ENDA VIRÐIST EKKI VERA NEINN VILJI TIL AÐ SEMJA HJÁ FORYSTU BHM

Á meðan forystusveit BHM, er bara á einhverju pólitísku ferðalagi, er alveg tilganfslaust að vera að boða til samningafundar.  Formaður samninganefndar BHM, er margbúinn að segja það og sýna að hann ætlar EKKERT að gefa eftir af kröfum BHM og það hefur mátt skilja á honum "að samningar séu ekki inni í myndinni nema gengið verði að ÖLLUM kröfum BHM" og í sama streng hefur formaður BHM tekið.  En bæði virðast þau vera búin að gera þetta að pólitískri baráttu, þar sem á að koma höggi á ríkisstjórnina, hvað sem það kostar....


mbl.is Enginn fundur boðaður í deilu BHM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

þetta er svo barnalegt hjá þér Jóhann. Bara til þess að vera hjúkrunarfræðingur, lífeindarfræðingur ofl. ofl. sem krafist er, þarf háskólanám. Þetta fólk hefur enst til að ljúka sínu tilskilda námi mestmegnis á lánum, sem borga þarf til baka. Eins og ég skil þíg, þá bað engin um, að þetta fólk færi þessa braut, en samt skyldar löggjafin þau til þess, vilji þau strfa við slíkt. Nú titlar þú þig stýrimann, tökum landið sem togara t.d. Skipstjóri sem farið hefur í nám, og verður að gera, fær 2 hluti. Fyrsti stýrimaður með sama nám fær 1,5 hlut, annar stýrimaður(jafnvel með sömu menntun) fær 1 1/4 hlut, kokkur fær 1 1/8 hlut, en háseti fær 1 hlut, sama hver menntun hann hefur verið, ófaglærður sem faglærður. Það sem ég er að segja, er að það er aumingjaskapur og rökleysi að bendla þetta við flokka pólitík, eins og ef það væru framsjallar þarna við samningaborðið, þá BARA væri því tekið sem að er rétt, þannig talar þú!!! 

Jónas Ómar Snorrason, 27.6.2015 kl. 22:46

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er búið að lækka hlutinn hjá kokknum? Þegar ég var á þessu var kokkurinn með 1 1/4.  Kanntu ekki að lesa Jónas eða er lesskilningnum eitthvað ábótavant?  Það sem ég er að segja er að þegar gengið er til samninga þá þurfa BÁÐIR aðilar að gefa eftir af kröfum sínum - ekki bara annar.  Ég titla mig ekki sem stýrimann, það er mesti misskilningur hjá en aftur á móti var ég einu sinni stýrimaður.  Þetta er pólitískt hjá þessum tveimur aðilum og það eru mikið fleiri en ég sem hafa séð það.  Þeir einu sem ekki vilja sjá það eru þeir sem tileyra þessari vinstri hjörð.  Ég held að það sjái það allir að þessi miðstýrða kjarabarátta er algjörlega úrelt og þarf virkilega að fara yfir allt þetta kerfi og hrista rækilega upp í því.

Jóhann Elíasson, 27.6.2015 kl. 23:01

3 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Þegar þú bendir á það, þá hefur þú rétt fyrir þér varðandi kokkinn:). Einu sinni stýrimaður, ávallt stýrimaður. Það er þessi klassiska spurning um báða aðila, þeir þurfi að ná saman. Ég lagði fyrir þig dæmi, sem ég taldi að þú myndir skylja, sem er. Fólk sem starfs síns vegna þarf að taka lán fyrir til að öðlast þau réttindi sem til þarf, myndar þar með bagga á sér, þú skilur þetta Jóhann, ekki satt. Löggjafinn krefst þess. Ok, ef engin myndi sinna þessu tiltekna námi, síðan starfi, þá yrðu þeir sendir til "Köben", sem þjónustuna þyrftu, það væri nú ekki fullvalda þjóð til vegsauka Jóhann. Síðan er það umhverfið sem gerir það að verkum, að lán hækka stundum úr takti við greiðslugetu, m.a. vegna lélegs gjaldmiðils, sem þarf stuðning frá verðbólgu, háum vöxtum og verðtryggingu. En er sammála því, að taka þarf upp nýtt kerfi, sem miðar að því, að fólk geti yfir höfuð lifað á dagvinnulaunum sínum. Hvernig það yrði gert leysum við ekki hér.   

Jónas Ómar Snorrason, 27.6.2015 kl. 23:48

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Furðulegt að það þurfi háskólanám fyrir pillugjafir á sjúkrahúsum en enga mentun fyir mömmu að gefa pillur.

Auðvitað á að setja lög á þetta allt saman og taka verkfallsréttinn af þessu fólki.

Breyta lögunum hjúkrunarfræðinga, ekkert háskólanám heldur verklegt nám money see, money do.

Ef þau eru ekki ánægð með þetta þá geta þau sagt upp og farið til Noregs. Af hverju er svona mikill skortur af hjúkrunarfræðingum í Noregi, getur tekið við öllum íslenskum hjúkrunarfræðingum? Er eitthvað að hjúkrunarfræðinga kerfinu í Noregi?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 28.6.2015 kl. 01:48

5 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Þetta er nú full mikil einföldun Jóhann Kr. að það sé einungis um pillugjafir að ræða. Ég vil alla vega trúa því, án þess að hafa um það minnstu hugmynd, að t.d. hjúkrunarfræðingar séu eins konar semi læknar. Hins vegar er spurning hvort námið sé ekki of langt. Það á ekki bara við þessa stétt, tökum dæmi um bílpróf. þegar ég fékk bílpróf tók ég um 6-8 klt. í verklegu(keyra bíl), síðan valdi ég milli 5 spjalda hvert með 10 spurningum(geri ráð fyrir að öll hafi þau innihaldið jafn margar spurningar), svaraði, og stóðst, voila og skírteinið í höfn. Nú í dag er þetta hvað mánuðir í bóklegri kennslu, sem engu skilar nema auknum kostnaði, en síður en svo betri ökumönnum. Það er kannski einkaframtakið, sem vill allt blása út til þess að hafa sem mestan aurinn, hver veit?

Jónas Ómar Snorrason, 28.6.2015 kl. 07:40

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er alltaf dapurt þegar einstaka launþegar stilla sér upp með launagreiðendum gegn samherjum sínum í baráttunni. Með því að reyna að brjóta niður kjara- og réttinda baráttu samherja þá bregða menn fæti fyrir enga nema sig sjálfa.

Í hvoru liðinu spilar þú Jóhann? Þegar þú stendur í þinni kjarabaráttu, á þá BHM að stilla sér upp með þínum launagreiðanda og sverta þig og þinn málstað sem mest þeir mega? Engu er líkara en pólitíkin, sem þér er svo tíðrætt um, hafi svipt þig allri skynsemi!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.6.2015 kl. 11:38

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég er í liði landsmanna, annað hvort vill þetta fólk Sem fór í hjúkrunarfræði  vinna og eiga heima á Íslandi eða það vill fara til sælu ríkisins Noregs, eins og sagt er hér it is time to shit and get of the pot.

það er ekki endalaust hægt að haga sér eins og Talibanar eða ISIS og halda sjúklingum landsins sem gíslum vegna græðgi hjúkrunarfræðinga.

Af hverju vantar svona mikið af hjúkrunarfræðingum í Noregi?

Er eitthvað að heilbrigðiskerfinu í Noregi að Norðmenn vilja ekki verða hjúkrunarfræðingar?

Því er haldið fram að hundruðir hjúkrunarfræðinga hafi sagt upp á Íslandi og séu komnir í vinnu í Noregi. Hundruðir?

Ef rétt er að hjúkrunarfræðingum hafi verið boðið 20% kauphækkun, þá get ég ekki séð af hverju samningar eru ekki í höfn.

Meðan að ég starfaði fyrir launum þá fékk ég aldrei 20% launa hækkun hvort sem ég var í verkaliðsfélagi eða ekki. En eitt get ég sagt um verkalýðsfélög að þegar á reyndi þá unnu verkalýðsfélögin á móti meðlimum verkalýðsfélagsins og unnu með atvinnurekanda.

Sem betur fer þá þarf ég ekki að þiggja laun frá einhverjum öðrum síðan 31. Desember 2013.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 28.6.2015 kl. 15:30

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Axel, það er enginn að stilla sér upp með eða á móti einum eða neinum.  Kallast það að stilla sér upp með atvinnurekendum, þegar menn sjá hversu ruglað þetta kjarabaráttukerfi er og segja að það þurfi að endurskoða það?  Eru menn að stilla sér upp með atvinnurekendum þegar þeim finnst alveg ganga um þverbak í pólitísku ati hjá einstaka forystumönnum launþegahreyfinga?  Það eru, held ég, allir sammála um það að fólk á að geta lifað þokkalega góðu lífi á dagvinnunni sinn.  En því miður hefur það verið svo á síðustu áratugum, að vegna þess að næga vinnu var að hafa, þá lögðu forystumenn verkalýðshreifnganna  að fólk gæti unnið svo mikið að það hefði þokkalega í sig og á með því að vinna vara næstum því jafn mikla yfirvinnu og dagvinnu.  En svo kom hrunið og mest öll yfirvinna datt upp fyrir og þá var ekkert eftir nema dagvinnan og það var bara ekki smuga að lifa á því.  Nú eru verkalýðsforingjarnir að vakna upp við þennan raunveruleika og sjá hversu mikil mistök hafa verið gerð í gegnum tíðina.  Málið er að ekki er hægt að "leiðrétta" þetta í einni svipan eins og sumir virðast halda.  Ég held Jónas Ómar að  við séum nokkuð sammála um þessa hluti en oft væri okkur báðum hollara að staldra við og hugsa málin áður en við skrifum eitthvað.

Jóhann Elíasson, 28.6.2015 kl. 16:09

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef það er hægt að fá atvinnuflugmannskirteini á rúmum 6 mánuðum, og fá flugvirkjaskírteini á styttri tíma en 14 mánuðum af hverju þarf 5 ára mentun í það að gera það sem læknir segir hjúkrunarfræðingum að gera. Tvær pillur af þessari tegund á dag og þrjár pillur af hinni tegundinni.

Svo er þessi hræsni að það megi ekki vera erlendir hjúkrunarfræðingar í störfum á Íslandi af því að þeir kunni ekki íslensku, en það er allt í lagi og sjálfsagt að íslenskir hjúkrunarfræðingar stundi störf í öðrum löndum sem engin skilur íslensku.

Setja lög á þessa Talibani og opna fyrir erlendum hjúkrunarfræðingum að fá að starfa á Íslandi.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 28.6.2015 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband