ÓSKILJANLEGT HVERSU MIKIÐ "FÁR" ER HÆGT AÐ GERA ÚR ENGU

Ég get bara ekki með nokkru móti séð, að sú ákvörðun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum að veita ekki fjölmiðlum upplýsingar um nauðgunarmál á Þjóðhátíð, breyti nokkrum sköpuðum hlut, halda menn kannski að það að fjölmiðlar fái fréttir af nauðgunum komi í veg fyrir nauðgun, sem hefur þegar átt sér stað?  Og þetta stórmál, sem fjölmiðlar hafa gert úr þessu er alveg hreint langt út úr kortinu svo kórónar RÚV allt saman með því að fá álit á þessari ákvörðun lögreglustjórans hjá forráðakonum "Druslugöngunnar". Síðan hvenær varð þeirra álit svona þungt á metunum og var ekki fyrirfram vitað hvert þeirra álit yrði?


mbl.is Allar upplýsingar veittar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það liggur í augum uppi,eða afhverju fengu þau ekki álit félags sjálfstæðiskvenna "Hvöt"

Helga Kristjánsdóttir, 21.7.2016 kl. 13:38

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Maður gæti haldið að RUV vilji vera til staðar til að snúa hnífnum í sári þeirra sem hafa orðið/verða fyrir ofbeldi. Fjölmiðlafólki virðist ekki leiðast að láta fólki líða nógu illa, þeir keppast við að flytja "FRÉTTIR" af fólki í neyð.

Tómas Ibsen Halldórsson, 21.7.2016 kl. 13:46

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka ykkur fyrir bæði tvö.  Stundum finnst mér að fjölmiðlarnir ofmeti hlutverk sitt í samfélaginu og seinni árin (svona síðustu 10 - 25 árin), hefur mér virst að vissir fjölmiðlar reyni að hafa áhrif á gang þjóðfélagsmála, auk þess að velta sér upp úr óförum einstaklinga og hópa.

Jóhann Elíasson, 21.7.2016 kl. 14:41

4 Smámynd: Ómar Gíslason

Ég styð lögreglustjórann í Vestmannaeyjum :)

Svona mál mun ekki leysast í fréttum né Kastljósi. Dæmi um það eru beljurnar á Fréttablaðinu með "nauðgunina í Hlíðunum", það sorpblað skiti á sig í því máli. Lögreglan er að vernda rannsóknarhagsmuni sem dæmi að aðstandendur "nauðgarans" geta haft áhrif á vitni og þær/þeir breyta um skoðun. Við það er málið tapað 100% er það, það sem við viljum?

Skilaboð til þessara tónlistarvitleysingar sem þykjast ætla að vera eitthvað dómsvald á þjóðhátíð "FUCK YOU". Þjóðhátíðarnefnd hefur ekki lögsögu yfir lögreglu né dómsvaldi sem betur fer.

Ómar Gíslason, 21.7.2016 kl. 17:36

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessir tónlistarmenn, sem gefa það út að þeir ætli að hætta við að spila á þjóðhátíð vegna málsins, virðast ekki alveg gera sér grein fyrir því hversu alvarlegt málið er fyrir þá.  Það hafa væntanlega verið gerðir samningar við þá um að inna þessa vinnu af hendi fyrir mörgum mánuðum.  Ég geri ráð fyrir að allir þurfi að standa við gerða samninga en menn hafi einnig rétt til að segja samningi upp ef um VANEFNDIR er að ræða hjá aðilum samningsins.  Svo er EKKI í þessu tilfelli, heldur er um að ræða eitthvað sem óskyldur aðili gerir.  OG ÞAR AF LEIÐANDI VERÐUR EKKI ANNAÐ SÉÐ EN AÐ ÞESSIR TÓNLISTARMENN SÉU SKAÐABÓTASKYLDIR OG AÐ RIFTA SAMNINGUM MEÐ SVONA SKÖMMUM FYRIRVARA OG ÁN ÞESS AÐ MÓTAÐILI HAFI NOKKUÐ TIL SAKA UNNIÐ, GERIR ÞAÐ AÐ VERKUM AÐ SKAÐABÓTAKRÖFURNAR GETA ORÐIÐ VERULEGA HÁAR.  Það verður ekki annað séð en að þarna verði ekki einungis um TEKJUTAP hjá þessum tónlistarmönnum heldur leiðinda DÓMSMÁLI og verulega háum BÓTAKRÖFUMMenn ættu að hugsa áður en þeir framkvæma!

Jóhann Elíasson, 21.7.2016 kl. 22:17

6 identicon

Páley stendur sig vel í þessu máli.  Þessar konur í þessum Stígamótabissness ættu að skammast sín.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.7.2016 kl. 22:56

7 identicon

Það er um að gera að þagga þetta í hel...þá geta Vestmannaeyingar  haldið andlitinu og engin þarf að hneykslast á því að Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eigi enn eitt nauðgunarmetið í ár.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 22.7.2016 kl. 11:58

8 identicon

Beauty tips byltingin snérist um það að konurnar sjálfar stigu fram og sögðu frá sinni reynslu á sínum forsendum.  Ekki einhver fjölmiðill sem þurfti að selja sig hér og nú.  Virðum sjónarmið kvennanna.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.7.2016 kl. 12:13

9 identicon

http://www.thelocal.at/20160322/cellar-girl-to-sue-over-book-revelations

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.7.2016 kl. 12:21

10 identicon

Sæll Jóhann Stýrimaður - sem og þið önnur, gesta hans !

Aldrei þessu vant: er ég SAMMÁLA nafna mínum Jónssyni (kl. 11:58), og hefði einhvern tíma þókt tíðindi hin mestu, að við nafnar.næðum samstöðu, um tiltekið mál - eða tiltekin.

Helgi Jónsson - dregur hárréttar ályktanir, af hinu óhugnanlega óðeli Vestmannaeyinga margra:: EKKI ALLRA, sem betur fer, að græða á veikleika ístöðulítils fólks, sem veikt er fyrir áfengi- og öðrum eiturefnum, í gegnum tíðina.

Skýtur ekki: svolítið skökku við, að íþróttafélög Eyjamanna, skuli einn ganginn enn, láta teymast, af hjúunum Elliða Vignissyni og Páleyju Borgþórsdóttur:: fólks, sem gengur grímulaust, erinda eins HÖFUÐ glæpaflokks landsins (að ógleymdum:: hinum 5), vitaskuld ?

Burt séð - frá mis frumstæðum efnistökum ísl. fjölmiðla, af gangi þessarrar ósvinnu- og sóða ''hátíðar'', finnst mér lítið leggjast fyrir þig Jóhann Stýrimaður og fornvinur, að verja þetta lið, sem fótum treður alla viðleitni, til viðhalds lágmarks Siðmenningar, hér á landi.

Ekki von á góðu: þegar mætasta fólk, stekkur á vagna úrkynjaðra og gegnum spilltra embættis- og stjórnmálamanna, hérlendis.

Með kveðjum: þó, - af Suðurlandi:: þykkjuþungum reyndar, að nokkru /        

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.7.2016 kl. 12:42

11 identicon

Þú ert nú meira fíflið Óskar Helgi - í dag - :)

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.7.2016 kl. 12:56

12 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Elín: gamalgróin og mæt, fornvinkonan !

Hví - ætti ég að vera meira fífl / þennan daginn, umfram aðra, Elín mín ?

Er það kannski: fyrir þá hreinskilni mína, AÐ ÞORA að segja hlutina umbúðalaust:: um hluta íslenzka sollsins, og þann viðbjóð, sem í botnfalli hans nærist, í skjóli þeirra afla, sem þið hin (utan Helga Jónssonar), reynið að verja, á einhverjum þeim forsendum, sem mér eru alla vegana óskiljanlegar, Elín ?

Svo - ég svari nú þessum óvænta bjúgverpli þínum, að nokkru, Elín min.

Hinar sömu kveðjur - sem seinustu /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.7.2016 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband