VÍST ER HÆGT AÐ GREINA Á MILLI GISTI - OG VEITINGAÞJÓNUSTU

Það útheimtir bara meiri vinnu.  Ég er einmitt að vinna svipað, reyndar með eldri tölur, en það skiptir ekki neinu máli í þessu tilfelli.  En það er rétt að það komi fram að árið 2012, setti þáverandi fjármálaráðherra Katrín Júlíusdóttir, lög nr. 146/2012, sem kváðu á um sérstakt virðisaukaskattþrep fyrir ferðaþjónustuna.  Þetta þrep var 14% og hækkaði þá ferðaþjónustan úr 7% í 14%, ekki man ég til þess að mikil umræða hafi verið um þetta útspil fjármálaráðherra á sínum tíma.  Þetta þótti "Vinstri Hjörðinni" alveg sjálfsagt mál á sínum tíma.  En sem betur fer tók almennileg ríkisstjórn við árið 2013 og þetta þriðja þrep virðisaukaskattsins var afnumið með lögum nr. 79/2013, enda var markmiðið að einfalda skattkerfið ekki að flækja það meira en orðið var.


mbl.is Milljarðamunur eftir VSK-þrepi gistingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband