ESB-umræða

Ég var að lesa blogg Önnu Ólafsdóttur Björnsson. Nú þekki ég hvorki haus né sporð á þessari góðu konu (Önnu Ólafsdóttur Björnsson) en skrif hennar fannst mér einkennast af afturhaldssemi og gömlum "Davíðskreddum", sem sagt ég hafði það á tilfinningunni að hún væri mikil Sjálfstæðismanneskja og "Davíðssinni" og "klukkan"hjá henni hefði bara stoppað þegar Davíð Oddson var forsætisráðherra.

Það sem ég er sammála í stefnu Samfylkingarinnar er stefna hennar í Evrópumálunum, í það minnsta þarf að ræða þessi mál því það er alveg ljóst að EES-samningurinn er engan veginn fullnægjandi og það er bara tímaspursmál hvenær ESB-menn láta þennan samning lönd og leið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband