AÐ ELTAST VIÐ ÓRAUNHÆFA DRAUMA GETUR SNÚIST UPP Í MARTRÖÐ

Það verður að hætta þessum draumum um  að Reykjavík verði bíllaus borg,að það verði hraðlest milli Reykjavíkur og KeflavíkurflugvallarHversu margir tugir milljóna hafa verið settir í svona lagað, sem flestir gera sér grein fyrir að verður aldrei að veruleika?  Á meðan er verið að vandræðast með staðsetningu innanlandsflugsins, í skýrslu "Rögnunefndarinnar" voru  setta einhverjar milljónir.  En skilaði sú skýrsla einhverri niðurstöðu?  Ekki svo séð verði, niðurstaðan er sú að það eru bara skipaðar nefndir og skrifaðar skýrslur, sem kosta skattborgar tugi milljóna og svo er ekkert gert.  Eigum við ekki að fara að sleppa þessum rándýru skýrsluskrifum og fara að gera eitthvað af viti?


mbl.is Kostnaður á bilinu 40-90 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þessi nefnda della er set í gang til að koma ættingjum og kunningjum á stjórnvalda peningaspenan hvort sem það er ríkis, borgar, bæjar eða sveitsjornar spennan, ekkert annað.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 29.6.2015 kl. 23:46

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Algjörlega sammála þér þarna,  nafni.

Kveðja af Suðurnesjunum

Jóhann Elíasson, 29.6.2015 kl. 23:51

3 identicon

Mér finnst yfirleitt vera allt á sömu bókina lært í þessum efnum hjá þessum krakkavitleysingum í Ráðhúsinu. Þau virðast ekki lifa í neinum raunheimum eins og við heldur einhverjum tölvustýrðum draumheimum, og hugsa lítið af viti. Það er spurning, hvort þau komast nokkurn tíma niður á jörðina og fara að hugsa og meta hlutina eins og við, sem eldri eru, og hvort þetta er ekki eitthvað Péturs Pan-heilkenni, sem þau þjást af.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.6.2015 kl. 10:38

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Það einkennilega í þessu er að það er nú þegar búið að fjárfesta í vinnuvélum til að leggja teina, margir mánuðir síðan. Ekkert kemst á prent frá klíkunni nema málið sé klárt.

50 cal.

Eyjólfur Jónsson, 30.6.2015 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband