MIKIÐ VAR AÐ EINHVER TÓK VIÐ SÉR Á ALÞINGI

Það furðar marga að ekkert hafi þokast í þessu máli fyrr, í það minnsta er fyrir LÖNGU orðið tímabært að menn fari að stöðva þessi hryðjuverk hjá Degi B og félögum í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur, gagnvart Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýrinni.  Eins og Ómar Ragnarsson benti á, þá ætti að vera mjög auðvelt að sætta öll sjónarmið með því að setja hluta af Neyðarbrautinni á fyllingu út í Skerjafjörð og málið væri afgreitt, þá geta Valsmenn reist þessar fyrirhuguðu byggingar sínar.


mbl.is Vill heimila eignarnám við flugvöllinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Höskuldur leggur þetta fram degi fyrir þinglok, hvað tafði? Hann veit líka að það eru hverfandi líkur á að Framsókn verðu í næstu ríkistjórn, en nú á að veðja á 70 þúsund flugvallarvini að þeir bjargi Framsókn á þingi en hvar hefur Höskuldur og Framsókn verið undanfarið ár með þetta hitamál. Er farin að hallast að því að kosningar á tveggja ára fresti sé málið.

Sólbjörg, 13.10.2016 kl. 06:16

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki veit ég hvað er þess valdandi að þetta frumvarp var ekki lagt fram fyrr.  Það hefur verið tilbúið í nokkra mánuði, kannski hefur hann metið það svo að ekki væri nægilegur stuðningur við það og hann hafi gert einhverjar breytingar á því, svo það félli betur í kramið.  Höskuldur verður hvort eð er ekki á þingi eftir kosningar og mjöööög ólíklegt að Framsókn verði í ríkisstjórn.  Það er víst mikið um "baktjaldamakk" á þinginu og við vitum líklega minnst um það sem þar fer fram.  En það verður víst að viðurkennast að það litla sem hefur verið gert í þessu flugvallarmáli hefur Framsókn gert ENGINN hinna flokkanna hefur gert nokkra tilraun til að standa í lappirnar í þessu máli.  Ég verð nú að segja að mér finnst nú alveg nóg um, að hafa kosningar á fjögurra ára fresti og mér hrís bara hugur við ef þær yrðu á tveggja ára fresti.

Jóhann Elíasson, 13.10.2016 kl. 07:50

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Flott hjá Höskuldi þetta átti að gera fyrir mörgum árum og láta ekki illvirkja í þessu máli eins og Dag og félaga koma að málinu.

Ómar Gíslason, 13.10.2016 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband