VANTAR EKKI ALLT SAMRÆMI Í MÁLFLUTNINGINN HJÁ ÞESSU LIÐI????

Eftir því sem haft er eftir þessu fólki er allt að fara til andskotans vegna LOFTLAGSBREYTINGA, sem að mestu eru tilkomnar vegna BRENNSLU Á JARÐEFNAELDSNEYTI og að sjálfsögðu þarf að bregðast við þessari aðsteðjandi vá.  Og tillögur til úrbóta komu frá þessu liði: "NÚMER EITT VAR AÐ FLÝTA RAFBÍLAVÆÐINGU LANDSINS EINS OG NOKKUR KOSTUR VÆRI", "EN ÞAÐ MÁ EKKI VIRKJA EINA EINUSTU SPRÆNU Í LANDINU, HVAR Á AÐ FÁ RAFMAGN Á BÍLANA?"  Kannski á að fá rafmagnið á þá einhvers staðar annars staðar?  Þetta er vinsæll frasi frá "Vinstri Hjörðinni" og oft virðist ekkert annað koma frá þessu liði.


mbl.is Mikilvægur áfangi fyrir náttúruvernd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Hætta að selja rafmagn á tombóluverði til mengandi stóryðju, svo einfallt Jóhann. Síðan rafvæða allann bátaflotan, og dæmið gengur upp.

Jónas Ómar Snorrason, 31.3.2016 kl. 22:42

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú þarft nú betri áætlun en þetta, en við getum sagt að þetta sé ágætis byrjun. laughing

Jóhann Elíasson, 31.3.2016 kl. 23:11

3 identicon

Vinur minn Grétar M. Sigurðsson skrifaði í athugasemd við óvandaðan pistil hjá þér í gær, svo stórkostlega athugasemd að ég táraðist við að lesa það sem hann skrifaði. Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að fá að birta grein hans hér aftur:

Það er fínt að fá að ræða þau meintu afrek sem þessi ríkisstjórn sem er ein sú getulsusasta frá lýðveldisstofnun hefur náð. Sem eru nánast engin. 

Það var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem reysti íslenskan efnahag úr rústum eins mesta hruns veraldasögunnar miðað við höfðatölu sem kom til vegna stjórnarstefnju rísisstórnar Sjálfstæðisfloksk og Framsóknarflokks. Hún breytti 216 milljarða ríkissjóðshalla sem hún fékk í arf yfir í hallalausan rekstur á 4 árum og það án þess að þeir sem verst hafa það yrðu fyrir mikilli kjaraskerðingu. Hún náði atvinnuleysi úr tveggja stafa tölu niður í um 4% og var hratt lækkandi vegna aðgerða hennar. Hún kom Íslandi rækilega á kortið sem ferðamannalandi meðal annars með því að draga hingað alþjóðlegar kvikmyndasmsteypur með skattabreytingum sem varð til þess að heimsfrægir leikarar komi hingað og töluðu um Ísland í vinsælum spjallþáttum. 

Undir stjórn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var nánast lokið samningum við kröfuhafa þrotabúanna með samningi sem gerði kleyft að afnema gjaldeyrihöftin. Núverndi ríkisstjórn hætti þeim samningaumleigunum í tvö og hálft ár en endaði síðan með samning á mjög svipuðum nótum og voru nánast komnir í hús á fyrri hluta ársins 2013. Nánast eina ástæða hærri upphæða árið 2015 en menn voru að tala um árið 2013 er sú að einnlendu eignirnar sem voru aðallega bankarnir sem kröfuhafar voru tilbúnir að láta af hendi árið 2013 hafa hækkað gríðerlega í verðmati vegna mikils hagnaðar. Það var því ekki samið um neitt meira áirð 2015 heldur en árið 2013 enda samþykktu 99% kröfuhafa samningana strax enda búnir að semja um þetta tveimur og hálfu ári áður. Þessi töf á samningum og þar með töf á afléttingu gjaldeyrishafata hefur kostað þjóðarbúið miklar fjárhæðir enda gjaldeyrishöftin okkur dýr.

Núverandi ríkisstjórn hefur gert lítið annað en að skemma fhyrir þeim árangri sem ríkisstjónr Jóhönnu Sigurðardóttur náði og hefur því orðið til mikils skaða fyrir íslenskt samfélag að hún naði völdum. Við væru í mun betri stöðu ef síðasta ríkisstjórn hefði fengið að vera áfram og fylgja úr hlaði þeim milá árangri sem hún náði við að reysa Íslankan efnahag.

Og það er ekki hægt að tala um þann ávinning sem næst með samningum við kröfuhafa föllnu bankanna öðruvísi en að benda á að grunvöllurinn fyrir þeim árangri voru lög sem sett voru árið 2012 sem settu þrotabúin undir gjaldeyrishöft. Án þeirra værum við ekki að tala um neitt stöðugleikaframlag. Núverandi stjórnarflokkar reyndu að koma í veg fyrir það og greiddu allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins atkvæði gegn þeim lögum og þingmenn Framsóknaflokksins sátu hjá. Enda ekki skrítið þegar formaður hans og og maki voru meðal kröfuhafanna sem átti að loka inni í gjaleyrishöftum.

Góðar stundir.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 1.4.2016 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband