STRAX KOMNAR FRAM EFASEMDIR HJÁ ÞINGFLOKKUM TILVONANDI RÍKISSTJÓRNAR

Ekki lofar þetta góðu um framhaldið enda held ég að flestir séu mótfallnir þessum stjórnarviðræðum og það verður ekki séð að þjóðin hafi verið að fara fram á þetta samkrull í kosningunum 29 október síðastliðinn......


mbl.is Verði tímasett verklýsing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jóhann,

ég held að það sé við hæfi að ég birti smá pistil hér sem ég setti inn hjá G.Tómasi Gunnarssyni vegna svipaðara skrifa, en hér er hann:

ég er ekki sammála þessu hjá þér, mér finnst einmitt Bjarni Ben vax sem formaður ef þetta gengur eftir, mér finnst hann einmitt sýna kjark og þor að standa gegn eignarhaldsfélagi SjálfstæðisFLokksins að taka þennan stjórnarmyndunarslag.

Ef Bjarni ætti að fara eftir því sem þið viljið, þá gerist ekkert, þið viljið með öðrum orðum að SjálfstæðisFLokkurinn gefi ekkert eftir og sé hellst með öll ráðaneytin, máli sig alveg út í horn, pólitískt, og vilji taka upp miðaldar stjórnarhætti og miðaldarlifnaðarhætti, það náttúrulega gengur ekki.

Þarna finnst mér Bjarni vera að reyna að hrista af sér eimreyðarklíkuna og með þessum skrefum er hann loksins, að taka sjálfstæðar ákvarðanir sem formaður flokks, sem virkilega þarf að fara horfa framá við,

Góðar stundir.

Ég vil bara undirstrika að mér lýst nokkuð vel á þessar stjórnarmyndunarviðræður og það að vera bara með eins manns meirihluta getur líka verið styrkur.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 6.1.2017 kl. 13:27

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Helgi, þú ættir aðeins að hugsa þig um áður en þú setur svona þvælu á blað.  Hvað sem hver segir um eins manns meirihluta, þá er nokkuð ljóst að þeir sem standa að svona tæpum meirihluta þurfa að vera mjög samheldnir og vinna mjög vel saman svo allt fari ekki í háa loft.  Og ég verð að segja að mér finnst Benedikt Jóhannesson ekki vera líklegur sem "mikill liðsmaður" og til að segja hlutina eins og mér finnst: "ÞÁ TREYSTI ÉG HONUM EKKI FYRIR HORN".

Jóhann Elíasson, 6.1.2017 kl. 13:50

3 identicon

Já við verðum seint sammála Jói minn, en mér finnst þetta vera óþarfa svartsýni hjá þér, því ég held að þarna sé Bjarni Ben og SjálfstæðisFLokkurinn að fá einstakt tækifæri til að gera loksins gagn fyrir land og þjóð. Bjarni Ben er að fá í hendurnar einstakt tækifæri til að koma á sátt hjá þjóðinni, meðal annar til að leiða til lykta það deilumál sem klofið hefur þjóðina í herðar niður þ.e a.s að leifa þjóðaratkv´ðagreiðslu um  áframhaldandi aðildarviðræður, uppboð á hluta veiðiheimilda, landbúnaðarmál, t.d að fella niður undanþágu MS á samkeppnislög og fleira og fleira. Og einmitt eins og þú segir að meirihlutinn er tæpur og menn þurfi að vera samheldnir, er það svo slæmt..?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 6.1.2017 kl. 14:34

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Samheldni er alls ekki slæm Helgi. en eins og ég sagði í færslunni á undan, þá get ég ekki séð hann Benedikt Jóhannesson fyrir mér sem mikinn liðsmann.  Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn og núverandi stjórn hafi verið að vinna vel fyrir þjóðina, þó svo að ekki sé ég sáttur við allt sem hefur verð gert, en svona er nú veröldin bara, það skiptast á skin og skúrir.

En mér finnst það minnsta sem ég get gert er að óska þér gleðilegs árs og vissulega óska ég þér góðs gengis á nýju ári.  Ég veit að við erum ´ðosammála um flesta hluti en ég tel mig ekki vera illgjarnan og því vil ég óska þér gæfu á nýju ári.

Jóhann Elíasson, 6.1.2017 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband