. Þeir sem hafa tekjur sem rétt slefa yfir skattleysismörkin fá lítið út úr lækkair skattprósentu. Það sem fyrst og fremst gagnast þeim tekjulægstu er hækkun persónuafsláttarins en hann hækkaði ríkisstjórnin aðeins um 0,8% um seinustu áramót meðan hún hækkaði skattleysismörk hærri þrepana um 6,6%. Og enn á stærsta aðgerðin að felast í því að hækka sattleysismörk miðþrepsins og á endanum að leggja það niður. Það gagnast ekki lágtekjufólki.

Það er því svo mikið kjaftæði að það hálfa væri nóg að halda því fram að stéttafélögin séu í herferð gegn núverandi ríkisstjórn en hafi teið silkihönskum á seinustu ríkisstjórn. Gleymum því ekki heldur að það svigrúm sem núna er tl skattalækkana er til komið vegna þess árangurs sem seinasta ríkisstjórn náði í ríkisfjármálum en núverandir ríkisstjórn ákveður að nota það svigrúm til að hygla þeim tekjuærri í þjóðfélaginu. Það hefði seinasta ríkisstjórn ekki gert hefði hún fengið að halda áfram sínu góða starfi.

Sigurður M Grétarsson, 30.5.2015 kl. 10:11

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Svo talar þú um BULL í öðrum Sigurður, ég hef sjaldan lesið meira BULL en þessa athugasemd frá þér, enda kannski ekki við öðru að búast þegar þú átt í hlutSíðasta ríkisstjórn náði akkúrat ENGUM árangri við skulum bara hafa það á hreinuÞað er óumdeilt að síðasta ríkisstjórn gerði langt yfir 100 breytingar á skattkerfinu og ALLAR voru þær til HÆKKUNAR og ALLAR aðgerðir hennar sem varið var út í til hjálpar heimilunum reyndust gagnslausar eða höfðu þveröfug áhrifOg þú skalt ekki reyna að bera á móti því að þessi átök, sem hafa verið á vinnumarkaði undanfarið, eru meira og minna pólitísk og hafa sáralítið með kjarabaráttu að geraÞað þarf nú ekki annað en að skoða framgöngu formanns BHM til að sjá það og margt fleira er til að styðja þá niðurstöðu.

Jóhann Elíasson, 30.5.2015 kl. 11:15

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jóhann. Það hefði ekki skipt neinu máli hvaða flokkar hefðu tekið við eftir hrun, það hefði alltaf þurft að hækka skatta og það verulega. Það var ekki hægt að halfa áfram með 216 milljarða kr. ríkissjóðsalla sem þjóðin fékki í arf eftir skipbrot stjórnarstefnu Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Það sama á við um sparnað í ríkisútgjöldum. Bæði skattahækkanir og sparnaður ´ríkisútgjöldm eru óhjákvæmilegar aðgerðir þegar efnahagshrun skilur ríkissjóð eftir með um 40% ríkisfjárhalla.

Það skipti hins vegar máli hvernig nausðynlegar skatthækkanir og sparnaðaraðgerðir voru framkvæmdar. Þar máði síðasta ríkisstjórn miklum árangri í að hlífa þeim sem verst stóðu á sama tíma og þessum mikla ríkissóshalla var eytt og einnig að mestu því mikla atvunnuleysi sem fylgdi hruninu. Það er alveg á tæru að núveradi ríkisstórnarflokkar hefðu ekki forgangsraðað með sama hætti fyrir þá tekjulægstu og því hefðu þær hörmungar sem fylgdu hruninu orðið mun meiri en annars hefði orðið.

Það blasir við öllum sem ekki eru blindaðir af ofstæki gagnvart Samfylkingunni eins og þú að seinasta ríkistjórn vann kraftaverk í því að ná þjófélagiu upp úr því skipbroti sem núverandi stjórnarflokkar ollu henni. Núverandi ríkisstjórn hefur ekkert annað gert en að skemma fyrir þeim árangri sem hefur náðst og er til dæmis atvinnuleysi aftur farið að aukasat og sömuleiðis landflótti og það er að mestu leyti aðgerðum núveransi ríkisstórnar að kenna.

Það er óumdeilt og hefur meðal annars komið fram í skýrlsu hjá Seðlabankanum að aðgerðir síðustu ríkissjórnar í skuldamálum hafa gagnast vel þeim heimilum sem verst standa og bjargað þúsundum ef ekki tugþúsu8ndum heimila frá alvarlegum skuldavanda og gjaldþroti í mörum tilfellum. Og það fyrir mun lægri utgjöld ríkissjóðs en þau sem núverandi ríkisstjórn hefur farið út í sem gagnast minnst þeim sem verst standa en er að stærstum hluta til á kostnað þeirra. Það eru því aðgerir núverandi ríkisstórnar sem hafa öfug árhrif með þeim hætti að auka vanda þeirra sem verst standa öfugt við aðgerðir seinustu ríkisstjórnar.

Sigurður M Grétarsson, 30.5.2015 kl. 11:36

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hefurðu enga verki með þessu rugli þínu, Sigurður..............

Jóhann Elíasson, 30.5.2015 kl. 11:56

5 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Síðuhafi drullar yfir fólk og hendir skít í þá sem ekki er honum sammála...ekkert nýtt í þeim efnum.

Friðrik Friðriksson, 30.5.2015 kl. 12:28

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Æi Friðrik, ertu eitthvað tregur eða hvað er aðÉg var búinn að segja þér að ef þú átt það á hættu að sé hreytt í þig skít eða drullað yfir þig  ef þú kemur inn á þessa síðu, væri einfaldast fyrir þig að sleppa því alveg að koma hér innEkki kem ég til að sakna þín hið minnsta.  En eitthvað virðist vera að í hausnum á þér því þú heldur áfram að taka áhættuna.......

Jóhann Elíasson, 30.5.2015 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband