SENNILEGA "FÓRNARLAMB" HVALASKOÐUNAR....

En "Umhverfis-Ayatollarnir" tala mikið um hvað sé nú mikið betra að "sýna" bara hvalina í stað þess að skjóta þá þannig sé hægt að margnýta sama hvalinn.   En Þvílíkt bull sem þetta erHvernig skyldi standa á því að ekki er lengur hrefna í Faxaflóa?  Þessu er einfalt að svara.  Hvalaskoðunarbátarnir eru flestir gamlir og með fremur háværar dísilvélar og til að sjá hvalina sem best er siglt alveg upp að þeim.   Þetta veldur hvölunum truflunum og hávaðinn frá bátunum veldur þeim miklum skaða og vilja margir meina að þetta trufli og jafnvel valdi skemmdum á "staðsetningarkerfi" þeirra og valdi aukningu á árekstri hvala og skipa og því að þeir syndi meira á land en verið hefur, þeir hafi bara einfaldlega flúið til  að fá frið.  Þetta kemur fram í Kanadískri doktorsritgerð: "Corbelly, Claudio,(2006), AN EVALUATION OF COMMERCIAL WHALE WATTCHING ON HUMBACK WHALES, MEGAPTERIA NOVAENGLAEA, IN NEWFOUNDLAND AND LABRADOR, AND THE EFFECTIVINESS OF VOLUNTARY CODE OF CONDUCT AS A MANAGEMENNT STRATEGY, New Foundland".  Kannski þarna sé ástæðan fyrir því að Norðursigling á Húsavík er að skipta yfir í seglbáta?


mbl.is Hval rak að landi við Stakksey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband