ER EKKI LÁGMARK AÐ SKOÐA HLUTINA Í SAMHENGI ÁÐUR EN SVONA "RUGLI" ER SLENGT FRAM?

Þetta minnir mig á sumarið 1980, þá var ég á bát á Grundarfirði og þegar var kosið til embættis forseta, þurftum við sem vorum utankjörstaðar að fara á Stykkishólm til að kjósa.  Það varð úr, vegna þess hve margir við vorum (það var enginn kvenmaður í hópnum) þá var fengin lítill hópferðabíll í verkið.  Á leiðinni var ég spurður af sessunaut mínum hvort ég væri búinn að ákveða hvern ég ætlaði að kjósa?  Ég kvað já við því og þá spurði hann hvort ég ætlaði ekki að kjósa Vigdísi.  Þá spurði ég hann hvað mælti með því að ég ætti að kjósa hana?  þá svaraði hann: JÚ HÚN ER JÚ KONA.  Þetta átti sem sagt að vera ástæðan fyrir því að ég átti að kjósa hana. 


mbl.is Aðeins 4 konur komast á topp 20
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband