HVAÐ ER EIGINLEGA SVONA VIÐKVÆMT??????

Þeir sem hæst hafa, varðandi það að þarna sé um einkamál að ræða, hljóta að hafa eitthvað að fela því það er akkúrat EKKERT í skattaupplýsingunum sem ekki er opinbert.  Það að álagningaskrár séu opnar veitir öllum aðhald og virkar sem hvatning á aðila til að telja rétt fram, menn geta séð hvaða laun eru í gangi í hinum og þessum atvinnugreinum og fleira er hægt að tína út úr þessum gögnum.  Svo geta menn velt fyrir sér hvernig stendur á því að maður með 20  milljónir á mánuði er alltaf í stríði við iðnaðarmenn og svo framvegis.  Það skal bent á það að skattskil í Noregi bötnuðu til muna eftir að allar skattaupplýsingar urðu aðgengilegar á netinu.  Þetta röfl örfárra afturhaldsseggja, sem vilja viðhalda leynd og klíkuskap, er að verða svolítið þreytandi.  Þetta er að verða árvisst eins og frumvarpið um að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum.......


mbl.is Viðkvæmar upplýsingar á glámbekk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Er þá ekki ráð að setja hljóðupptökutæki inn á hvert heimili í landinu, líka inn í hjónaherbergið svo hægt sé að koma algjörlega í veg fyrir heimilisofbeldi? Ef fólk hefur ekkert að fela getur það varla verið svo viðkvæmt.

Jósef Smári Ásmundsson, 29.7.2015 kl. 17:04

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvað kemur Pétri og Pál við hvað ég er með í laun, þurfa allir að vera á sömu launum?

Ef eigandi telur að ég sé betri starfskraftur en einhver annar, er það ekki í lagi að eigandinn borgi mér hærra kaup til að halda mér hjá fyrirtækinu hans.

Þessi jafnaðarmenska er alveg út í hött og minnir mig á gamla Sovetið og öfundsýki sem er mjög algeng á Íslandi.

Sammála þér Jósef, hvað kemur næst.

Kveðja frá Nesinu

Jóhann Kristinsson, 29.7.2015 kl. 17:18

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Enda eru  þeir sem eru í VG harðastir í því að viðhalda þessu, Steingrímur Sigfússon og fleiri. Þetta eru leifar frá Austantjaldsríkjunum.

Jósef Smári Ásmundsson, 29.7.2015 kl. 17:23

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Okkur kemur það öllum við í hvað ríkis/sveitarfélaga-þjóðarkakan fer!

Ef okkur kemur það ekki við, þá er ekki hægt að réttlæta skatt og félagagjöld frá skattgreiðendum!

Hverskonar þöggunareinræðis-skattpíningar kjaftæði er þetta, í ríki sem kennir sig við siðmenntað lýðræðisríki, árið 2015, á 21 öldinni?

Líbýu-Gaddafi hvað?

Það er engum greiði gerður í heildarsamfélaginu, að koma einhverjum upp með að svíkja undan skatti.

Bankadjöflahítin og lífeyris-ræningjasjóðirnir eru ekki með löglegt ræningja-einræðisvald á Íslandi!

Þeir ræningjabankar/sjóðir hafa sjálftekið sér einræðisvald, í skjóli rændra peningafalsana-valds til að ræna og drepa, með töluleikjum í tölvum.

Heims/Íslands-kauphallirnar, lögregluyfirvöld og sýslumannsembættin á Íslandi sjá svo um að framfylgja ræningjaglæpunum, með takkastjórnunum, án siðferðislegra lagastoða!

Heimilum og eignum er rænt af saklausu fólki (og án dóms og laga), af glæpabanka-ræningjastýrðum embættum!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.7.2015 kl. 21:48

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvernig útskýrið þið það að skattskil í Noregi bötnuðu við það að skattaupplýsingar birtust á netinu?  Þetta er engin öfund heldur er þarna um að ræða aðhald.  Nafni þarna er ekki málið hvað þú ert með í laun enda skiptir ekki máli hvaða samkomulag þú og þinn vinnuveitandi gerið, heldur eru  það meðallaunin í geiranum sem skipta máli, en ekki hver einstaklingur.  Og enn heldur Jósef Smári sig við neðanmittisathugasemdirnar.  Ætli það sé eitthvað að hjá honum svo gerir hann mikið út á persónulegt eftirlit? 

Kveðja frá Suðurnesjunum.

Jóhann Elíasson, 29.7.2015 kl. 22:14

6 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ég efast ekki um að skattaskil hafi aukist í Noregi við þetta Jóhann en spurningin er hversu langt yfirvöld eiga að ganga til að halda uppi lögum og reglu. Ég tel það ekki sjálfgefið að skattrannsóknarstjóri geti brotið persónulöggjöfina til að ná í upplýsingar." Og enn heldur Jósef Smári sig við neðanmittisathugasemdirnar.  Ætli það sé eitthvað að hjá honum svo gerir hann mikið út á persónulegt eftirlit?" Jæja á nú að fara út í að bera út róg um viðmælandann þegar rökin halda ekki. Kannski ætturðu að fara niður í skattstofu og skoða skattframtalið mitt. Sennilega kemstu að þeirri niðurstöðu að ég hafi unnið svart allt næsta ár þar sem tekjuframtalið er á núlli. Kannski erfiðara að kanna "neðanmittismál" mitt en ef þig vantar upplýsingar um þær  þá er bara að fylla upp í eyðurnar, ekki satt. Þetta er brenglaður hugsunarháttur Jóhann . Ég ætla sjálfur ekki að halda því fram að eitthað annarlegt stýri skoðunum þínum heldur einfaldlega sú staðreynd að fólk geti haft andstæðar skoðanir ´. Ég virði þínar skoðanir á þessum málum. Mætti ég í staðinn biðja þig um að virða mínar í stað þess að bera fram ærumeiðingar?

Jósef Smári Ásmundsson, 30.7.2015 kl. 06:59

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

" Allt síðasta ár" átti þetta að vera.

Jósef Smári Ásmundsson, 30.7.2015 kl. 07:51

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jósef Smári, þessar athugasemdir eiga fullan rétt á sér því í athugasemdum sem ég skrifaði við bloggfærslu hjá þér um birtingu skattaupplýsinga fórst þú að tala um hvort ég "kíkti" á berar stelpur í sturtu.  Þá vildir þú ekki sjá að þú værir neitt að vega að minni æru en þegar ég nefni nefni eitthvað svona þá er ég, að þínu mati, með ærumeiðingar og kominn í rökþrot tongue-out.  Kannski þú ættir aðeins að skoða þín eigin ummæli  Ég hef bara engan áhuga á að skoða skattframtalið þitt en þakka samt boðið.  Rök mín í þessu máli halda alveg prýðilega og þú skalt skoða þau ummæli þín að skattrannsóknastjóri brjóti persónulöggjöfina til að í upplýsingar.  Að mínu mati eru BIRTAR upplýsingar en ekki NÁÐ í neinar á þessu tvennu er reginmunur.

Jóhann Elíasson, 30.7.2015 kl. 08:38

9 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

 Ég spurði þig ekki hvort þú kíktir á berar stelpur í sturtu Jóhann. Ég spurði þig hvort þú teldir þig hafa rétt á því. Ef þú skilur þessu ummæliá þann veg að með þessum hafi ég verið að ýja að því að þú stundir þessa iðju þá verð ég bara vinsamlegast að biðjast afsökunar á því.En það var alls ekki meiningin að þessi ummæli væru skilin á þennan veg enda tel ég engar líkur á því að þú sért þannig þenkjandi. Tigangurinn var einungis sá að bera saman þessa tvo hluti- gægjuþörfina og þörfina fyrir að hnísast í fjármál annarra.Ég geri líka fastlega ráð fyrir að þú sjért ekki að gera þér ferð niður á skattstofu og kíkja á framtal nágrannans. Sameinlegt með þessu tvennu er að það er verið að ráðast inn á friðhelgi einkalífsins eins og ég reyndar útskýrði á minni síðu.Ég get að sjálfsögðu orðið það á að orða hlutina klaufalega. Ef þín ummæli 

Smámynd: Jóhann Elíasson " Ætli það sé eitthvað að hjá honum " eru af sama toga þá verðurðu að útskýra fyrir mér hvernig það getur staðist. Ég virðist eiga alveg jafn erfitt að skilja þín ummæli eins og þú mín.

Jósef Smári Ásmundsson, 30.7.2015 kl. 09:25

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Afsakaðu Jósef Smári, ég gleymdi því áðan, þessi birting álagningar kemur Skattrannsóknarstjóra EKKERT við það er Ríkisskattstjóri sem á allan veg og vanda að þessu.  Embætti Skattrannsóknarstjóra hefur umsjón með allt öðrum málum.

Jóhann Elíasson, 30.7.2015 kl. 09:27

11 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Verð að leiðrétta . Það nákvæmlegasem ég skrifaði var. Ef þú telur þig vera í rétti til að kíkja á beru stelpurnar í sundklefanum ertu á villigötum. Rétt skal vera rétt. Var að rugla með Skattrannsóknarstjórann í stað stattstórans af þeirri einföldu ástæðu að skattrannsóknarstjórinn var að tjá sig um málið í annarri frétt þar sem hann vildi að þessar upplýsingar yrðu birtar opinberlega á mánaðarfresti ef ég man þetta rétt.

Jósef Smári Ásmundsson, 30.7.2015 kl. 09:37

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, ég bjóst við að þarna væri eitthvað misminni á ferðinni, en samt fannst mér rétt að láta þetta koma fram.

Jóhann Elíasson, 30.7.2015 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband