LOKSINS KEMUR EINHVER FRAM OG SEGIR HLUTINA EINS OG ÞEIR ERU.....

Þetta sífellda "VÆL" í borgaryfirvöldum í Reykjavík um að nagladekkin valdi þessari svifryksmengun, sem fjölmiðlarnir éta svo upp eftir þeim, er orðið mjög þreytt og hallærislegt og svo kemur bara í ljós að borgaryfirvöld eru bara að spara hreinsun á götunum.  Væri ekki fróðlegt að gera mælingar á svifryki í nágrannasveitarfélögunum?  Ég man aldrei eftir því að kvartað væri vegna svifryksmengunar þar.  Kannski munurinn sé sá að þar séu göturnar þrifnar?


mbl.is Snýst um þrif á götum - ekki nagla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Þetta snýst fyrst og fremst um að þrífa göturnar enn ekki eingöngu nagladekkin. Það er alltaf miklu betra að kenna öðrum um en sjálfum sér, þar sem borgin gerir lítið sem ekkert við vegina og eins er ekkert hreinsað.

Ómar Gíslason, 15.12.2016 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband