ÉG ER NOKKUÐ VISS UM AÐ ÞJÓÐIN VAR EKKI AÐ FARA FRAM Á AÐ HANN YRÐI FORSÆTISRÁÐHERRA EFTIR KOSNINGAR....

Þó svo að Viðreisn hafi hlotið ágætis kosningu, þá mátti hann þakka fyrir að hafa sloppið inn á Alþingi.  Þessi maður hefur ekkert til að bera, þannig að hann gæti valdið forsætisráðherraembættinu............


mbl.is Vill leiða stjórnarmyndun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála. Bjarni frændi hans er miklu forsætisráðherralegri en Benedikt, enda finnst mér að formaður stærsta stjórnmálaflokksins eigi að fá að spreyta sig fyrstur af öllum. Það hefur yfirleitt verið venjan. Ég vil líka, að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórn landsins. Öðru vísi verður ekkert vit í stjórninni. Ég treysti ekki lengur þessum vinstri flokkum, enda sýndi síðasta vinstri stjórn, að því fólki er alls ekki treystandi. Við höfum líka dæmi um það hérna í Reykjavík, sem varð til þess, að Samfylkingin er að þurrkast út, því að tap hennar hér í Reykjavík er skilaboð um, að fólki líkar ekki borgarstjórn Dags og kó. Það hefur líka alltaf verið samband milli alþingis- og sveitastjórnakosninga hér á landi. Fólk hefnir þess í fyrstu mögulegu kosningum, sem það er óánægt með í sveitastjórnum eða á Alþingi, eftir því hvora kosninguna er um að ræða hverju sinni. Þess vegna skrifa ég tap Samfylkingarinnar hér í borginni alfarið á reikning Dags og Hjálmars, og því verða fleiri að bera ábyrgð í þessu máli en bara Oddný Harðardóttir. Mér líst heldur ekki á fimmflokkastjórn og treysti ekki slíku samkrulli, eða að komi nokkuð af viti út úr því. Þriggja flokka stjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar er betri kostur, finnst mér. Benedikt er líka svo hrokafullur og sjálfbyrgingslegur, að hann passar ekki í forsætisráðherraembættið þess vegna. Frændi hans er miklu betri þar, og því ætti Benedikt að hafa sig hægan og láta frænda sinn um forsætisráðherrann, enda vanur maður þar á ferð. Það væri líka gaman að fá aftur annan forsætisráðherra, sem heitir Bjarni og er úr sömu fjölskyldunni. Ég vona því, að Guðni hafi vit á því að láta Bjarna fá umboðið, og þetta klárist sem fyrst.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2016 kl. 20:28

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það verður bara að segjast eins og er, að af þeim formönnum stjórnarflokkkanna ber Bjarni Benediktsson höfuð og herðar yfir þá alla.  Litla dúkkan hjá VG, held ég, að sé ekkert annað en flagð og falshundur undir fögru skinni.  Hún tók þátt í og studdi ÖLL hryðjuverkin hjá fyrrum vinstri stjórn og svo talar hún um að fólk eigi að treysta henni.  Einu passaði hún sig á í kosningabaráttunni hún sá til þess að fólk sæi aldrei þá Gunnarsstaða Móra og Björn Val, enda hefði VG ekki unnið svona stórt ef það hefði verið.  En þeir verða báðir á þingi og ekki minnkar skítkastið og drullumallið frá þeim á næsta þingi, vittu bara til.

Jóhann Elíasson, 31.10.2016 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband