VAR EKKI GENGISLÆKKUN EINMITT ÞAÐ SEM ÚTFLUTNINGSGREINARNAR VORU AÐ VONAST EFTIR AÐ GERÐIST VIÐ AFNÁM HAFTA???

En svo virtist allt fara á "hliðina", þegar kom aðeins gengislækkun við afnámið.  En þetta stóð bara yfir í einn dag og virðist vera orðið nokkuð stöðugt.  Sem bendir til þess að efnahagurinn sé það sterkur að hann hafi alveg þolað afnám haftanna.  Nú þarf Peningastefnunefnd að bæta um betur og LÆKKA stýrivextina til að koma í veg fyrir enn frekari styrkingu krónunnar.  Það er nefnilega svo að ef þarf að koma í VEG FYRIR AÐ FJÁRMAGN FLÆÐI ÚT ÚR LANDINU ÞÁ ERU STÝRIVEXTIR HÆKKAÐIR EN EF AÐSTÆÐUR ERU EINS OG HÉR NÚNA, AÐ KOMA ÞURFI Í VEG FYRIR AÐ FJÁRMAGN FLÆÐI INN Í LANDIÐ, ERU STÝRIVEXTIR LÆKKAÐIR.  Þá er bara að vona að peningastefnunefnd hverfi af þessari OKURVAXTA- OG HÁGENGISSTEFNU sinni.


mbl.is Krónan styrkist lítillega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla nú að biðja þig Jóhann að tala ekki niður krónuna, það var jú hún sem BJARGAÐI okkur í hruninu. Það er mikil óskhyggja hjá þér að biðja um lækkaða vexti, þessi sikileyjarvextir eru jú fórnarkostnaðurinn að 320 þús manna þjóðfélag hafi sína eigin örminnt.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 15.3.2017 kl. 12:12

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Helgi, það er nokkuð ljóst að hagfræðiþekkingu þinni er mjög ábótavant.  Þú lætur harða INNLIMUNARSINNA OG ANDSTÆÐINGA SJÁLFSTÆÐIS MATA ÞIG Á HVAÐA KJAFTÆÐI SEM ER og trúir þeim eins og nýju neti.

Jóhann Elíasson, 15.3.2017 kl. 13:28

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Ef við hefðum haft evru sem mynt hér á landi þá hefðum við orðið gjaldþrota og verið verr staddir heldur en Grikkland er í dag. Það er t.d. hægt að lækka stýrisvexti en auka bindiskyldu á móti

Ómar Gíslason, 15.3.2017 kl. 13:34

4 identicon

Lækka bindiskyldu..?.helsti hugmyndafræðingur frjálshyggjunnar henti því tæki nú út um gluggann á sínum tíma þegar að hann réði ríkjum í Seðlabankanum...en sem betur fer var hann nú borin út þaðan.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 15.3.2017 kl. 14:21

5 identicon

Lækka bindiskyldu..?.helsti hugmyndafræðingur frjálshyggjunnar henti því tæki nú út um gluggann á sínum tíma þegar að hann réði ríkjum í Seðlabankanum...en sem betur fer var hann nú borin út þaðan.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 15.3.2017 kl. 14:22

6 identicon

Og ekki gleyma því heldur að sami maður henti út um gluggann 80 miljörðum af sameiginlegum gjaldeyrisforða landsmanna.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 15.3.2017 kl. 14:28

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Helgi, ertu fastur í að láta pólitíska óvild leiða þig áfram, hverju heldur þú að svoleiðis lagað skili?  Og svona þér að segja; þú hefur lesið athugasemdina hans Ómars Gíslasonar afturábak eða misskilið hana eitthvað herfilega.  Hann talar hvergi um að LÆKKA bindiskyldu heldur talar hann um að LÆKKA stýrivextina og AUKA stýrivextina.  Þú verður eitthvað að fara að athuga lesskilninginn hjá þér...

Jóhann Elíasson, 15.3.2017 kl. 15:34

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fyrirgefðu Helgi þarna átti auðvitað að standa "og AUKA bindiskilduna". 

Jóhann Elíasson, 15.3.2017 kl. 15:36

9 identicon

Það er y í bindiskylda....he he he he...lesskilningur hvað...

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 15.3.2017 kl. 15:45

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Helgi, lesskilningur og stafsetning er alls ekki það sama... wink

Jóhann Elíasson, 15.3.2017 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband