EZE HEIM - Á HANN EKKI HEIMA Í NÍGERÍU?

Hvaða bull er eiginlega í þessu liði, það er ekkert á forræði Íslands að sjá til þess að hann komist til Nígeríu?  Maðurinn kom hingað fyrir fjórum árum hann hefur verið hér án skilríkja, atvinnu - og dvalarleyfis en samt hefur hann unnið og leigir.  Hvers konar vinnu hefur hann eiginlega stundað og hefur hann greitt skatta og aðrar skyldurtil samfélagsins, sem allir eiga að gera?  Ég get alveg verið sammála því að þetta mál hans hefur verið að velkjast allt of lengi í "kerfinu", réttast hefði verið að vísa honum strax úr landi við komuna hingað.


mbl.is Veita Ólöfu frest út skrifstofutíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lastu ekki fréttina lúði....hann er flóttamaður frá Nígeríu og er að flýja hryðjuverkasamtök og vill fá pólitískt hæli hér á landi.

Það er eingin að biðja Íslensk stjórnvöld um aðstoð til að koma honum aftur til Nígeríu lúðin þinn.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 31.5.2016 kl. 16:28

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kurteisi kostar ekkert, Helgi Jónsson.  En hvar eigum við hér uppi, smáþorp á heimsmælikvarða, að draga mörkin þegar tugmilljónir manna í heiminum eru á faraldsfæti í leit að betri lífskjörum af ýmsum ástæðum?
Ættum við að leita eftir samvinnu við Grænland og Færeyjar með móttöku farandmanna og skipta þeim á milli okkar?

Kolbrún Hilmars, 31.5.2016 kl. 17:02

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú jú Helgi, ég sá að maðurinn er "flóttamaður" og sagði líka að mál hans hefði velkst allt of lengi í "kerfinu".  Réttast hefði verið að vísa honum í burtu við komuna til landsins.  Lastu ekki bloggið áður en þú fórst að þenja þig?  Ég fæ ekki séð að Ísland beri nokkra einustu ábyrgð gagnvart þessum manni. Og HEIM er í hans tilfell Nígería.

Jóhann Elíasson, 31.5.2016 kl. 18:04

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Kolbrún, þakka þér fyrir að reyna að tala aðeins um fyrir Helga en því miður held ég að það hafi enga þýðingu það hefur eitthvað gerst hjá honum greyinu og ég held að hann ráði bara ekki við sig. 

Jóhann Elíasson, 31.5.2016 kl. 18:22

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Við berum öll ábyrgð gagnvart þeim sem eru í neyð. Allt sæmilegt fólk gerir sér grein fyrir þessu.

Þorsteinn Siglaugsson, 31.5.2016 kl. 18:33

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þorsteinn, þessi maður kom upphaflega frá Svíþjóð, bar þeim þá ekki skylda til að sjá um hann?

Jóhann Elíasson, 31.5.2016 kl. 20:05

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Kom hann ekki upphaflega frá Nígeríu? Þér finnst kannski réttast að Boko Haram jafni um hann?

Þetta er nú kannski ómaklega sagt, en þú virðist ekki skilja hvað felst í ábyrgð okkar gagnvart þeim sem eru í neyð. Hún hverfur nefnilega ekki þótt einhver annar hafi áður brugðist. Þannig er það nú karlinn.

Þorsteinn Siglaugsson, 31.5.2016 kl. 22:05

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég skil það alveg Þorsteinn að ábyrgð okkar gagnvart þessum manni er akkúrat ENGIN og að vera að tala um ábyrgð eins og hún sé einhver "heit kartafla" sem menn hendi á milli sín er bara tómt bull og svoleiðis þvaður er engum sæmandi, karlinn.

Jóhann Elíasson, 31.5.2016 kl. 22:27

9 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er málið Jóhann Elíasson. Hann á heima í Nígeríu og er heigull og sennilega letingi sem nennir ekki að hjálpa löndum sínum við að byggja upp ærlegt samfélag.

Það sem er verra okkar vegna, er að Íslensk stjórnvöld eru að drukkna í aumingja skap vegna þrýstings frá góða fólkinu,  sem ætlast bara til, en ætlar ekki að gera neitt sjálft alveg eins og Nígeríu heigullinn.

Hrólfur Þ Hraundal, 31.5.2016 kl. 22:51

10 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég veit ekki hvort það þjónar tilgangi að rökræða við þig, Jóhann. Ég vona í það minnsta að ég lendi aldrei í því að þú gangir fram á mig slasaðan, sér í lagi ef einhver annar hefur gengið framhjá áður: Þú myndir þá væntanlega vísa ábyrgðinni á þann aðila og yppta öxlum sjálfur. Eða snýst málið kannski um að þú teljir þig ábyrgðarlausan gagnvart öðrum en þeim sem hafa sama ríkisfang og þú?

Þorsteinn Siglaugsson, 1.6.2016 kl. 09:23

11 identicon

Kolbrún...villtu frekar að ég noti " ferkantaður leðurhaus"...?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 1.6.2016 kl. 12:28

12 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þorsteinn, ég er svei mér þá í vafa um að svona bull eins og kemur frá þér í athugasemd númer 10, sé svara vert..........

Jóhann Elíasson, 1.6.2016 kl. 13:19

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Helgi Jónsson, innleggið þitt #1 hefði verið alveg prýðilegt ef þú hefðir sleppt uppnefninu, í bæði skiptin   :)

Kolbrún Hilmars, 1.6.2016 kl. 13:36

14 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Jamm, þetta hélt ég :)

Þorsteinn Siglaugsson, 1.6.2016 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband